Nýtt lyf hafi mikla þýðingu í baráttunni við faraldurinn Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 5. nóvember 2021 13:43 Magnús Gottfreðsson, yfirlæknir á Landspítala og prófessor í smitsjúkdómum við Háskóla Íslands, segir lyfið hafa þýðingu í baráttunni gegn Covid-19 Vísir/Sigurjón Nýtt lyf gegn Covid-19 hefur talsverða þýðingu í baráttunni gegn kórónuveirufaraldrinum að mati prófessors í smitsjúkdómalækningum. Margir hafa augastað á lyfinu en það jákvæða er að framleiðsla þess er auðveldari en framleiðsla bóluefna. Bretar hafa heimilað notkun á nýju veirulyfi, sem heitir molnupiravir, gegn Covid-19. Lyfið er gefið í töfluformi. Rannsóknir sýna að notkun lyfsins á fyrstu dögum dregur úr líkum á innlögn á sjúkrahús og dauðsföllum. „Þýðingin gæti verið talsverð vegna þess að þetta er lyf sem að hægt er að taka um munn og kallar þess vegna ekki á mikla vinnu af hálfu sjúkrahúsa eða bráðamóttaka ef hægt er að ávísa lyfinu tiltölulega snemma í ferlinu,“ segir Magnús Gottfreðsson yfirlæknir á Landspítalanum og prófessor í smitsjúkdómalækningum. „Það virðist þolast vel og rannsóknir sem að gerðar hafa verið benda til þess að hægt sé að draga úr innlögnum og dauðsföllum með því að beita þessari íhlutun snemma.“ Önnur ríki vinna nú að því að fá lyfið skráð til að hægt að heimila notkun á því. „Þetta er lyf sem að er alveg nýtt og hefur ekki verið notað áður og hefur ekki verið skráð fyrr en þá núna í Bretlandi og Bandaríkjamenn eru að vinna að undirbúningi skráningar þar. Sömuleiðis í Evrópu þar er verið að fara yfir þessi gögn,“ Magnús segir erfitt að segja til um hvenær hægt verður að byrja að nota lyfið á Íslandi. „Ég veit það að það er áhugi alls staðar í Evrópu að hraða þessu ferli og umsóknin um skráningu er komin til Evrópsku lyfjastofnunarinnar og ég geri ráð fyrir að menn muni leggja hart að sér að vanda þar til verka og flýta þeirri yfirferð.“ Mikil eftirspurn er eftir lyfinu en bæði Bretar og Bandaríkjamenn hafa tryggt sér nokkuð magn af því. „Þetta er hins vegar ekki flókin efnasmíð og ætti í sjálfu sér ekki að vera jafn tímafrekt og í tilviki bóluefnanna þannig að já það er vafalítið einhver bið á að hægt sé að uppfylla allar þarfir heimsins en það ætti að vera mun auðveldara viðfangs heldur en í tilviki bóluefnanna vegna þess að bóluefnagerðin er flóknari. “ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Tengdar fréttir Bretar hefja notkun lyfs sem gæti markað þáttaskil í baráttunni við Covid Bretland er fyrsta ríkið til að heimila notkun veirulyfsins molnupiravir gegn Covid-19 en rannsóknir sýna að notkun þess á fyrstu dögum sýkingar helmingar áhættuna á sjúkrahúsinnlögn og dauða af völdum SARS-CoV-2. 5. nóvember 2021 09:15 Mest lesið Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fleiri fréttir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Sjá meira
Bretar hafa heimilað notkun á nýju veirulyfi, sem heitir molnupiravir, gegn Covid-19. Lyfið er gefið í töfluformi. Rannsóknir sýna að notkun lyfsins á fyrstu dögum dregur úr líkum á innlögn á sjúkrahús og dauðsföllum. „Þýðingin gæti verið talsverð vegna þess að þetta er lyf sem að hægt er að taka um munn og kallar þess vegna ekki á mikla vinnu af hálfu sjúkrahúsa eða bráðamóttaka ef hægt er að ávísa lyfinu tiltölulega snemma í ferlinu,“ segir Magnús Gottfreðsson yfirlæknir á Landspítalanum og prófessor í smitsjúkdómalækningum. „Það virðist þolast vel og rannsóknir sem að gerðar hafa verið benda til þess að hægt sé að draga úr innlögnum og dauðsföllum með því að beita þessari íhlutun snemma.“ Önnur ríki vinna nú að því að fá lyfið skráð til að hægt að heimila notkun á því. „Þetta er lyf sem að er alveg nýtt og hefur ekki verið notað áður og hefur ekki verið skráð fyrr en þá núna í Bretlandi og Bandaríkjamenn eru að vinna að undirbúningi skráningar þar. Sömuleiðis í Evrópu þar er verið að fara yfir þessi gögn,“ Magnús segir erfitt að segja til um hvenær hægt verður að byrja að nota lyfið á Íslandi. „Ég veit það að það er áhugi alls staðar í Evrópu að hraða þessu ferli og umsóknin um skráningu er komin til Evrópsku lyfjastofnunarinnar og ég geri ráð fyrir að menn muni leggja hart að sér að vanda þar til verka og flýta þeirri yfirferð.“ Mikil eftirspurn er eftir lyfinu en bæði Bretar og Bandaríkjamenn hafa tryggt sér nokkuð magn af því. „Þetta er hins vegar ekki flókin efnasmíð og ætti í sjálfu sér ekki að vera jafn tímafrekt og í tilviki bóluefnanna þannig að já það er vafalítið einhver bið á að hægt sé að uppfylla allar þarfir heimsins en það ætti að vera mun auðveldara viðfangs heldur en í tilviki bóluefnanna vegna þess að bóluefnagerðin er flóknari. “
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Tengdar fréttir Bretar hefja notkun lyfs sem gæti markað þáttaskil í baráttunni við Covid Bretland er fyrsta ríkið til að heimila notkun veirulyfsins molnupiravir gegn Covid-19 en rannsóknir sýna að notkun þess á fyrstu dögum sýkingar helmingar áhættuna á sjúkrahúsinnlögn og dauða af völdum SARS-CoV-2. 5. nóvember 2021 09:15 Mest lesið Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fleiri fréttir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Sjá meira
Bretar hefja notkun lyfs sem gæti markað þáttaskil í baráttunni við Covid Bretland er fyrsta ríkið til að heimila notkun veirulyfsins molnupiravir gegn Covid-19 en rannsóknir sýna að notkun þess á fyrstu dögum sýkingar helmingar áhættuna á sjúkrahúsinnlögn og dauða af völdum SARS-CoV-2. 5. nóvember 2021 09:15