Icelandair hefur fraktflug milli Ítalíu og Bandaríkjanna Árni Sæberg skrifar 1. nóvember 2021 17:49 Gunnar Már Sigurfinnsson er framkvæmdastjóri Icelandair Cargo. Icelandair Icelandair Cargo hefur í dag fraktflutningar milli Mílanó á Ítalíu og New York í Bandaríkjunum. Fram að áramótum hið minnsta verður flogið þrisvar í viku. í fréttatilkynningu Icelandair Cargo segir að samhliða vöruflutningum milli Ítalíu og Bandaríkjanna verði flogið með sjávarafurðir frá Íslandi sem og aðrar vörur sem fluttar eru hingað til lands, en komið verði við á Íslandi á leið yfir Atlantshafið. Þá segir að upphaf flugsnins megi rekja til samnings milli Icelandair Cargo og þýska flutningamiðlunarfyrirtækisins DB Schenker. Sem kunnugt sé hafi Icelandair Cargo flutt lækningavörur frá Kína til Evrópu og Bandaríkjanna á vegum DB Schenker vorið 2020 með góðum árangri. Öðrum áætlunarleiðum Icelandair Cargo verði ekki breytt vegna nýju leiðarinnar. Áfram verði flogið til Boston í Bandaríkjunum og Liege í Belgíu, en flug þangað hafi aukist töluvert eftir að Icelandair Cargo gerði samning við FedEx og TNT um flutninga á öllum þeirra vörum til og frá Íslandi í lok árs 2019. Þá hafi flutningur á frakt í farþegakerfi Icelandair aukist samhliða uppbyggingu félagsins á farþegaleiðakerfinu eftir að Covid faraldurinn skall á. „Þessi samningur kemur í kjölfar þeirra verkefna sem við höfum sinnt í samstarfi við DB Schenker á liðnu ári. Flugið til Ítalíu mun einnig auka þá möguleika sem bæði innflytjendur og útflytjendur hafa á vöruflutningum til og frá Suður Evrópu. Við höfum lagt kapp á að grípa þau tækifæri sem eru til staðar í síbreytilegum og vaxandi heimi fraktflutninga og náð að skapa Icelandair Cargo gott orðspor á alþjóðavísu. Við sjáum tækifæri til sóknar á Norður-Atlantshafinu með því að flytja meira af frakt milli Evrópu og Ameríku og má segja að þetta verkefni sé afleiðing af því. Fraktflutningar jukust um 23% fyrstu níu mánuði ársins í ár miðað við sama tíma í fyrra, en mesta aukningin er einmitt á N-Atlantshafinu og við erum bjartsýn á áframhaldandi vöxt,“ segir Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo, í tilkynningu. Fréttir af flugi Icelandair Ítalía Bandaríkin Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Sjá meira
í fréttatilkynningu Icelandair Cargo segir að samhliða vöruflutningum milli Ítalíu og Bandaríkjanna verði flogið með sjávarafurðir frá Íslandi sem og aðrar vörur sem fluttar eru hingað til lands, en komið verði við á Íslandi á leið yfir Atlantshafið. Þá segir að upphaf flugsnins megi rekja til samnings milli Icelandair Cargo og þýska flutningamiðlunarfyrirtækisins DB Schenker. Sem kunnugt sé hafi Icelandair Cargo flutt lækningavörur frá Kína til Evrópu og Bandaríkjanna á vegum DB Schenker vorið 2020 með góðum árangri. Öðrum áætlunarleiðum Icelandair Cargo verði ekki breytt vegna nýju leiðarinnar. Áfram verði flogið til Boston í Bandaríkjunum og Liege í Belgíu, en flug þangað hafi aukist töluvert eftir að Icelandair Cargo gerði samning við FedEx og TNT um flutninga á öllum þeirra vörum til og frá Íslandi í lok árs 2019. Þá hafi flutningur á frakt í farþegakerfi Icelandair aukist samhliða uppbyggingu félagsins á farþegaleiðakerfinu eftir að Covid faraldurinn skall á. „Þessi samningur kemur í kjölfar þeirra verkefna sem við höfum sinnt í samstarfi við DB Schenker á liðnu ári. Flugið til Ítalíu mun einnig auka þá möguleika sem bæði innflytjendur og útflytjendur hafa á vöruflutningum til og frá Suður Evrópu. Við höfum lagt kapp á að grípa þau tækifæri sem eru til staðar í síbreytilegum og vaxandi heimi fraktflutninga og náð að skapa Icelandair Cargo gott orðspor á alþjóðavísu. Við sjáum tækifæri til sóknar á Norður-Atlantshafinu með því að flytja meira af frakt milli Evrópu og Ameríku og má segja að þetta verkefni sé afleiðing af því. Fraktflutningar jukust um 23% fyrstu níu mánuði ársins í ár miðað við sama tíma í fyrra, en mesta aukningin er einmitt á N-Atlantshafinu og við erum bjartsýn á áframhaldandi vöxt,“ segir Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo, í tilkynningu.
Fréttir af flugi Icelandair Ítalía Bandaríkin Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Sjá meira