Vestmanneyingar á menningarlegu nótum um helgina Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. nóvember 2021 13:31 Mikill áhugi er fyrir Safnahelginni í Vestmannaeyjum um helgina enda dagskráin mjög fjölbreytt. Aðsend Vestmanneyingar og gestir þeirra verða á menningarlegum nótum um helgina því þar fer fram safnahelgi með fjölbreyttri dagskrá. Hápunktur helgarinnar verður fjölþjóðleg ráðstefna um Tyrkjaránið í Vestmannaeyjum. Safnahelgin hófst á fimmtudaginn með setningarathöfn í Stafkirkjunni og síðan hefur dagskráin haldið áfram með fjölbreyttum sýningum, upplestrum og tónlistaratriðum um allan bæ. Í dag klukkan fjögur eru til dæmis tónleikar Lúðrasveitar Vestmannaeyja í Hvítasunnukirkjunni og í kvöld er kvöldskemmtun Leikfélags Vestmannaeyja í Kvikunni. Sigurhanna Friðþórsdóttir er ein af skipuleggjendum Safnahelgarinnar. „Við erum með uppákomur á öllum söfnum. Það eru myndlistarsýningar, tónleikar, bókakynningar og ýmiskonar dagskrá, fyrirlestrar og fleira. Þessi hátíð er búin að vera við líði hjá okkur í nokkuð mörg ár, byrjaði fyrst sem Nótt safnanna. Það eru orðin 16 til 17 ár síðan það var og síðan hefur þetta smátt og smátt þróast yfir í það að vera bara skemmtileg dagskrá frá fimmtudegi til sunnudags því það er upp á svo margt að bjóða í Vestmannaeyjum,“ segir Sigurhanna. Dagskrá Safnahelgarinnar er mjög fjölbreytt og skemmtileg.Aðsend Sigurhanna segir erfitt að nefna einhvern einn hápunkt helgarinnar en þó. „Á sunnudaginn verður fjölþjóðlegráðstefna um Tyrkjaránið í Vestmannaeyjum þar sem fræðimenn og rithöfundar flytja erindi sín um ritverk sín, sem byggjast á Tyrkjaráninu 1627. Þar ætlar Tríó Ásgeirs Ásgeirssonar að flytja íslensk þjóðlög í austrænum stíl og svo verður boðið upp á veitingar á Norður - Afríku vísu. Þetta er svona já, einn af hápunktunum en eins og ég segi, þá eru tónleikar, myndlistarsýningar og fleira.“ Hún hvetur fólk á fastalandinu að skella sér til Vestmannaeyja um helgina og taka þátt í Safnahelginni. „Já, endilega, það er bara næsta ferð með Herjólfi, ekki spurning, bara að skella sér yfir. Það spáir rosalega fínu um helgina,“ segir Sigurhanna. Hér má sjá dagskrá Safnahelgarinnar Viðburðir eru um alla eyjuna um helgina í tilefni af Safnahelginni.Aðsend Vestmannaeyjar Menning Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Safnahelgin hófst á fimmtudaginn með setningarathöfn í Stafkirkjunni og síðan hefur dagskráin haldið áfram með fjölbreyttum sýningum, upplestrum og tónlistaratriðum um allan bæ. Í dag klukkan fjögur eru til dæmis tónleikar Lúðrasveitar Vestmannaeyja í Hvítasunnukirkjunni og í kvöld er kvöldskemmtun Leikfélags Vestmannaeyja í Kvikunni. Sigurhanna Friðþórsdóttir er ein af skipuleggjendum Safnahelgarinnar. „Við erum með uppákomur á öllum söfnum. Það eru myndlistarsýningar, tónleikar, bókakynningar og ýmiskonar dagskrá, fyrirlestrar og fleira. Þessi hátíð er búin að vera við líði hjá okkur í nokkuð mörg ár, byrjaði fyrst sem Nótt safnanna. Það eru orðin 16 til 17 ár síðan það var og síðan hefur þetta smátt og smátt þróast yfir í það að vera bara skemmtileg dagskrá frá fimmtudegi til sunnudags því það er upp á svo margt að bjóða í Vestmannaeyjum,“ segir Sigurhanna. Dagskrá Safnahelgarinnar er mjög fjölbreytt og skemmtileg.Aðsend Sigurhanna segir erfitt að nefna einhvern einn hápunkt helgarinnar en þó. „Á sunnudaginn verður fjölþjóðlegráðstefna um Tyrkjaránið í Vestmannaeyjum þar sem fræðimenn og rithöfundar flytja erindi sín um ritverk sín, sem byggjast á Tyrkjaráninu 1627. Þar ætlar Tríó Ásgeirs Ásgeirssonar að flytja íslensk þjóðlög í austrænum stíl og svo verður boðið upp á veitingar á Norður - Afríku vísu. Þetta er svona já, einn af hápunktunum en eins og ég segi, þá eru tónleikar, myndlistarsýningar og fleira.“ Hún hvetur fólk á fastalandinu að skella sér til Vestmannaeyja um helgina og taka þátt í Safnahelginni. „Já, endilega, það er bara næsta ferð með Herjólfi, ekki spurning, bara að skella sér yfir. Það spáir rosalega fínu um helgina,“ segir Sigurhanna. Hér má sjá dagskrá Safnahelgarinnar Viðburðir eru um alla eyjuna um helgina í tilefni af Safnahelginni.Aðsend
Vestmannaeyjar Menning Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira