Britney kennir mömmu sinni um sjálfræðismissinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. nóvember 2021 16:13 Britney segir móður sína hafa skipulagt forræðistökuna fyrir þrettán árum síðan. Getty/Jim Smeal Ofurstjarnan Britney Spears segist kenna móður sinni um að faðir hennara hafi farið með forræði yfir henni síðustu þrettán ár. Söngkonan hefur lítið sem ekkert haft um fjármál sín eða einkamál að segja þennan rúma áratug. Britney birti færslu á Instagram, sem nú hefur verið eytt, þar sem hún sagði móður sína, Lynne Spears, ábyrga fyrir sjálfræðismissi sínum. Það hafi verið hennar hugmynd að svipta Britney sjálfræðinu. „Það sem fólk veit ekki er að mamma mín gaf honum hugmyndina,“ skrifaði stjarnan og vísar til föður síns, Jamie Spears, sem hefur farið fyrir forræðismálum dóttur sinnar. „Ég mun aldrei fá þessi ár aftur... hún eyðilagði líf mitt í leyni.“ „Þú veist nákvæmlega hvað þú gerðir. Pabbi minn er ekki nógu klár til að detta í hug að taka af mér sjálfræðið en í kvöld mun ég brosa vitandi það að nýtt líf bíður mín.“ Svo virðist sem Britney hafi birt færsluna í ljósi þess að faðir hennar óskaði eftir því við dómstóla í Kaliforníu að forræðið yfir Britney yrði fellt niður strax. Deilur milli feðginanna hafa staðið yfir í nokkur ár vegna málsins en náðu hápunkti í sumar þegar Jamie tilkynnti að hann myndi segja sig frá forræðismálum dóttur sinnar. Yfirleitt þegar einhverjum er veitt forræði yfir fullorðinni manneskju er það vegna þess að hún er ófær um að fara með mál sín og taka ákvarðanir, eins og þeir sem glíma við geðsjúkdóma eða elliglöp. Sjaldheyrt er að fólk fari með forræði yfir öðrum fullorðnum í svo langan tíma. „Málið er að fyrir þrettán árum var nauðsynlegt að Britney missti sjálfræðið til að vernda hana, í öllum skilningi orðsins. Líf hennar var í rúst og hún var í líkamlegum, andlegum, tilfinningalegum og fjárhagslegum vandræðum,“ er haft eftir lögmönnum Jamie í dómsskjölum sem breska ríkisútvarpið hefur undir höndum. „Með forræðinu hefur Britney náð að snúa lífi sínu við. Markmiðinu hefur verið náð og nú er kominn tími til að Britney taki aftur ábyrgð á eigin lífi.“ Í færslunni nefndi Britney einnig fyrrverandi viðskiptaráðgjafa sinn Lou Taylor sem þátttakanda í ráðabruggi móður sinnar. Hvorki Taylor né Lynne hafa svarað fyrirspurnum fjölmiðla um málið. Sjálfræðisbarátta Britney Spears Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir „Guð blessi ykkur öll og kyssið minn hvíta, sæta rass“ Sjálfstæðisbarátta Britney Spears hefur vakið mikla athygli undanfarin misseri en þann 30. september öðlaðist poppsöngkonan loks fresli frá föður sínum sem hafði verið forráða-og fjárhaldsmaður hennar síðustu 13 ár. 5. október 2021 15:14 Pabbi Britney ekki lengur við stýrið Jamie Spears, faðir poppstjörnunnar Britney Spears, er ekki lengur fjárhaldsmaður hennar eftir að dómari í Los Angeles kvað upp úrskurð sinn í nótt. 30. september 2021 06:55 Britney lokar Instagram-reikningi sínum Bandaríska söngkonan Britney Spears hefur ákveðið að slökkva á Instagram-reikningi sínum. 15. september 2021 09:01 Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Sjá meira
Britney birti færslu á Instagram, sem nú hefur verið eytt, þar sem hún sagði móður sína, Lynne Spears, ábyrga fyrir sjálfræðismissi sínum. Það hafi verið hennar hugmynd að svipta Britney sjálfræðinu. „Það sem fólk veit ekki er að mamma mín gaf honum hugmyndina,“ skrifaði stjarnan og vísar til föður síns, Jamie Spears, sem hefur farið fyrir forræðismálum dóttur sinnar. „Ég mun aldrei fá þessi ár aftur... hún eyðilagði líf mitt í leyni.“ „Þú veist nákvæmlega hvað þú gerðir. Pabbi minn er ekki nógu klár til að detta í hug að taka af mér sjálfræðið en í kvöld mun ég brosa vitandi það að nýtt líf bíður mín.“ Svo virðist sem Britney hafi birt færsluna í ljósi þess að faðir hennar óskaði eftir því við dómstóla í Kaliforníu að forræðið yfir Britney yrði fellt niður strax. Deilur milli feðginanna hafa staðið yfir í nokkur ár vegna málsins en náðu hápunkti í sumar þegar Jamie tilkynnti að hann myndi segja sig frá forræðismálum dóttur sinnar. Yfirleitt þegar einhverjum er veitt forræði yfir fullorðinni manneskju er það vegna þess að hún er ófær um að fara með mál sín og taka ákvarðanir, eins og þeir sem glíma við geðsjúkdóma eða elliglöp. Sjaldheyrt er að fólk fari með forræði yfir öðrum fullorðnum í svo langan tíma. „Málið er að fyrir þrettán árum var nauðsynlegt að Britney missti sjálfræðið til að vernda hana, í öllum skilningi orðsins. Líf hennar var í rúst og hún var í líkamlegum, andlegum, tilfinningalegum og fjárhagslegum vandræðum,“ er haft eftir lögmönnum Jamie í dómsskjölum sem breska ríkisútvarpið hefur undir höndum. „Með forræðinu hefur Britney náð að snúa lífi sínu við. Markmiðinu hefur verið náð og nú er kominn tími til að Britney taki aftur ábyrgð á eigin lífi.“ Í færslunni nefndi Britney einnig fyrrverandi viðskiptaráðgjafa sinn Lou Taylor sem þátttakanda í ráðabruggi móður sinnar. Hvorki Taylor né Lynne hafa svarað fyrirspurnum fjölmiðla um málið.
Sjálfræðisbarátta Britney Spears Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir „Guð blessi ykkur öll og kyssið minn hvíta, sæta rass“ Sjálfstæðisbarátta Britney Spears hefur vakið mikla athygli undanfarin misseri en þann 30. september öðlaðist poppsöngkonan loks fresli frá föður sínum sem hafði verið forráða-og fjárhaldsmaður hennar síðustu 13 ár. 5. október 2021 15:14 Pabbi Britney ekki lengur við stýrið Jamie Spears, faðir poppstjörnunnar Britney Spears, er ekki lengur fjárhaldsmaður hennar eftir að dómari í Los Angeles kvað upp úrskurð sinn í nótt. 30. september 2021 06:55 Britney lokar Instagram-reikningi sínum Bandaríska söngkonan Britney Spears hefur ákveðið að slökkva á Instagram-reikningi sínum. 15. september 2021 09:01 Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Sjá meira
„Guð blessi ykkur öll og kyssið minn hvíta, sæta rass“ Sjálfstæðisbarátta Britney Spears hefur vakið mikla athygli undanfarin misseri en þann 30. september öðlaðist poppsöngkonan loks fresli frá föður sínum sem hafði verið forráða-og fjárhaldsmaður hennar síðustu 13 ár. 5. október 2021 15:14
Pabbi Britney ekki lengur við stýrið Jamie Spears, faðir poppstjörnunnar Britney Spears, er ekki lengur fjárhaldsmaður hennar eftir að dómari í Los Angeles kvað upp úrskurð sinn í nótt. 30. september 2021 06:55
Britney lokar Instagram-reikningi sínum Bandaríska söngkonan Britney Spears hefur ákveðið að slökkva á Instagram-reikningi sínum. 15. september 2021 09:01
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent