„Það hefur oft verið talað um að Kristinn Pálsson hafi verið mikilvægur, en í gær var þessi maður hér möguelga mikilvægari,“ segir Kjartan Atli í upphafi innslagsins.
„Kristófer Breki. Hans besti leikur á tímabilinu og þarna erum við með leikmann sem að ef ég væri með íslensku þýðinguna á „3 and D“ sem er svo ótrúlega gott hugtak, hann vill taka þriggja stiga skot og spilar vörn, þá væri mynd af honum við hliðina á því hugtaki. Hann er skilgreiningin á „3 and D“ leikmanni.“
Darri Freyr Atlason tók í sama streng og bætti við að Kristófer Breki geti náð langt ef hann bara ræktar þá hæfileika sem hann hefur.
„Það er bara nauðsynlegt í nútíma körfubolta að vera með allavega einn leikmann sem þú setur bara út í horn og hann grípur og skýtur og spilar svo vörn af fullum krafti hinumegin.“
„Hann á bara að vera læstur inni í sal að skjóta þristum. Hann á að fara sérfræðingaleiðina því hann er kannski ekki með tilefni til að vera búa til mikið af dripplinu en hann getur náð langt bara með því að rækta þessa hæfileika sérstaklega.“
Umræðuna um Kristófer Breka má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.