Innlent

Boðað til upp­lýsinga­fundar: Þrí­eykið snýr aftur

Atli Ísleifsson skrifar
Víðir, Þórólfur og Alma.
Víðir, Þórólfur og Alma. Vísir/Vilhelm

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar í dag klukkan 15:00. 

Í tilkynningu segir að ástæðan sé líklega öllum ljós, staða COVID-19 á Íslandi.

„Á fundinum fer Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir yfir stöðu mála varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi. Með Þórólfi á fundinum verða þau Alma Möller landlæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarna,“ segir í tilkynningunni.

Alls greindust 167 manns með kórónuveiruna innanlands í gær. Ríkisstjórnin greindi frá því skömmu fyrir hádegi að fimm hundruð manna samkomutakmarkanir taki gildi næsta miðvikudag og tekin verði upp grímuskylda frá og með morgundeginum.

Grímuskylda verður tekin upp í verslunum og þar sem ekki verður hægt að halda eins metra fjarlægð. Þá verður opnunartími veitinga- og skemmtistaða styttur um tvo klukkutíma. Opið verður til ellefu og allir verða vera farnir út fyrir miðnætti.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×