Hvetur fólk til að mæta á Jólabasar til að styrkja gott málefni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. nóvember 2021 13:02 Rakel Garðarsdóttir er ein Hringskvenna sem stendur að jólabasarnum. Vísir Árlegur Jólabasar Barnaspítala Hringsins fer fram á Grand Hótel í dag þar sem handverk og bakkelsi verður til sölu til styrktar Barnaspítalanum. Hringskona hvetur landsmenn til að gera sér ferð á basarinn, sem sé nauðsynleg fjáröflun fyrir Barnaspítalann. „Þettta er jólabasar þannig að það er margt til sölu þarna annað en kökur. Alls konar föndur, peysur og jólakort Hringsins, sem í ár er alveg geggjað og er teiknað í ár af Brian Pilkington. Þannig að þarna getur maður bara mætt og keypt allar jólagjafirnar,“ segir Rakel Garðarsdóttir, Hringskona. Hún segir verðmæti við kaup á jólabasarnum tvíþætt og skipti sköpum fyrir starfsemi barnaspítalans. „Þú ert bæði að gefa til samfélagsins með því að styrkja Barnaspítala Hringsins og þú ert að gefa handgerðar gjafir sem búið er að nostra við og eru frábærar,“ segir Rakel. Ýmist handverk verður til sölu á jólabasarnum.Getty Hvað er verið að safna miklu fjármagn með þessum basar? „Það koma inn alveg margar milljónir, sem er frábært. Fyrir þennan pening eru keypt einhver tæki fyrir Barnaspítalann, sem hann vantar. Þannig að þessi fjáröflun er alveg rosalega mikilvæg,“ segir Rakel. „Við kaupum alls konar tæki og tól og ekki bara fyrir Barnaspítalann. Barnaspítalinn sinnir öllum börnum þannig að það er verið að veita fjármagn til stofnana eins og BUGL. Það eru líka íbúðir í bænum og bílar, sem fjölskyldur langveikra barna geta nýtt sér og við höfum verið að styrkja það. Þannig að Barnasjóður Hringsins sinnir öllum veikum börnum á Íslandi.“ Basarinn fer fram á Grand Hótel í Reykjavík frá klukkan eitt til fjögur í dag. Þar er hægt að kaupa ýmist handverk, eins og handgert jólaskraut, og svo alls konar bakkelsi. Hnallþórur, rjómatertur og meira að segja vegan-kökur. „Þær eru mjög vinsælar og þetta eru uppskriftir frá konum á öllum aldri þannig að það er mjög fjölbreytt úrval þarna af kökum. Það er bakað í takt við samtímann,“ segir Rakel. Hringurinn safnar mörgum milljónum ár hvert með sölu á jólabasarnum. Vísir Basarinn hefur verið starfræktur síðan 1924 en féll í fyrsta sinn niður í fyrra vegna faraldursins. Rakel segir mikinn létti að hægt sé að halda basarinn í ár en erfitt hafi reynst að safna fjármagni ífaraldrinum. „Þörfin er alltaf rík niðri á barnaspítala eftir fjármagni. Það er búið að vera dálítið snúið að halda úti fjáraflanir í Covid. Þetta er ein af aðal fjáröflununum þannig að við erum mjög glaðar að geta haldið basarinn aftur í ár.“ „Við hvetjum bara alla til að koma og fá smá jólaanda yfir sig á Grand-hótel í dag og eins og ég nefndi hérna áðan eru þetta tvíþætt verðmæti þannig að ég hvet alla til að koma og styrkja við gott málefni og hafa gaman,“ segir Rakel Garðarsdóttir, Hringskona. Landspítalinn Börn og uppeldi Jól Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
„Þettta er jólabasar þannig að það er margt til sölu þarna annað en kökur. Alls konar föndur, peysur og jólakort Hringsins, sem í ár er alveg geggjað og er teiknað í ár af Brian Pilkington. Þannig að þarna getur maður bara mætt og keypt allar jólagjafirnar,“ segir Rakel Garðarsdóttir, Hringskona. Hún segir verðmæti við kaup á jólabasarnum tvíþætt og skipti sköpum fyrir starfsemi barnaspítalans. „Þú ert bæði að gefa til samfélagsins með því að styrkja Barnaspítala Hringsins og þú ert að gefa handgerðar gjafir sem búið er að nostra við og eru frábærar,“ segir Rakel. Ýmist handverk verður til sölu á jólabasarnum.Getty Hvað er verið að safna miklu fjármagn með þessum basar? „Það koma inn alveg margar milljónir, sem er frábært. Fyrir þennan pening eru keypt einhver tæki fyrir Barnaspítalann, sem hann vantar. Þannig að þessi fjáröflun er alveg rosalega mikilvæg,“ segir Rakel. „Við kaupum alls konar tæki og tól og ekki bara fyrir Barnaspítalann. Barnaspítalinn sinnir öllum börnum þannig að það er verið að veita fjármagn til stofnana eins og BUGL. Það eru líka íbúðir í bænum og bílar, sem fjölskyldur langveikra barna geta nýtt sér og við höfum verið að styrkja það. Þannig að Barnasjóður Hringsins sinnir öllum veikum börnum á Íslandi.“ Basarinn fer fram á Grand Hótel í Reykjavík frá klukkan eitt til fjögur í dag. Þar er hægt að kaupa ýmist handverk, eins og handgert jólaskraut, og svo alls konar bakkelsi. Hnallþórur, rjómatertur og meira að segja vegan-kökur. „Þær eru mjög vinsælar og þetta eru uppskriftir frá konum á öllum aldri þannig að það er mjög fjölbreytt úrval þarna af kökum. Það er bakað í takt við samtímann,“ segir Rakel. Hringurinn safnar mörgum milljónum ár hvert með sölu á jólabasarnum. Vísir Basarinn hefur verið starfræktur síðan 1924 en féll í fyrsta sinn niður í fyrra vegna faraldursins. Rakel segir mikinn létti að hægt sé að halda basarinn í ár en erfitt hafi reynst að safna fjármagni ífaraldrinum. „Þörfin er alltaf rík niðri á barnaspítala eftir fjármagni. Það er búið að vera dálítið snúið að halda úti fjáraflanir í Covid. Þetta er ein af aðal fjáröflununum þannig að við erum mjög glaðar að geta haldið basarinn aftur í ár.“ „Við hvetjum bara alla til að koma og fá smá jólaanda yfir sig á Grand-hótel í dag og eins og ég nefndi hérna áðan eru þetta tvíþætt verðmæti þannig að ég hvet alla til að koma og styrkja við gott málefni og hafa gaman,“ segir Rakel Garðarsdóttir, Hringskona.
Landspítalinn Börn og uppeldi Jól Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira