Tveggja mánaða fangelsi fyrir strok úr fangelsi fyrir 29 árum Árni Sæberg skrifar 30. október 2021 21:07 Hinn 64 ára Desic hafði sofið á ströndinni í nokkrar vikur þar til að hann ákvað að líf á bak við lás og slá væri betri tilhugsun en að vera heimilislaus. Lögregla í NSW/Getty Karlmaður sem gaf sig fram við lögreglu eftir nærri þriggja áratuga flótta undan réttvísinni var á dögunum dæmdur til að sæta fangelsisvist í tvo mánuði auk þess tíma sem hann átti eftir að afplána þegar hann strauk. Darko Desic tókst að flýja úr Grafton-fangelsinu í Nýju Suður-Wales í byrjun ágúst 1992 þar sem hann beitti járnsagarblaði og klippum. Hann gaf sig fram við lögreglu í september síðastliðnum eftir að hann missti starf sitt og heimili vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á efnahag Ástralíu. Desic hafði afplánað þrettán mánuði af tæplega þriggja og hálfs árs dómi sem hann hlaut fyrir kannabisræktun þegar hann flúði. Eftir víðtæka lögreglu tókst ekki að hafa hendur í hári Desics. Hann játaði brot sitt skýlaust og var færður í fangelsi til þess að afplána þá fjórtán mánuði sem átti eftir af refsingu sinni. Á fimmtudag sagðist Jennifer Atkinson, dómari í máli Desics, ekki eiga annarra kosta völ en að bæta við refsidóm Desics fyrir uppátækið. Hún ákvað þó að bæta aðeins við tveimur mánuðum þrátt fyrir að áströlsk lög geri ráð fyrir allt að tíu ára fangelsisrefsingu fyrir strok úr fangelsi. Að sögn AP fréttaveitunnar féllst Atkinson á skýringu Desics þess efnis að hann hefði strokið vegna raunverulegs ótta um að hann yrði sendur aftur til heimalands síns, Júgóslavíu heitinnar. Hann hafi óttast að þurfa að berjast í styrjöldinni sem leiddi til þess að Júgóslavía leið undir lok. Paul McGirr, verjandi Desics, sagði við blaðamenn eftir dómsuppkvaðningu að Desic hefði borist bréf frá landamæraeftirliti Ástralíu þess efnis að honum yrði vísað úr landi. „Hafið í huga að hann hefur ekkert heimaland til að snúa aftur til. Vonandi mun einhver með almenna skynsemi athuga málið,“ sagði McGirr. Ástralía Erlend sakamál Tengdar fréttir Gaf sig fram eftir 29 ár á flótta Maður sem flúði úr áströlsku fangelsi fyrir nærri þrjátíu árum hefur gefið sig fram við lögreglu eftir að hann missti heimili sitt í kjölfar faraldurs kórónuveirunnar. 15. september 2021 08:43 Mest lesið Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Íslendingur í öndunarvél í Liverpool eftir hópárás Innlent Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Innlent Fleiri fréttir Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Sjá meira
Darko Desic tókst að flýja úr Grafton-fangelsinu í Nýju Suður-Wales í byrjun ágúst 1992 þar sem hann beitti járnsagarblaði og klippum. Hann gaf sig fram við lögreglu í september síðastliðnum eftir að hann missti starf sitt og heimili vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á efnahag Ástralíu. Desic hafði afplánað þrettán mánuði af tæplega þriggja og hálfs árs dómi sem hann hlaut fyrir kannabisræktun þegar hann flúði. Eftir víðtæka lögreglu tókst ekki að hafa hendur í hári Desics. Hann játaði brot sitt skýlaust og var færður í fangelsi til þess að afplána þá fjórtán mánuði sem átti eftir af refsingu sinni. Á fimmtudag sagðist Jennifer Atkinson, dómari í máli Desics, ekki eiga annarra kosta völ en að bæta við refsidóm Desics fyrir uppátækið. Hún ákvað þó að bæta aðeins við tveimur mánuðum þrátt fyrir að áströlsk lög geri ráð fyrir allt að tíu ára fangelsisrefsingu fyrir strok úr fangelsi. Að sögn AP fréttaveitunnar féllst Atkinson á skýringu Desics þess efnis að hann hefði strokið vegna raunverulegs ótta um að hann yrði sendur aftur til heimalands síns, Júgóslavíu heitinnar. Hann hafi óttast að þurfa að berjast í styrjöldinni sem leiddi til þess að Júgóslavía leið undir lok. Paul McGirr, verjandi Desics, sagði við blaðamenn eftir dómsuppkvaðningu að Desic hefði borist bréf frá landamæraeftirliti Ástralíu þess efnis að honum yrði vísað úr landi. „Hafið í huga að hann hefur ekkert heimaland til að snúa aftur til. Vonandi mun einhver með almenna skynsemi athuga málið,“ sagði McGirr.
Ástralía Erlend sakamál Tengdar fréttir Gaf sig fram eftir 29 ár á flótta Maður sem flúði úr áströlsku fangelsi fyrir nærri þrjátíu árum hefur gefið sig fram við lögreglu eftir að hann missti heimili sitt í kjölfar faraldurs kórónuveirunnar. 15. september 2021 08:43 Mest lesið Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Íslendingur í öndunarvél í Liverpool eftir hópárás Innlent Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Innlent Fleiri fréttir Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Sjá meira
Gaf sig fram eftir 29 ár á flótta Maður sem flúði úr áströlsku fangelsi fyrir nærri þrjátíu árum hefur gefið sig fram við lögreglu eftir að hann missti heimili sitt í kjölfar faraldurs kórónuveirunnar. 15. september 2021 08:43