„Flashback frá besta degi lífs míns,“ skrifar Róbert við myndbandið á Instagram. Þar má sjá brot af stóra deginum þeirra. Blómaveggir, spegladregill, gyllt dansgólf, flugeldasýning, syndandi svanir og Enrique Iglesias koma þar meðal annars við sögu. Myndbandið má sjá í færslunni hér fyrir neðan.
Róbert var í fötum frá Dolce & Gabbana og kjóllinn hennar Kseniu er fra Zuhair Murad. Blómahönnuðurinn Jean Charles Vaneck hannaði blómin.
Eins og fjallað hefur verið um hér á Vísi var öllu til tjaldað fyrir þennan viðburð. Aðeins hundrað af þeirra nánustu fengu boðskort í margra daga veisluhöld á heimili hjónanna í Frakklandi, Chateau St. Cernin. Flestum var flogið þangað í einkaþotum.

Gestir í brúðkaupinu voru frá öllum heimshornum. Þar voru að sjálfsögðu fjölmargir Íslendingar og má nefna Önnu Maríu Gísladóttur lögmann og Bjarna Guðjónsson eiginmann hennar og framkvæmdastjóra KR. Árni Harðarson, lögmaður Róberts, var mættur með Önnu Margréti Jónsdóttur, eiginkonu sinni. Þar voru einnig Benedikt Grétarsson fjölmiðlamaður og Lilja Valdimarsdóttir eiginkona hans og Lára Ómarsdóttir samskiptastjóri fjárfestingafélagsins Aztiq Fund.

Ksenia og Róbert eiga saman einn son, Róbert Ace, fæddur í mars 2019. Fyrir á Róbert tvö börn og Ksenia tvö börn sem öll búa hjá þeim. Börnin tóku öll þátt í hátíðarhöldunum í kringum brúðkaupið.