Britney kennir mömmu sinni um sjálfræðismissinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. nóvember 2021 16:13 Britney segir móður sína hafa skipulagt forræðistökuna fyrir þrettán árum síðan. Getty/Jim Smeal Ofurstjarnan Britney Spears segist kenna móður sinni um að faðir hennara hafi farið með forræði yfir henni síðustu þrettán ár. Söngkonan hefur lítið sem ekkert haft um fjármál sín eða einkamál að segja þennan rúma áratug. Britney birti færslu á Instagram, sem nú hefur verið eytt, þar sem hún sagði móður sína, Lynne Spears, ábyrga fyrir sjálfræðismissi sínum. Það hafi verið hennar hugmynd að svipta Britney sjálfræðinu. „Það sem fólk veit ekki er að mamma mín gaf honum hugmyndina,“ skrifaði stjarnan og vísar til föður síns, Jamie Spears, sem hefur farið fyrir forræðismálum dóttur sinnar. „Ég mun aldrei fá þessi ár aftur... hún eyðilagði líf mitt í leyni.“ „Þú veist nákvæmlega hvað þú gerðir. Pabbi minn er ekki nógu klár til að detta í hug að taka af mér sjálfræðið en í kvöld mun ég brosa vitandi það að nýtt líf bíður mín.“ Svo virðist sem Britney hafi birt færsluna í ljósi þess að faðir hennar óskaði eftir því við dómstóla í Kaliforníu að forræðið yfir Britney yrði fellt niður strax. Deilur milli feðginanna hafa staðið yfir í nokkur ár vegna málsins en náðu hápunkti í sumar þegar Jamie tilkynnti að hann myndi segja sig frá forræðismálum dóttur sinnar. Yfirleitt þegar einhverjum er veitt forræði yfir fullorðinni manneskju er það vegna þess að hún er ófær um að fara með mál sín og taka ákvarðanir, eins og þeir sem glíma við geðsjúkdóma eða elliglöp. Sjaldheyrt er að fólk fari með forræði yfir öðrum fullorðnum í svo langan tíma. „Málið er að fyrir þrettán árum var nauðsynlegt að Britney missti sjálfræðið til að vernda hana, í öllum skilningi orðsins. Líf hennar var í rúst og hún var í líkamlegum, andlegum, tilfinningalegum og fjárhagslegum vandræðum,“ er haft eftir lögmönnum Jamie í dómsskjölum sem breska ríkisútvarpið hefur undir höndum. „Með forræðinu hefur Britney náð að snúa lífi sínu við. Markmiðinu hefur verið náð og nú er kominn tími til að Britney taki aftur ábyrgð á eigin lífi.“ Í færslunni nefndi Britney einnig fyrrverandi viðskiptaráðgjafa sinn Lou Taylor sem þátttakanda í ráðabruggi móður sinnar. Hvorki Taylor né Lynne hafa svarað fyrirspurnum fjölmiðla um málið. Sjálfræðisbarátta Britney Spears Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir „Guð blessi ykkur öll og kyssið minn hvíta, sæta rass“ Sjálfstæðisbarátta Britney Spears hefur vakið mikla athygli undanfarin misseri en þann 30. september öðlaðist poppsöngkonan loks fresli frá föður sínum sem hafði verið forráða-og fjárhaldsmaður hennar síðustu 13 ár. 5. október 2021 15:14 Pabbi Britney ekki lengur við stýrið Jamie Spears, faðir poppstjörnunnar Britney Spears, er ekki lengur fjárhaldsmaður hennar eftir að dómari í Los Angeles kvað upp úrskurð sinn í nótt. 30. september 2021 06:55 Britney lokar Instagram-reikningi sínum Bandaríska söngkonan Britney Spears hefur ákveðið að slökkva á Instagram-reikningi sínum. 15. september 2021 09:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Britney birti færslu á Instagram, sem nú hefur verið eytt, þar sem hún sagði móður sína, Lynne Spears, ábyrga fyrir sjálfræðismissi sínum. Það hafi verið hennar hugmynd að svipta Britney sjálfræðinu. „Það sem fólk veit ekki er að mamma mín gaf honum hugmyndina,“ skrifaði stjarnan og vísar til föður síns, Jamie Spears, sem hefur farið fyrir forræðismálum dóttur sinnar. „Ég mun aldrei fá þessi ár aftur... hún eyðilagði líf mitt í leyni.“ „Þú veist nákvæmlega hvað þú gerðir. Pabbi minn er ekki nógu klár til að detta í hug að taka af mér sjálfræðið en í kvöld mun ég brosa vitandi það að nýtt líf bíður mín.“ Svo virðist sem Britney hafi birt færsluna í ljósi þess að faðir hennar óskaði eftir því við dómstóla í Kaliforníu að forræðið yfir Britney yrði fellt niður strax. Deilur milli feðginanna hafa staðið yfir í nokkur ár vegna málsins en náðu hápunkti í sumar þegar Jamie tilkynnti að hann myndi segja sig frá forræðismálum dóttur sinnar. Yfirleitt þegar einhverjum er veitt forræði yfir fullorðinni manneskju er það vegna þess að hún er ófær um að fara með mál sín og taka ákvarðanir, eins og þeir sem glíma við geðsjúkdóma eða elliglöp. Sjaldheyrt er að fólk fari með forræði yfir öðrum fullorðnum í svo langan tíma. „Málið er að fyrir þrettán árum var nauðsynlegt að Britney missti sjálfræðið til að vernda hana, í öllum skilningi orðsins. Líf hennar var í rúst og hún var í líkamlegum, andlegum, tilfinningalegum og fjárhagslegum vandræðum,“ er haft eftir lögmönnum Jamie í dómsskjölum sem breska ríkisútvarpið hefur undir höndum. „Með forræðinu hefur Britney náð að snúa lífi sínu við. Markmiðinu hefur verið náð og nú er kominn tími til að Britney taki aftur ábyrgð á eigin lífi.“ Í færslunni nefndi Britney einnig fyrrverandi viðskiptaráðgjafa sinn Lou Taylor sem þátttakanda í ráðabruggi móður sinnar. Hvorki Taylor né Lynne hafa svarað fyrirspurnum fjölmiðla um málið.
Sjálfræðisbarátta Britney Spears Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir „Guð blessi ykkur öll og kyssið minn hvíta, sæta rass“ Sjálfstæðisbarátta Britney Spears hefur vakið mikla athygli undanfarin misseri en þann 30. september öðlaðist poppsöngkonan loks fresli frá föður sínum sem hafði verið forráða-og fjárhaldsmaður hennar síðustu 13 ár. 5. október 2021 15:14 Pabbi Britney ekki lengur við stýrið Jamie Spears, faðir poppstjörnunnar Britney Spears, er ekki lengur fjárhaldsmaður hennar eftir að dómari í Los Angeles kvað upp úrskurð sinn í nótt. 30. september 2021 06:55 Britney lokar Instagram-reikningi sínum Bandaríska söngkonan Britney Spears hefur ákveðið að slökkva á Instagram-reikningi sínum. 15. september 2021 09:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
„Guð blessi ykkur öll og kyssið minn hvíta, sæta rass“ Sjálfstæðisbarátta Britney Spears hefur vakið mikla athygli undanfarin misseri en þann 30. september öðlaðist poppsöngkonan loks fresli frá föður sínum sem hafði verið forráða-og fjárhaldsmaður hennar síðustu 13 ár. 5. október 2021 15:14
Pabbi Britney ekki lengur við stýrið Jamie Spears, faðir poppstjörnunnar Britney Spears, er ekki lengur fjárhaldsmaður hennar eftir að dómari í Los Angeles kvað upp úrskurð sinn í nótt. 30. september 2021 06:55
Britney lokar Instagram-reikningi sínum Bandaríska söngkonan Britney Spears hefur ákveðið að slökkva á Instagram-reikningi sínum. 15. september 2021 09:01