Farsóttanefnd hefur áhyggjur af fjölda smitaðra Árni Sæberg skrifar 29. október 2021 18:04 Farsóttanefnd Landspítalans hefur áhyggjur af stöðu mála. Vísir/Vilhelm Farsóttanefnd Landspítala hefur áhyggjur af fjölda smita í samfélaginu og þeim fjölda innlagna sem óhjákvæmilega leiðir af því. Því hafa breyttar reglur tekið á Landspítalanum, meðal annars hvað varðar heimsóknir. Í tilkynningu sem farsóttarnefnd birti á vefsíðu Landspítalans segir að heimsóknarreglum hafi verið breytt og að nú megi einungis einn gestur heimsækja hvern sjúkling í að hámarki eina klukkustund á dag. Miðað sé við auglýsta heimsóknartíma en eins og áður sé deildum heimilt að hnika þeim tímasetningum til eftir því sem hentar starfseminni. Auglýstir heimsóknartímar séu hið almenna viðmið. Börnum undir tólf ára aldri sé meinað að heimsækja sjúklinga nema í samráði við forsvarsmenn deilda. Sjúklingar fái ekki leyfi til að fara í veislur Um leyfi sjúklinga gildi sömu reglur og áður. Þau séu heimil þegar tilgangur leyfis er að undirbúa útskrift eða leyfið er mikilvægur hluti af endurhæfingu sjúklings. Miða skuli við að sjúklingur fari heim til sín eða ættingja og hitta fáa. Leyfi séu ekki veitt til þess að sækja veislur eða önnur mannamót. Í tilkynningunni segir að Landspítali verði að gæta ítrustu varúðar við afléttingu aðgerða til að vernda starfsemi sem enginn annar getur sinnt. Nýjar reglur um lengd sóttkvíar og einangrunar gildi um starfsmenn spítalans líkt og um aðra landsmenn. Sé starfsmanni skipað í sóttkví vegna nálægðar við smit í samfélaginu þá fær hann strikamerki fyrir sýnatöku á fimmta degi í stað sjöunda dags áður. Reynist það neikvætt megi hann snúa til vinnu og fylgir þá gildandi sóttvarnaráðstöfunum spítalans í hvívetna. Vinnusóttkví C vegna útsetningar í starfi verður áfram sjö dagar og lýkur með neikvæðu sýni á sjöunda degi. Afléttingar hafi ekki reynst vel Sem áður segir hefur farsóttanefnd áhyggjur af fjölda smita í samfélaginu og þeim fjölda innlagna sem óhjákvæmilega leiðir af því. Í tilkynningu segir að áhrif á starfsemi spítalans séu mikil og að geta til að sinna venjubundnum verkefnum minnkar eftir því sem umfangið vegna faraldursins stækkar. Nefndin ráðleggur starfsfólki Landspítala að að hvika í engu frá persónubundnum sóttvörnum, nota grímur í margmennni, þvo og spritta af kappi og vera stöðugt á verði gagnvart mögulegum einkennum. „Nýlegar afléttingar mildra og skynsamlegra sóttvarnaaðgerða hafa ekki reynst vel, hvorki á Íslandi né annars staðar,“ segir í lok tilkynningar. Landspítalinn Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira
Í tilkynningu sem farsóttarnefnd birti á vefsíðu Landspítalans segir að heimsóknarreglum hafi verið breytt og að nú megi einungis einn gestur heimsækja hvern sjúkling í að hámarki eina klukkustund á dag. Miðað sé við auglýsta heimsóknartíma en eins og áður sé deildum heimilt að hnika þeim tímasetningum til eftir því sem hentar starfseminni. Auglýstir heimsóknartímar séu hið almenna viðmið. Börnum undir tólf ára aldri sé meinað að heimsækja sjúklinga nema í samráði við forsvarsmenn deilda. Sjúklingar fái ekki leyfi til að fara í veislur Um leyfi sjúklinga gildi sömu reglur og áður. Þau séu heimil þegar tilgangur leyfis er að undirbúa útskrift eða leyfið er mikilvægur hluti af endurhæfingu sjúklings. Miða skuli við að sjúklingur fari heim til sín eða ættingja og hitta fáa. Leyfi séu ekki veitt til þess að sækja veislur eða önnur mannamót. Í tilkynningunni segir að Landspítali verði að gæta ítrustu varúðar við afléttingu aðgerða til að vernda starfsemi sem enginn annar getur sinnt. Nýjar reglur um lengd sóttkvíar og einangrunar gildi um starfsmenn spítalans líkt og um aðra landsmenn. Sé starfsmanni skipað í sóttkví vegna nálægðar við smit í samfélaginu þá fær hann strikamerki fyrir sýnatöku á fimmta degi í stað sjöunda dags áður. Reynist það neikvætt megi hann snúa til vinnu og fylgir þá gildandi sóttvarnaráðstöfunum spítalans í hvívetna. Vinnusóttkví C vegna útsetningar í starfi verður áfram sjö dagar og lýkur með neikvæðu sýni á sjöunda degi. Afléttingar hafi ekki reynst vel Sem áður segir hefur farsóttanefnd áhyggjur af fjölda smita í samfélaginu og þeim fjölda innlagna sem óhjákvæmilega leiðir af því. Í tilkynningu segir að áhrif á starfsemi spítalans séu mikil og að geta til að sinna venjubundnum verkefnum minnkar eftir því sem umfangið vegna faraldursins stækkar. Nefndin ráðleggur starfsfólki Landspítala að að hvika í engu frá persónubundnum sóttvörnum, nota grímur í margmennni, þvo og spritta af kappi og vera stöðugt á verði gagnvart mögulegum einkennum. „Nýlegar afléttingar mildra og skynsamlegra sóttvarnaaðgerða hafa ekki reynst vel, hvorki á Íslandi né annars staðar,“ segir í lok tilkynningar.
Landspítalinn Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira