Segir að gagnrýni Jóhanns Bergs hafi ekki beinst gegn sér Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. nóvember 2021 14:00 Jóhann Berg Guðmundsson hefur ekki gefið kost á sér í síðustu tvö verkefni landsliðsins. vísir/Hulda Margrét Arnar Þór Viðarsson telur að gagnrýni Jóhanns Bergs Guðmundssonar á störf KSÍ hafi ekki beinst gegn sér. Jóhann Berg gaf ekki kost á sér fyrir landsleikina í október vegna nárameiðsla. Hann kvaðst þó vera ósáttur við vinnubrögð KSÍ án þess þó að skýra það frekar. „Ég get alveg viðurkennt að það hafði áhrif á ákvörðun mína í þetta sinn að ég hef ekki verið fyllilega sáttur við vinnubrögð sambandsins undafarin misseri,“ sagði Jóhann við 433.is í síðasta mánuði. Jóhann Berg gaf heldur ekki kost á sér í landsleikina í þessum mánuði þar sem hann vildi einbeita sér að því að komast á fulla ferð með sínu félagsliði, Burnley á Englandi. „Jói er á þannig stað með sínu félagsliði, svolítið inn og út úr liðinu, og líður ekki 100 prósent með líkamann og hvernig er að ganga hjá Burnley. Hann sagði við okkur; Ég vil vera 100 prósent til að geta gefið 100 prósent fyrir landsliðið,“ sagði Arnar Þór á blaðamannafundi í gær. Svava Kristín Grétarsdóttir spurði Arnar Þór út í gagnrýni Jóhanns Berg á vinnubrögð KSÍ í viðtali eftir blaðamannafundinn. „Ég fékk það aldrei á tilfinninguna að Jói hefði eitthvað út á hópinn eða mig að setja. Okkar samskipti hafa alltaf verið mjög góð,“ sagði Arnar Þór. Hann segist að Jóhann Berg vilji festa sig almennilega í sessi hjá Burnley áður en hann snýr aftur í landsliðið. Hann segir að stundum sé ástríðan og áhuginn fyrir landsliðinu mismikill hjá leikmönnum. „Hann er í þeirri stöðu sem hann er í hjá sínu félagi. Ég þekki það sem leikmaður, ég var oft frekar þreyttur á landsliðinu eða mínu félagsliði. Langaði mikið að komast í landsliðið eða nennti ekkert að koma í landsliðið. Þetta eru bara hlutir sem gerast á ferli,“ sagði Arnar Þór. „Þetta getur haft með meiðsli að gera, þetta getur haft með fjölskylduástæður að gera, andlega líðan. Það er svo margt sem spilar inn í. Það er akkúrat þetta, ef stemmningin er góð og árangurinn er góður eru meiri líkur á að menn gefi eitt prósent í viðbót fyrir landið. Og aftur, þetta eru ekki bara leikmenn, heldur ég, Eiður Smári [Guðjohnsen], allt starfsliðið og öll þjóðin.“ Klippa: Arnar Þór um Jóhann Berg Jóhann Berg hefur leikið 81 landsleik og skorað átta mörk. Síðasti landsleikur hans var gegn Þýskalandi 8. september. Ísland mætir Rúmeníu 8. nóvember og Norður-Makedóníu 11. nóvember í síðustu tveimur leikjum sínum í undankeppni HM 2022. HM 2022 í Katar KSÍ Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Sjá meira
Jóhann Berg gaf ekki kost á sér fyrir landsleikina í október vegna nárameiðsla. Hann kvaðst þó vera ósáttur við vinnubrögð KSÍ án þess þó að skýra það frekar. „Ég get alveg viðurkennt að það hafði áhrif á ákvörðun mína í þetta sinn að ég hef ekki verið fyllilega sáttur við vinnubrögð sambandsins undafarin misseri,“ sagði Jóhann við 433.is í síðasta mánuði. Jóhann Berg gaf heldur ekki kost á sér í landsleikina í þessum mánuði þar sem hann vildi einbeita sér að því að komast á fulla ferð með sínu félagsliði, Burnley á Englandi. „Jói er á þannig stað með sínu félagsliði, svolítið inn og út úr liðinu, og líður ekki 100 prósent með líkamann og hvernig er að ganga hjá Burnley. Hann sagði við okkur; Ég vil vera 100 prósent til að geta gefið 100 prósent fyrir landsliðið,“ sagði Arnar Þór á blaðamannafundi í gær. Svava Kristín Grétarsdóttir spurði Arnar Þór út í gagnrýni Jóhanns Berg á vinnubrögð KSÍ í viðtali eftir blaðamannafundinn. „Ég fékk það aldrei á tilfinninguna að Jói hefði eitthvað út á hópinn eða mig að setja. Okkar samskipti hafa alltaf verið mjög góð,“ sagði Arnar Þór. Hann segist að Jóhann Berg vilji festa sig almennilega í sessi hjá Burnley áður en hann snýr aftur í landsliðið. Hann segir að stundum sé ástríðan og áhuginn fyrir landsliðinu mismikill hjá leikmönnum. „Hann er í þeirri stöðu sem hann er í hjá sínu félagi. Ég þekki það sem leikmaður, ég var oft frekar þreyttur á landsliðinu eða mínu félagsliði. Langaði mikið að komast í landsliðið eða nennti ekkert að koma í landsliðið. Þetta eru bara hlutir sem gerast á ferli,“ sagði Arnar Þór. „Þetta getur haft með meiðsli að gera, þetta getur haft með fjölskylduástæður að gera, andlega líðan. Það er svo margt sem spilar inn í. Það er akkúrat þetta, ef stemmningin er góð og árangurinn er góður eru meiri líkur á að menn gefi eitt prósent í viðbót fyrir landið. Og aftur, þetta eru ekki bara leikmenn, heldur ég, Eiður Smári [Guðjohnsen], allt starfsliðið og öll þjóðin.“ Klippa: Arnar Þór um Jóhann Berg Jóhann Berg hefur leikið 81 landsleik og skorað átta mörk. Síðasti landsleikur hans var gegn Þýskalandi 8. september. Ísland mætir Rúmeníu 8. nóvember og Norður-Makedóníu 11. nóvember í síðustu tveimur leikjum sínum í undankeppni HM 2022.
HM 2022 í Katar KSÍ Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Sjá meira