Matthilda, sem er frá Færeyjum hefur búið til fjölda ára í Vestmannaeyjum. Hún er í Lista- og menningarfélagi Vestmannaeyja og hefur fína aðstöðu hjá félaginu í Hvíta húsinu. Verkina hennar upp um alla veggi eru ótrúlega falleg en innblástur af myndunum sækir hún mikið til Vestmannaeyja og til annarra staða á landinu.
„Ég er að endurvinna efni, ég sauma myndir og ég sauma lúffur úr gömlum lopaleysum og ég hef verið að sauma töskur úr útsaumsmyndum,“ segir Matthilda.
Hún er líka mjög mikið fyrir endurnýtingu á allskonar efni.
„Já, til hvers að vera að kaupa nýtt þegar maður er með fullt af efni sem er hægt að nota. Við eigum að endurnýta og endurnýta eins og við getum. Það eina, sem ég kaupi nýtt er límið, sem ég nota bak við, sem ég strauja efnið á og náttúrulega tvinninn,“ segir hún.

Matthilda hefur mjög gaman af því að gera myndir af Lundum og þá hefur hún gert nokkrar myndir frá Seyðisfirði og látið andvirði af sölu þeirra renna til björgunarsveitarinnar á staðnum. Myndir frá Færeyjum eru líka í uppáhaldi hjá henni. Töskurnar hennar úr endurunnuefni eru líka mjög fallegar, svo ekki sé minnst á lopapeysurnar, sem hún prjónar af miklum dugnaði.
Matthilda er mjög ánægð að búa í Vestmannaeyjum en saga hennar af hverju hún flutti þangað er skemmtileg.
„Já, ég kom hingað 1989 til að halda jól hjá bróður mínum. Ég fór á gamlársball, kynntist manninum mínum þar og fór ekkert aftur, ég er enn þá að halda jól segi ég stundum. Ég myndi hvergi annars staðar vilja eiga heima en í Vestmannaeyjum“, segir Matthilda.
