Sóttvarnaríki í 9 ár í viðbót? Erling Óskar Kristjánsson skrifar 4. nóvember 2021 11:01 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 2. nóvember síðastliðinn var fjallað um framtíð faraldursins á Íslandi og leiðina að hjarðónæmi. Þar var því haldið fram að Ísland væri langt frá langþráðu hjarðónæmi gegn kórónaveirunni SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19. Greint var frá því að einungis 13.739 landsmanna eða 3,8% hefðu greinst með veiruna hingað til, en það þyrfti 60-70% ónæmi í samfélaginu til þess að hjarðónæmi yrði náð. Því var haldið fram að bóluefnin sem væru í notkun veittu aðeins um 50% vörn gegn smiti, svo það væri ekki hægt að ná hjarðónæmi með þessum bóluefnum eins og vonast var eftir. Það þarf að leyfa landsmönnum að smitast. Sóttvarnalæknir telur að þetta muni taka 9 ár með stöðugum 70 smitum á dag eins og greinst hafa undanfarið. Eftir 9 ár verða rúmlega 60% þjóðarinnar búin að smitast og vonandi verðum við komin með hjarðónæmi. Við þurfum því að búa í sóttvarnaríki næstu 9 árin. Börn munu alast upp í sóttvarnaríki og munu ekki þekkja neitt annað en sýklafælni og ótta. Ferðamannaiðnaðurinn verður knúinn áfram í brotnum gír og ríkissjóður heldur áfram að skuldsetja sig á kostnað komandi kynslóða. Fólki verður áfram mismunað eftir því hvort það sé búið að þiggja nýjasta örvunarskammtinn eða ekki, en Morgunblaðið hafði það eftir Sóttvarnasviði Landlæknisembættisins þann 28. október að bóluefnapassar hafi fengið 12 mánaða gildistíma frá fullnaðarbólusetningu eða örvunarskammti. Þetta er framtíðin sem sóttvarnalæknir boðar. Sem betur fer eru forsendur sóttvarnalæknis rangar og framtíðin ekki svona myrk. Það er til betri leið. Margir sem smitast hljóta aldrei greiningu Í fréttinni er fjallað um greind smit eins og það séu öll smit. Það er fjarri lagi. Margir sem smitast hljóta aldrei greiningu. Rannsókn ÍE á mótefnum Íslendinga leiddi í ljós að vorið 2020 hafi 50-100% fleiri smitast en hlutu greiningu hér á landi. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna telur að þar smitist rúmlega fjórir fyrir hvern einn sem greinist. Þetta er sennilega vegna þess að 80% óbólusettra sem smitast fá væg eða engin einkenni, skv. Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. Nú eftir bólusetningu þjóðarinnar hefur okkur verið talin trú um að þessi tala sé 97% eða hærri. Langflestir sem smitast hafa því ekki grænan grun það og eru því ólíklegir til að fara í skimun. Þetta gæti átt hlut í að skýra hvers vegna helmingur þeirra sem greinast eru ekki í sóttkví. Einkennalausir smitberar ráfa um götur bæjarins og þrátt fyrir öfluga smitrakningu veit enginn hver er að smita allt þetta fólk. Þótt það greinist 70 smit á dag er raunverulegur fjöldi smita sennilega mun hærri, og gæti verið margfalt hærri. Ef tvöfalt fleiri smitast en greinast næst hjarðónæmi helmingi hraðar eða á 4 ½ ári. Bóluefnin hafa komið okkur langa leið að hjarðónæmi Ef marka má að bóluefnin veiti 50% vörn gegn smiti erum við komin langleiðina að hjarðónæmi. Þórólfur gleymir bóluefnunum þegar hann reiknar með því að 60-70% landsmanna verði að smitast svo hjarðónæmi verði náð. Nú eru 76% landsmanna fullbólusettir með 50% vörn samkvæmt Þórólfi, svo við erum með 38% ónæmi í samfélaginu, auk nokkurra prósenta vegna þeirra sem eru með náttúrulegt ónæmi. Það vantar því ekki 60-70%, heldur einungis 20-30% til viðbótar. Deilum með 2,5 og við erum komin úr níu árum niður fyrir 2 ár miðað við raunsæ 140 smit á dag. Hjarðónæmi fyrir næsta sumar Sóttvarnalæknir og fleiri sérfræðingar hafa gefið það út að margir muni þurfa að smitast til þess að hjarðónæmi verði náð. Það er því einungis tímaspursmál. Við getum dregið þetta á langinn og reynt að halda smitum í skefjum í tæplega tvö ár, eða við getum leyft fleirum að smitast og látið þetta ganga yfir á nokkrum mánuðum. En hvernig þá? Aðgerðirnar sem nú eru í gildi eru gríðarlega kostnaðarsamar þótt mörg okkar finni lítið fyrir þeim kostnaði (ennþá). Tjón þeirra eykst dag frá degi. Í stað þess að halda áfram hallarekstri ríkissjóðs næstkomandi ár má setja brot af þessu fjármagni í tvö mikilvæg atriði. Síðarnefnda atriðið miðast við að við hættum að eyða fjármagni og mannafla í skimun, smitrakningu, sóttkví og einangrun heilbrigðis fólks sem þarf að fá að smitast. Fólk með einkenni heldur sig þá heima eins og veikt fólk er vant að gera. Allir fara varlega í kringum viðkvæma hópa meðan pestin gengur yfir. Efla heilbrigðiskerfið svo það geti sinnt fleiri sjúklingum. Það þarf að laga spítalann að samfélaginu frekar en samfélagið lagi sig að spítalanum. Það vill enginn veikjast og lenda á spítala, en eins og sóttvarnalæknir hefur sagt þá er það bara tímaspursmál. Það er betra að ljúka því af á styttri tíma. Vernda viðkvæmustu hópa samfélagsins. Það þarf að setja mikinn kraft í markvissa vernd í skamma stund meðan veiran gengur yfir. Beita hraðprófum og skimun óspart á þá sem umgangast viðkvæma hópa. Borga framlínustarfsfólki meira fyrir aukið álag í starfi. Tryggja góð loftgæði á elliheimilum og spítölum. Leyfa starfsfólki með undirliggjandi sjúkdóma að vinna heima. Bjóða langveikum börnum upp á fjarnám eða heimakennslu. Bjóða upp á ókeypis heimsendingu af nauðsynjavörum fyrir viðkvæma hópa. Hvetja fólk til að hreyfa sig og taka D-vítamín. Gera einfaldlega allt sem okkur dettur í hug til að vernda viðkvæma í nokkra mánuði. Kostnaðurinn við þessar aðgerðir er hverfandi lítill í samanburði við 9 ára hallarekstur vegna óbreyttrar stefnu. Nauðsynlegt að byggja upp náttúrulegt hjarðónæmi sem fyrst Rannsóknir að utan sýna að ónæmi gegn COVID-19 dvínar með tímanum. Vörn bóluefnanna gegn smiti og vægum veikindum er sögð dvína hraðar en vörn gegn alvarlegum veikindum, sem dvínar þó. Þetta er vel þekkt vandamál með sum bóluefni og ein ástæða þess að farið var út í örvunarskammta. Það munu ekki allir vilja örvunarskammta á sex til tólf mánaða fresti. Ef ónæmið dvínar hraðar en við byggjum upp náttúrulegt ónæmi í samfélaginu mun ástandið bara versna. Það er því mikilvægt að byggja upp meira hjarðónæmi sem fyrst meðan flestir eru með góða vörn gegn alvarlegum veikindum. Eflum heilbrigðiskerfið, verndum viðkvæma og leyfum ungu og hraustu fólki að smitast sem fyrst svo það geti öðlast kraftmeira og varanlegra ónæmi. Þannig verður veiran landlæg. Hættum að lifa í ótta við veiruna – náum stjórn á henni í stað þess að láta hana stjórna okkur. Heimildir og meira efni er að finna á kofid.is . Höfundur er B.S. í verkfræði, forritari og vefstjóri kofid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 2. nóvember síðastliðinn var fjallað um framtíð faraldursins á Íslandi og leiðina að hjarðónæmi. Þar var því haldið fram að Ísland væri langt frá langþráðu hjarðónæmi gegn kórónaveirunni SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19. Greint var frá því að einungis 13.739 landsmanna eða 3,8% hefðu greinst með veiruna hingað til, en það þyrfti 60-70% ónæmi í samfélaginu til þess að hjarðónæmi yrði náð. Því var haldið fram að bóluefnin sem væru í notkun veittu aðeins um 50% vörn gegn smiti, svo það væri ekki hægt að ná hjarðónæmi með þessum bóluefnum eins og vonast var eftir. Það þarf að leyfa landsmönnum að smitast. Sóttvarnalæknir telur að þetta muni taka 9 ár með stöðugum 70 smitum á dag eins og greinst hafa undanfarið. Eftir 9 ár verða rúmlega 60% þjóðarinnar búin að smitast og vonandi verðum við komin með hjarðónæmi. Við þurfum því að búa í sóttvarnaríki næstu 9 árin. Börn munu alast upp í sóttvarnaríki og munu ekki þekkja neitt annað en sýklafælni og ótta. Ferðamannaiðnaðurinn verður knúinn áfram í brotnum gír og ríkissjóður heldur áfram að skuldsetja sig á kostnað komandi kynslóða. Fólki verður áfram mismunað eftir því hvort það sé búið að þiggja nýjasta örvunarskammtinn eða ekki, en Morgunblaðið hafði það eftir Sóttvarnasviði Landlæknisembættisins þann 28. október að bóluefnapassar hafi fengið 12 mánaða gildistíma frá fullnaðarbólusetningu eða örvunarskammti. Þetta er framtíðin sem sóttvarnalæknir boðar. Sem betur fer eru forsendur sóttvarnalæknis rangar og framtíðin ekki svona myrk. Það er til betri leið. Margir sem smitast hljóta aldrei greiningu Í fréttinni er fjallað um greind smit eins og það séu öll smit. Það er fjarri lagi. Margir sem smitast hljóta aldrei greiningu. Rannsókn ÍE á mótefnum Íslendinga leiddi í ljós að vorið 2020 hafi 50-100% fleiri smitast en hlutu greiningu hér á landi. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna telur að þar smitist rúmlega fjórir fyrir hvern einn sem greinist. Þetta er sennilega vegna þess að 80% óbólusettra sem smitast fá væg eða engin einkenni, skv. Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. Nú eftir bólusetningu þjóðarinnar hefur okkur verið talin trú um að þessi tala sé 97% eða hærri. Langflestir sem smitast hafa því ekki grænan grun það og eru því ólíklegir til að fara í skimun. Þetta gæti átt hlut í að skýra hvers vegna helmingur þeirra sem greinast eru ekki í sóttkví. Einkennalausir smitberar ráfa um götur bæjarins og þrátt fyrir öfluga smitrakningu veit enginn hver er að smita allt þetta fólk. Þótt það greinist 70 smit á dag er raunverulegur fjöldi smita sennilega mun hærri, og gæti verið margfalt hærri. Ef tvöfalt fleiri smitast en greinast næst hjarðónæmi helmingi hraðar eða á 4 ½ ári. Bóluefnin hafa komið okkur langa leið að hjarðónæmi Ef marka má að bóluefnin veiti 50% vörn gegn smiti erum við komin langleiðina að hjarðónæmi. Þórólfur gleymir bóluefnunum þegar hann reiknar með því að 60-70% landsmanna verði að smitast svo hjarðónæmi verði náð. Nú eru 76% landsmanna fullbólusettir með 50% vörn samkvæmt Þórólfi, svo við erum með 38% ónæmi í samfélaginu, auk nokkurra prósenta vegna þeirra sem eru með náttúrulegt ónæmi. Það vantar því ekki 60-70%, heldur einungis 20-30% til viðbótar. Deilum með 2,5 og við erum komin úr níu árum niður fyrir 2 ár miðað við raunsæ 140 smit á dag. Hjarðónæmi fyrir næsta sumar Sóttvarnalæknir og fleiri sérfræðingar hafa gefið það út að margir muni þurfa að smitast til þess að hjarðónæmi verði náð. Það er því einungis tímaspursmál. Við getum dregið þetta á langinn og reynt að halda smitum í skefjum í tæplega tvö ár, eða við getum leyft fleirum að smitast og látið þetta ganga yfir á nokkrum mánuðum. En hvernig þá? Aðgerðirnar sem nú eru í gildi eru gríðarlega kostnaðarsamar þótt mörg okkar finni lítið fyrir þeim kostnaði (ennþá). Tjón þeirra eykst dag frá degi. Í stað þess að halda áfram hallarekstri ríkissjóðs næstkomandi ár má setja brot af þessu fjármagni í tvö mikilvæg atriði. Síðarnefnda atriðið miðast við að við hættum að eyða fjármagni og mannafla í skimun, smitrakningu, sóttkví og einangrun heilbrigðis fólks sem þarf að fá að smitast. Fólk með einkenni heldur sig þá heima eins og veikt fólk er vant að gera. Allir fara varlega í kringum viðkvæma hópa meðan pestin gengur yfir. Efla heilbrigðiskerfið svo það geti sinnt fleiri sjúklingum. Það þarf að laga spítalann að samfélaginu frekar en samfélagið lagi sig að spítalanum. Það vill enginn veikjast og lenda á spítala, en eins og sóttvarnalæknir hefur sagt þá er það bara tímaspursmál. Það er betra að ljúka því af á styttri tíma. Vernda viðkvæmustu hópa samfélagsins. Það þarf að setja mikinn kraft í markvissa vernd í skamma stund meðan veiran gengur yfir. Beita hraðprófum og skimun óspart á þá sem umgangast viðkvæma hópa. Borga framlínustarfsfólki meira fyrir aukið álag í starfi. Tryggja góð loftgæði á elliheimilum og spítölum. Leyfa starfsfólki með undirliggjandi sjúkdóma að vinna heima. Bjóða langveikum börnum upp á fjarnám eða heimakennslu. Bjóða upp á ókeypis heimsendingu af nauðsynjavörum fyrir viðkvæma hópa. Hvetja fólk til að hreyfa sig og taka D-vítamín. Gera einfaldlega allt sem okkur dettur í hug til að vernda viðkvæma í nokkra mánuði. Kostnaðurinn við þessar aðgerðir er hverfandi lítill í samanburði við 9 ára hallarekstur vegna óbreyttrar stefnu. Nauðsynlegt að byggja upp náttúrulegt hjarðónæmi sem fyrst Rannsóknir að utan sýna að ónæmi gegn COVID-19 dvínar með tímanum. Vörn bóluefnanna gegn smiti og vægum veikindum er sögð dvína hraðar en vörn gegn alvarlegum veikindum, sem dvínar þó. Þetta er vel þekkt vandamál með sum bóluefni og ein ástæða þess að farið var út í örvunarskammta. Það munu ekki allir vilja örvunarskammta á sex til tólf mánaða fresti. Ef ónæmið dvínar hraðar en við byggjum upp náttúrulegt ónæmi í samfélaginu mun ástandið bara versna. Það er því mikilvægt að byggja upp meira hjarðónæmi sem fyrst meðan flestir eru með góða vörn gegn alvarlegum veikindum. Eflum heilbrigðiskerfið, verndum viðkvæma og leyfum ungu og hraustu fólki að smitast sem fyrst svo það geti öðlast kraftmeira og varanlegra ónæmi. Þannig verður veiran landlæg. Hættum að lifa í ótta við veiruna – náum stjórn á henni í stað þess að láta hana stjórna okkur. Heimildir og meira efni er að finna á kofid.is . Höfundur er B.S. í verkfræði, forritari og vefstjóri kofid.is
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar