Stöð 2 Sport
Klukkan 13.50 hefst útsending fyrir leik Vals og Hauka í Olís-deild kvenna í handbolta.
Stöð 2 Sport 2
Klukkan 11.20 hefst leikur Valencia og Real Betis í ABC-deildinni í körfubolta á Spáni. Landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson leikur með Valencia.
Klukkan 17.00 hefst útsending frá leik Cleveland Browns og Pittsburgh Steelers í NFL-deildinni. Að honum loknum, klukkan 20.20, er komið að leik New Orleans Saints og meistara Tampa Bay Buccaneers.
Stöð 2 Sport 3
Klukkan 17.20 er leikur Baskonia og Real Madríd í ACB-deildinni í körfubolta á dagskrá. Klukkan 19.30 er leikur Dallas Mavericks og Sacramento Kings í NBA-deildinni í körfubolta á dagskrá.
Stöð 2 E-Sport
Klukkan 09.00 hefst PGL Major Stockholm 2021 en þar er keppt í Counter-Strike Global Offensive.
Klukkan 12.00 heldur Worlds 2021 áfram. Um er að ræða beina útsendingu frá Laugardalshöll þar sem eitt stærsta rafíþróttamót heims fer fram. Bestu lið heims í League of Legends etja kappi um heimsmeistaratitilinn. Viðburðurinn er í umsjá Riot Games.
Klukkan 15.15 heldur PGL Major Stockholm áfram.
Klukkan 19.00 er Turf-deildin í Rocket League á dagskrá.
Stöð 2 Golf
Klukkan 17.00 hefst útsending frá Bermuda Championship. Mótið er hluti af PGA-mótaröðinni.