Vestmanneyingar á menningarlegu nótum um helgina Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. nóvember 2021 13:31 Mikill áhugi er fyrir Safnahelginni í Vestmannaeyjum um helgina enda dagskráin mjög fjölbreytt. Aðsend Vestmanneyingar og gestir þeirra verða á menningarlegum nótum um helgina því þar fer fram safnahelgi með fjölbreyttri dagskrá. Hápunktur helgarinnar verður fjölþjóðleg ráðstefna um Tyrkjaránið í Vestmannaeyjum. Safnahelgin hófst á fimmtudaginn með setningarathöfn í Stafkirkjunni og síðan hefur dagskráin haldið áfram með fjölbreyttum sýningum, upplestrum og tónlistaratriðum um allan bæ. Í dag klukkan fjögur eru til dæmis tónleikar Lúðrasveitar Vestmannaeyja í Hvítasunnukirkjunni og í kvöld er kvöldskemmtun Leikfélags Vestmannaeyja í Kvikunni. Sigurhanna Friðþórsdóttir er ein af skipuleggjendum Safnahelgarinnar. „Við erum með uppákomur á öllum söfnum. Það eru myndlistarsýningar, tónleikar, bókakynningar og ýmiskonar dagskrá, fyrirlestrar og fleira. Þessi hátíð er búin að vera við líði hjá okkur í nokkuð mörg ár, byrjaði fyrst sem Nótt safnanna. Það eru orðin 16 til 17 ár síðan það var og síðan hefur þetta smátt og smátt þróast yfir í það að vera bara skemmtileg dagskrá frá fimmtudegi til sunnudags því það er upp á svo margt að bjóða í Vestmannaeyjum,“ segir Sigurhanna. Dagskrá Safnahelgarinnar er mjög fjölbreytt og skemmtileg.Aðsend Sigurhanna segir erfitt að nefna einhvern einn hápunkt helgarinnar en þó. „Á sunnudaginn verður fjölþjóðlegráðstefna um Tyrkjaránið í Vestmannaeyjum þar sem fræðimenn og rithöfundar flytja erindi sín um ritverk sín, sem byggjast á Tyrkjaráninu 1627. Þar ætlar Tríó Ásgeirs Ásgeirssonar að flytja íslensk þjóðlög í austrænum stíl og svo verður boðið upp á veitingar á Norður - Afríku vísu. Þetta er svona já, einn af hápunktunum en eins og ég segi, þá eru tónleikar, myndlistarsýningar og fleira.“ Hún hvetur fólk á fastalandinu að skella sér til Vestmannaeyja um helgina og taka þátt í Safnahelginni. „Já, endilega, það er bara næsta ferð með Herjólfi, ekki spurning, bara að skella sér yfir. Það spáir rosalega fínu um helgina,“ segir Sigurhanna. Hér má sjá dagskrá Safnahelgarinnar Viðburðir eru um alla eyjuna um helgina í tilefni af Safnahelginni.Aðsend Vestmannaeyjar Menning Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Safnahelgin hófst á fimmtudaginn með setningarathöfn í Stafkirkjunni og síðan hefur dagskráin haldið áfram með fjölbreyttum sýningum, upplestrum og tónlistaratriðum um allan bæ. Í dag klukkan fjögur eru til dæmis tónleikar Lúðrasveitar Vestmannaeyja í Hvítasunnukirkjunni og í kvöld er kvöldskemmtun Leikfélags Vestmannaeyja í Kvikunni. Sigurhanna Friðþórsdóttir er ein af skipuleggjendum Safnahelgarinnar. „Við erum með uppákomur á öllum söfnum. Það eru myndlistarsýningar, tónleikar, bókakynningar og ýmiskonar dagskrá, fyrirlestrar og fleira. Þessi hátíð er búin að vera við líði hjá okkur í nokkuð mörg ár, byrjaði fyrst sem Nótt safnanna. Það eru orðin 16 til 17 ár síðan það var og síðan hefur þetta smátt og smátt þróast yfir í það að vera bara skemmtileg dagskrá frá fimmtudegi til sunnudags því það er upp á svo margt að bjóða í Vestmannaeyjum,“ segir Sigurhanna. Dagskrá Safnahelgarinnar er mjög fjölbreytt og skemmtileg.Aðsend Sigurhanna segir erfitt að nefna einhvern einn hápunkt helgarinnar en þó. „Á sunnudaginn verður fjölþjóðlegráðstefna um Tyrkjaránið í Vestmannaeyjum þar sem fræðimenn og rithöfundar flytja erindi sín um ritverk sín, sem byggjast á Tyrkjaráninu 1627. Þar ætlar Tríó Ásgeirs Ásgeirssonar að flytja íslensk þjóðlög í austrænum stíl og svo verður boðið upp á veitingar á Norður - Afríku vísu. Þetta er svona já, einn af hápunktunum en eins og ég segi, þá eru tónleikar, myndlistarsýningar og fleira.“ Hún hvetur fólk á fastalandinu að skella sér til Vestmannaeyja um helgina og taka þátt í Safnahelginni. „Já, endilega, það er bara næsta ferð með Herjólfi, ekki spurning, bara að skella sér yfir. Það spáir rosalega fínu um helgina,“ segir Sigurhanna. Hér má sjá dagskrá Safnahelgarinnar Viðburðir eru um alla eyjuna um helgina í tilefni af Safnahelginni.Aðsend
Vestmannaeyjar Menning Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira