Tveggja mánaða fangelsi fyrir strok úr fangelsi fyrir 29 árum Árni Sæberg skrifar 30. október 2021 21:07 Hinn 64 ára Desic hafði sofið á ströndinni í nokkrar vikur þar til að hann ákvað að líf á bak við lás og slá væri betri tilhugsun en að vera heimilislaus. Lögregla í NSW/Getty Karlmaður sem gaf sig fram við lögreglu eftir nærri þriggja áratuga flótta undan réttvísinni var á dögunum dæmdur til að sæta fangelsisvist í tvo mánuði auk þess tíma sem hann átti eftir að afplána þegar hann strauk. Darko Desic tókst að flýja úr Grafton-fangelsinu í Nýju Suður-Wales í byrjun ágúst 1992 þar sem hann beitti járnsagarblaði og klippum. Hann gaf sig fram við lögreglu í september síðastliðnum eftir að hann missti starf sitt og heimili vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á efnahag Ástralíu. Desic hafði afplánað þrettán mánuði af tæplega þriggja og hálfs árs dómi sem hann hlaut fyrir kannabisræktun þegar hann flúði. Eftir víðtæka lögreglu tókst ekki að hafa hendur í hári Desics. Hann játaði brot sitt skýlaust og var færður í fangelsi til þess að afplána þá fjórtán mánuði sem átti eftir af refsingu sinni. Á fimmtudag sagðist Jennifer Atkinson, dómari í máli Desics, ekki eiga annarra kosta völ en að bæta við refsidóm Desics fyrir uppátækið. Hún ákvað þó að bæta aðeins við tveimur mánuðum þrátt fyrir að áströlsk lög geri ráð fyrir allt að tíu ára fangelsisrefsingu fyrir strok úr fangelsi. Að sögn AP fréttaveitunnar féllst Atkinson á skýringu Desics þess efnis að hann hefði strokið vegna raunverulegs ótta um að hann yrði sendur aftur til heimalands síns, Júgóslavíu heitinnar. Hann hafi óttast að þurfa að berjast í styrjöldinni sem leiddi til þess að Júgóslavía leið undir lok. Paul McGirr, verjandi Desics, sagði við blaðamenn eftir dómsuppkvaðningu að Desic hefði borist bréf frá landamæraeftirliti Ástralíu þess efnis að honum yrði vísað úr landi. „Hafið í huga að hann hefur ekkert heimaland til að snúa aftur til. Vonandi mun einhver með almenna skynsemi athuga málið,“ sagði McGirr. Ástralía Erlend sakamál Tengdar fréttir Gaf sig fram eftir 29 ár á flótta Maður sem flúði úr áströlsku fangelsi fyrir nærri þrjátíu árum hefur gefið sig fram við lögreglu eftir að hann missti heimili sitt í kjölfar faraldurs kórónuveirunnar. 15. september 2021 08:43 Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Darko Desic tókst að flýja úr Grafton-fangelsinu í Nýju Suður-Wales í byrjun ágúst 1992 þar sem hann beitti járnsagarblaði og klippum. Hann gaf sig fram við lögreglu í september síðastliðnum eftir að hann missti starf sitt og heimili vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á efnahag Ástralíu. Desic hafði afplánað þrettán mánuði af tæplega þriggja og hálfs árs dómi sem hann hlaut fyrir kannabisræktun þegar hann flúði. Eftir víðtæka lögreglu tókst ekki að hafa hendur í hári Desics. Hann játaði brot sitt skýlaust og var færður í fangelsi til þess að afplána þá fjórtán mánuði sem átti eftir af refsingu sinni. Á fimmtudag sagðist Jennifer Atkinson, dómari í máli Desics, ekki eiga annarra kosta völ en að bæta við refsidóm Desics fyrir uppátækið. Hún ákvað þó að bæta aðeins við tveimur mánuðum þrátt fyrir að áströlsk lög geri ráð fyrir allt að tíu ára fangelsisrefsingu fyrir strok úr fangelsi. Að sögn AP fréttaveitunnar féllst Atkinson á skýringu Desics þess efnis að hann hefði strokið vegna raunverulegs ótta um að hann yrði sendur aftur til heimalands síns, Júgóslavíu heitinnar. Hann hafi óttast að þurfa að berjast í styrjöldinni sem leiddi til þess að Júgóslavía leið undir lok. Paul McGirr, verjandi Desics, sagði við blaðamenn eftir dómsuppkvaðningu að Desic hefði borist bréf frá landamæraeftirliti Ástralíu þess efnis að honum yrði vísað úr landi. „Hafið í huga að hann hefur ekkert heimaland til að snúa aftur til. Vonandi mun einhver með almenna skynsemi athuga málið,“ sagði McGirr.
Ástralía Erlend sakamál Tengdar fréttir Gaf sig fram eftir 29 ár á flótta Maður sem flúði úr áströlsku fangelsi fyrir nærri þrjátíu árum hefur gefið sig fram við lögreglu eftir að hann missti heimili sitt í kjölfar faraldurs kórónuveirunnar. 15. september 2021 08:43 Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Gaf sig fram eftir 29 ár á flótta Maður sem flúði úr áströlsku fangelsi fyrir nærri þrjátíu árum hefur gefið sig fram við lögreglu eftir að hann missti heimili sitt í kjölfar faraldurs kórónuveirunnar. 15. september 2021 08:43