Segir að gagnrýni Jóhanns Bergs hafi ekki beinst gegn sér Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. nóvember 2021 14:00 Jóhann Berg Guðmundsson hefur ekki gefið kost á sér í síðustu tvö verkefni landsliðsins. vísir/Hulda Margrét Arnar Þór Viðarsson telur að gagnrýni Jóhanns Bergs Guðmundssonar á störf KSÍ hafi ekki beinst gegn sér. Jóhann Berg gaf ekki kost á sér fyrir landsleikina í október vegna nárameiðsla. Hann kvaðst þó vera ósáttur við vinnubrögð KSÍ án þess þó að skýra það frekar. „Ég get alveg viðurkennt að það hafði áhrif á ákvörðun mína í þetta sinn að ég hef ekki verið fyllilega sáttur við vinnubrögð sambandsins undafarin misseri,“ sagði Jóhann við 433.is í síðasta mánuði. Jóhann Berg gaf heldur ekki kost á sér í landsleikina í þessum mánuði þar sem hann vildi einbeita sér að því að komast á fulla ferð með sínu félagsliði, Burnley á Englandi. „Jói er á þannig stað með sínu félagsliði, svolítið inn og út úr liðinu, og líður ekki 100 prósent með líkamann og hvernig er að ganga hjá Burnley. Hann sagði við okkur; Ég vil vera 100 prósent til að geta gefið 100 prósent fyrir landsliðið,“ sagði Arnar Þór á blaðamannafundi í gær. Svava Kristín Grétarsdóttir spurði Arnar Þór út í gagnrýni Jóhanns Berg á vinnubrögð KSÍ í viðtali eftir blaðamannafundinn. „Ég fékk það aldrei á tilfinninguna að Jói hefði eitthvað út á hópinn eða mig að setja. Okkar samskipti hafa alltaf verið mjög góð,“ sagði Arnar Þór. Hann segist að Jóhann Berg vilji festa sig almennilega í sessi hjá Burnley áður en hann snýr aftur í landsliðið. Hann segir að stundum sé ástríðan og áhuginn fyrir landsliðinu mismikill hjá leikmönnum. „Hann er í þeirri stöðu sem hann er í hjá sínu félagi. Ég þekki það sem leikmaður, ég var oft frekar þreyttur á landsliðinu eða mínu félagsliði. Langaði mikið að komast í landsliðið eða nennti ekkert að koma í landsliðið. Þetta eru bara hlutir sem gerast á ferli,“ sagði Arnar Þór. „Þetta getur haft með meiðsli að gera, þetta getur haft með fjölskylduástæður að gera, andlega líðan. Það er svo margt sem spilar inn í. Það er akkúrat þetta, ef stemmningin er góð og árangurinn er góður eru meiri líkur á að menn gefi eitt prósent í viðbót fyrir landið. Og aftur, þetta eru ekki bara leikmenn, heldur ég, Eiður Smári [Guðjohnsen], allt starfsliðið og öll þjóðin.“ Klippa: Arnar Þór um Jóhann Berg Jóhann Berg hefur leikið 81 landsleik og skorað átta mörk. Síðasti landsleikur hans var gegn Þýskalandi 8. september. Ísland mætir Rúmeníu 8. nóvember og Norður-Makedóníu 11. nóvember í síðustu tveimur leikjum sínum í undankeppni HM 2022. HM 2022 í Katar KSÍ Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Jóhann Berg gaf ekki kost á sér fyrir landsleikina í október vegna nárameiðsla. Hann kvaðst þó vera ósáttur við vinnubrögð KSÍ án þess þó að skýra það frekar. „Ég get alveg viðurkennt að það hafði áhrif á ákvörðun mína í þetta sinn að ég hef ekki verið fyllilega sáttur við vinnubrögð sambandsins undafarin misseri,“ sagði Jóhann við 433.is í síðasta mánuði. Jóhann Berg gaf heldur ekki kost á sér í landsleikina í þessum mánuði þar sem hann vildi einbeita sér að því að komast á fulla ferð með sínu félagsliði, Burnley á Englandi. „Jói er á þannig stað með sínu félagsliði, svolítið inn og út úr liðinu, og líður ekki 100 prósent með líkamann og hvernig er að ganga hjá Burnley. Hann sagði við okkur; Ég vil vera 100 prósent til að geta gefið 100 prósent fyrir landsliðið,“ sagði Arnar Þór á blaðamannafundi í gær. Svava Kristín Grétarsdóttir spurði Arnar Þór út í gagnrýni Jóhanns Berg á vinnubrögð KSÍ í viðtali eftir blaðamannafundinn. „Ég fékk það aldrei á tilfinninguna að Jói hefði eitthvað út á hópinn eða mig að setja. Okkar samskipti hafa alltaf verið mjög góð,“ sagði Arnar Þór. Hann segist að Jóhann Berg vilji festa sig almennilega í sessi hjá Burnley áður en hann snýr aftur í landsliðið. Hann segir að stundum sé ástríðan og áhuginn fyrir landsliðinu mismikill hjá leikmönnum. „Hann er í þeirri stöðu sem hann er í hjá sínu félagi. Ég þekki það sem leikmaður, ég var oft frekar þreyttur á landsliðinu eða mínu félagsliði. Langaði mikið að komast í landsliðið eða nennti ekkert að koma í landsliðið. Þetta eru bara hlutir sem gerast á ferli,“ sagði Arnar Þór. „Þetta getur haft með meiðsli að gera, þetta getur haft með fjölskylduástæður að gera, andlega líðan. Það er svo margt sem spilar inn í. Það er akkúrat þetta, ef stemmningin er góð og árangurinn er góður eru meiri líkur á að menn gefi eitt prósent í viðbót fyrir landið. Og aftur, þetta eru ekki bara leikmenn, heldur ég, Eiður Smári [Guðjohnsen], allt starfsliðið og öll þjóðin.“ Klippa: Arnar Þór um Jóhann Berg Jóhann Berg hefur leikið 81 landsleik og skorað átta mörk. Síðasti landsleikur hans var gegn Þýskalandi 8. september. Ísland mætir Rúmeníu 8. nóvember og Norður-Makedóníu 11. nóvember í síðustu tveimur leikjum sínum í undankeppni HM 2022.
HM 2022 í Katar KSÍ Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira