Britney kennir mömmu sinni um sjálfræðismissinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. nóvember 2021 16:13 Britney segir móður sína hafa skipulagt forræðistökuna fyrir þrettán árum síðan. Getty/Jim Smeal Ofurstjarnan Britney Spears segist kenna móður sinni um að faðir hennara hafi farið með forræði yfir henni síðustu þrettán ár. Söngkonan hefur lítið sem ekkert haft um fjármál sín eða einkamál að segja þennan rúma áratug. Britney birti færslu á Instagram, sem nú hefur verið eytt, þar sem hún sagði móður sína, Lynne Spears, ábyrga fyrir sjálfræðismissi sínum. Það hafi verið hennar hugmynd að svipta Britney sjálfræðinu. „Það sem fólk veit ekki er að mamma mín gaf honum hugmyndina,“ skrifaði stjarnan og vísar til föður síns, Jamie Spears, sem hefur farið fyrir forræðismálum dóttur sinnar. „Ég mun aldrei fá þessi ár aftur... hún eyðilagði líf mitt í leyni.“ „Þú veist nákvæmlega hvað þú gerðir. Pabbi minn er ekki nógu klár til að detta í hug að taka af mér sjálfræðið en í kvöld mun ég brosa vitandi það að nýtt líf bíður mín.“ Svo virðist sem Britney hafi birt færsluna í ljósi þess að faðir hennar óskaði eftir því við dómstóla í Kaliforníu að forræðið yfir Britney yrði fellt niður strax. Deilur milli feðginanna hafa staðið yfir í nokkur ár vegna málsins en náðu hápunkti í sumar þegar Jamie tilkynnti að hann myndi segja sig frá forræðismálum dóttur sinnar. Yfirleitt þegar einhverjum er veitt forræði yfir fullorðinni manneskju er það vegna þess að hún er ófær um að fara með mál sín og taka ákvarðanir, eins og þeir sem glíma við geðsjúkdóma eða elliglöp. Sjaldheyrt er að fólk fari með forræði yfir öðrum fullorðnum í svo langan tíma. „Málið er að fyrir þrettán árum var nauðsynlegt að Britney missti sjálfræðið til að vernda hana, í öllum skilningi orðsins. Líf hennar var í rúst og hún var í líkamlegum, andlegum, tilfinningalegum og fjárhagslegum vandræðum,“ er haft eftir lögmönnum Jamie í dómsskjölum sem breska ríkisútvarpið hefur undir höndum. „Með forræðinu hefur Britney náð að snúa lífi sínu við. Markmiðinu hefur verið náð og nú er kominn tími til að Britney taki aftur ábyrgð á eigin lífi.“ Í færslunni nefndi Britney einnig fyrrverandi viðskiptaráðgjafa sinn Lou Taylor sem þátttakanda í ráðabruggi móður sinnar. Hvorki Taylor né Lynne hafa svarað fyrirspurnum fjölmiðla um málið. Sjálfræðisbarátta Britney Spears Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir „Guð blessi ykkur öll og kyssið minn hvíta, sæta rass“ Sjálfstæðisbarátta Britney Spears hefur vakið mikla athygli undanfarin misseri en þann 30. september öðlaðist poppsöngkonan loks fresli frá föður sínum sem hafði verið forráða-og fjárhaldsmaður hennar síðustu 13 ár. 5. október 2021 15:14 Pabbi Britney ekki lengur við stýrið Jamie Spears, faðir poppstjörnunnar Britney Spears, er ekki lengur fjárhaldsmaður hennar eftir að dómari í Los Angeles kvað upp úrskurð sinn í nótt. 30. september 2021 06:55 Britney lokar Instagram-reikningi sínum Bandaríska söngkonan Britney Spears hefur ákveðið að slökkva á Instagram-reikningi sínum. 15. september 2021 09:01 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Britney birti færslu á Instagram, sem nú hefur verið eytt, þar sem hún sagði móður sína, Lynne Spears, ábyrga fyrir sjálfræðismissi sínum. Það hafi verið hennar hugmynd að svipta Britney sjálfræðinu. „Það sem fólk veit ekki er að mamma mín gaf honum hugmyndina,“ skrifaði stjarnan og vísar til föður síns, Jamie Spears, sem hefur farið fyrir forræðismálum dóttur sinnar. „Ég mun aldrei fá þessi ár aftur... hún eyðilagði líf mitt í leyni.“ „Þú veist nákvæmlega hvað þú gerðir. Pabbi minn er ekki nógu klár til að detta í hug að taka af mér sjálfræðið en í kvöld mun ég brosa vitandi það að nýtt líf bíður mín.“ Svo virðist sem Britney hafi birt færsluna í ljósi þess að faðir hennar óskaði eftir því við dómstóla í Kaliforníu að forræðið yfir Britney yrði fellt niður strax. Deilur milli feðginanna hafa staðið yfir í nokkur ár vegna málsins en náðu hápunkti í sumar þegar Jamie tilkynnti að hann myndi segja sig frá forræðismálum dóttur sinnar. Yfirleitt þegar einhverjum er veitt forræði yfir fullorðinni manneskju er það vegna þess að hún er ófær um að fara með mál sín og taka ákvarðanir, eins og þeir sem glíma við geðsjúkdóma eða elliglöp. Sjaldheyrt er að fólk fari með forræði yfir öðrum fullorðnum í svo langan tíma. „Málið er að fyrir þrettán árum var nauðsynlegt að Britney missti sjálfræðið til að vernda hana, í öllum skilningi orðsins. Líf hennar var í rúst og hún var í líkamlegum, andlegum, tilfinningalegum og fjárhagslegum vandræðum,“ er haft eftir lögmönnum Jamie í dómsskjölum sem breska ríkisútvarpið hefur undir höndum. „Með forræðinu hefur Britney náð að snúa lífi sínu við. Markmiðinu hefur verið náð og nú er kominn tími til að Britney taki aftur ábyrgð á eigin lífi.“ Í færslunni nefndi Britney einnig fyrrverandi viðskiptaráðgjafa sinn Lou Taylor sem þátttakanda í ráðabruggi móður sinnar. Hvorki Taylor né Lynne hafa svarað fyrirspurnum fjölmiðla um málið.
Sjálfræðisbarátta Britney Spears Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir „Guð blessi ykkur öll og kyssið minn hvíta, sæta rass“ Sjálfstæðisbarátta Britney Spears hefur vakið mikla athygli undanfarin misseri en þann 30. september öðlaðist poppsöngkonan loks fresli frá föður sínum sem hafði verið forráða-og fjárhaldsmaður hennar síðustu 13 ár. 5. október 2021 15:14 Pabbi Britney ekki lengur við stýrið Jamie Spears, faðir poppstjörnunnar Britney Spears, er ekki lengur fjárhaldsmaður hennar eftir að dómari í Los Angeles kvað upp úrskurð sinn í nótt. 30. september 2021 06:55 Britney lokar Instagram-reikningi sínum Bandaríska söngkonan Britney Spears hefur ákveðið að slökkva á Instagram-reikningi sínum. 15. september 2021 09:01 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
„Guð blessi ykkur öll og kyssið minn hvíta, sæta rass“ Sjálfstæðisbarátta Britney Spears hefur vakið mikla athygli undanfarin misseri en þann 30. september öðlaðist poppsöngkonan loks fresli frá föður sínum sem hafði verið forráða-og fjárhaldsmaður hennar síðustu 13 ár. 5. október 2021 15:14
Pabbi Britney ekki lengur við stýrið Jamie Spears, faðir poppstjörnunnar Britney Spears, er ekki lengur fjárhaldsmaður hennar eftir að dómari í Los Angeles kvað upp úrskurð sinn í nótt. 30. september 2021 06:55
Britney lokar Instagram-reikningi sínum Bandaríska söngkonan Britney Spears hefur ákveðið að slökkva á Instagram-reikningi sínum. 15. september 2021 09:01