Bryndís Arna á leið til Íslandsmeistara Vals Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. nóvember 2021 17:16 Bryndís Arna í leik með Fylki síðasta sumar. Vísir/Bára Dröfn Framherjinn Bryndís Arna Níelsdóttir mun að öllum líkindum spila fyrir Íslandsmeistara Vals næsta sumar. Þetta herma öruggar heimildir Vísis. Eftir að Fylkir féll úr Pepsi Max deild kvenna í sumar var í raun strax ljóst að Bryndís Arna myndi ekki leika með liðinu í næstefstu deild. Þrátt fyrir að vera fædd árið 2003 hefur Bryndís Arna verið í lykilhlutverki hjá Fylki undanfarin tvö tímabil. Hún varð fyrir því óláni að viðbeinsbrotna undir lok síðasta tímabils er Fylkiskonur voru í harðri baráttu um að halda sæti sínu í deildinni undir lok sumars. Bryndís Arna náði ekki sömu hæðum í sumar og hún gerði á síðasta ári en þrátt fyrir það skoraði hún samt sex mörk í 13 leikjum og ljóst að Fylkir hefði staðið betur að vígi hefði hún getað spilað alla leiki liðsins. Síðustu tvö tímabil hefur Bryndís Arna alls skorað 18 mörk í 31 leik í deild og bikar. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis mun Bryndís Arna ekki spila með Fylki á næstu leiktíð þó hún sé samningsbundin félaginu til haustsins 2022. Hún ku hafa legið undir feld undanfarið þar sem hún þurfti að ákveða hvort hún myndi skrifa undir hjá Íslandsmeisturum Vals eða bikarmeisturum Breiðabliks. Bæði lið voru eðlilega spennt fyrir leikmanninum enda var henni líkt við hollensku markamaskínuna Ruud van Nistelrooy í Pepsi Max Mörkunum á síðasta ári. Nú hefur Hrafnkell Freyr Ágústsson - einn af sparkspekingum hlaðvarpsins Dr. Football - gefið út að Bryndís Arna og Þórdís Elva Ágústsdóttir séu báðar á leiðinni til Íslandsmeistara Vals. Bryndís Arna Níelsdóttir og Þórdís Elva Ágústsdóttir eru að ganga til liðs við Val.— Hrafnkell Freyr Ágústsson (@hrafnkellfreyr) November 3, 2021 Íslandsmeistarar Vals hafa verið rólegar á leikmannamarkaðnum eftir að tímabilinu lauk. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir skipti endanlega yfir í Þrótt Reykjavík og Eiður Ben Eiríksson, annar af þjálfurum liðsins, tók við Þrótti Vogum sem leikur í Lengjudeild karla á næstu leiktíð. Breiðablik hefur verið öllu duglegra að sækja leikmenn en Karen María Sigurgeirsdóttir kom frá Þór/KA, belgíska landsliðskonan Alexandra Soree gekk einnig í raðir liðsins og þá kom Natasha Moraa Anasi frá Keflavík. Liðinu vantar þó enn afgerandi markaskorara en það virðist ekki vera sem Bryndís Arna muni fylla það skarð ef marka má nýjustu fréttir. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Fylkir Valur Breiðablik Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira
Eftir að Fylkir féll úr Pepsi Max deild kvenna í sumar var í raun strax ljóst að Bryndís Arna myndi ekki leika með liðinu í næstefstu deild. Þrátt fyrir að vera fædd árið 2003 hefur Bryndís Arna verið í lykilhlutverki hjá Fylki undanfarin tvö tímabil. Hún varð fyrir því óláni að viðbeinsbrotna undir lok síðasta tímabils er Fylkiskonur voru í harðri baráttu um að halda sæti sínu í deildinni undir lok sumars. Bryndís Arna náði ekki sömu hæðum í sumar og hún gerði á síðasta ári en þrátt fyrir það skoraði hún samt sex mörk í 13 leikjum og ljóst að Fylkir hefði staðið betur að vígi hefði hún getað spilað alla leiki liðsins. Síðustu tvö tímabil hefur Bryndís Arna alls skorað 18 mörk í 31 leik í deild og bikar. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis mun Bryndís Arna ekki spila með Fylki á næstu leiktíð þó hún sé samningsbundin félaginu til haustsins 2022. Hún ku hafa legið undir feld undanfarið þar sem hún þurfti að ákveða hvort hún myndi skrifa undir hjá Íslandsmeisturum Vals eða bikarmeisturum Breiðabliks. Bæði lið voru eðlilega spennt fyrir leikmanninum enda var henni líkt við hollensku markamaskínuna Ruud van Nistelrooy í Pepsi Max Mörkunum á síðasta ári. Nú hefur Hrafnkell Freyr Ágústsson - einn af sparkspekingum hlaðvarpsins Dr. Football - gefið út að Bryndís Arna og Þórdís Elva Ágústsdóttir séu báðar á leiðinni til Íslandsmeistara Vals. Bryndís Arna Níelsdóttir og Þórdís Elva Ágústsdóttir eru að ganga til liðs við Val.— Hrafnkell Freyr Ágústsson (@hrafnkellfreyr) November 3, 2021 Íslandsmeistarar Vals hafa verið rólegar á leikmannamarkaðnum eftir að tímabilinu lauk. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir skipti endanlega yfir í Þrótt Reykjavík og Eiður Ben Eiríksson, annar af þjálfurum liðsins, tók við Þrótti Vogum sem leikur í Lengjudeild karla á næstu leiktíð. Breiðablik hefur verið öllu duglegra að sækja leikmenn en Karen María Sigurgeirsdóttir kom frá Þór/KA, belgíska landsliðskonan Alexandra Soree gekk einnig í raðir liðsins og þá kom Natasha Moraa Anasi frá Keflavík. Liðinu vantar þó enn afgerandi markaskorara en það virðist ekki vera sem Bryndís Arna muni fylla það skarð ef marka má nýjustu fréttir.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Fylkir Valur Breiðablik Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira