Þúsundir íbúða í pípunum í Reykjavík Heimir Már Pétursson skrifar 29. október 2021 19:43 Í Skerjafirði stendur til að byggja grænt hverfi þar sem gert er ráð fyrir vistvænum götum og torgum. reykjavíkurborg Á næstu tíu árum verða byggðar um eða yfir tíu þúsund íbúðir í Reykjavík og tuttugu og fimm þúsund á næstu tveimur áratugum sem þýðir að fjöldi íbúða í borginni tvöfaldist á þeim tíma. Þá verði tuttugu og fjórum milljörðum varið í uppbyggingu innviða í tengslum við fjölgun íbúða. Árleg kynning Reykjavíkurborgar á uppbyggingu íbúða í borginni til lengri og skemmri tíma fór fram í Ráðhúsinu í dag. Samkvæmt henni mun borgin taka miklum breytingum á næstu fimm til tíu árum. Í nýja hverfinu á Ártúnshöfða er meðal annars gert ráð fyrir menningarhúsi sem sést fyrir miðri þessari mynd. Borgarlína mun liggja fram hjá torgi þar fyrir framan.Klasi Ártúnshöfðinn hefur verið mikið iðnaðarhverfi á undanförnum áratugum með alls kyns starfsemi. Á því verða breytingar á allra næstu árum. Á höfðanum sem mun kallast Borgarhöfði munu rísa um þrjú þúsund og fimm hundruð íbúðir og samanlagt á höfðanum og í Elliðaárdalnum um átta þúsund íbúðir. Þegar það allt verður búið mun þetta svæði líta út eins og sést á myndbandinu hér fyrir neðan. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir borgina nýlega hafa samþykkt aðalskipulag til ársins 2040. Í því væri gert ráð fyrir yfir tuttugu og fimm þúsund íbúðum. Borgarstjóri segir að ekki muni standa á Reykjavíkurborg við útdeilingu lóða og byggingaréttar.Stöð 2/Arnar „Til viðmiðunar þá er núverandi íbúðafjöldi í allri Reykjavík um fimmtíu og fimm þúsund íbúðir. Þannig að þetta er á við helminginn af því sem þegar hefur verið byggt á síðustu hundrað árum sem hægt er að fara í á næstu tveimur áratugum,“ segir Dagur. En á allra næstu mánuðum og árum muni íbúðum í borginni einnig fjölga umtalsvert. „Það eru tvö þúsund og sjö hundruð þegar í byggingu. Það eru þrjú þúsund til viðbótar í samþykktu deiliskipulagi. Síðan erum við að fara út með þúsund lóðir á næsta ári auk þess að samþiggja ný hverfi. Þannig að þetta er mjög umfangsmikið magn og ég treysti mér til að fullyrða að það muni ekki standa á Reykjavík,“ segir borgarstjóri. Tveir aðilar eru að byggja hundruð íbúða á Héðinsreitnum í Ánanaustum. Nær okkur á myndinni byggir félag í eigu Ólafs Ólafssonar en hægra meginn við hvítlitaða byggingu nýja Granda hótelsins mun Festir byggja 210 íbúðir í þremur húsum.Festir Í dag stendur yfir mikil uppbygging á fjölmörgum stöðum í borginni eins og í nýju Vogahverfi og í Ánanaustum þar sem þegar er byrjað að byggja um tvö hundruð íbúðir. Þannig mætti lengi telja uppbyggingu í Árbæ, á Kirkjusandi, Hlíðarenda og framundan er mikil uppbygging á grænu hverfi í Skerjafirði. Mikil uppbygging er í gangi í nýja Vogahverfinu þar sem þegar er búið að afhenda fjölda íbúða og enn fleiri eru á byggingarstigi.Reykjavíkurborg Dagur segir borgina leggja áherslu á að byggt sé fyrir alla tekjuhópa í blönduðum hverfum. „Við tökum frá lóðir og byggingarrétt fyrir þá sem hafa minni efni. Það er hvergi annars staðar byggt eins mikið af félagslegu húsnæði. Það er hvergi byggt eins mikið af leiguhúsnæði á viðráðanlegu verði. Við viljum að allir hafi öruggt þak yfir höfuðið. Þess vegna er fjórðungur alls sem er að fara af stað á vegum óhagnaðardrifinna félaga,“ segir Dagur B. Eggertsson. Húsnæðismál Reykjavík Skipulag Fasteignamarkaður Borgarstjórn Tengdar fréttir Dagur segir næstu tíu ár verða áratug Reykjavíkur Næstu tíu ár verða áratugur Reykjavíkur í uppbyggingu íbúðarhúsnæði að sögn borgarstjóra. Nægt framboð sé af lóðum og þúsundir íbúða verði byggðar á næstu mánuðum og árum. 29. október 2021 14:27 Þéttingarstefnan skapi íbúðaskort í Reykjavík Oddvitar Sjálfstæðisflokksins og Flokks fólksins í Reykjavík segja þéttingarstefnu meirihutans í húsnæðismálum eiga sinn þátt í að skapa skort á nýjum íbúðum í borginni. Formaður skipulags- og samgönguráðs segir hins vegar met hafa verið slegið í fjölda íbúða á undanförnum árum. 21. október 2021 19:20 Pawel segir met hafa verið slegið í fjölda nýrra íbúða í borginni Pawel Bartoszek formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur sagði í Pallborðinu á Vísi í dag að aldrei hefðu verið byggðar eins margar íbúðir í borginni og gert hefði verið á undanförnum árum. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn og Kolbrún Baldursdóttur oddviti Flokks fólksins gagnrýndu hins vegar meirihlutann fyrir einstrengingslega stefnu í íbúðamálum. 21. október 2021 14:51 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Sjá meira
Árleg kynning Reykjavíkurborgar á uppbyggingu íbúða í borginni til lengri og skemmri tíma fór fram í Ráðhúsinu í dag. Samkvæmt henni mun borgin taka miklum breytingum á næstu fimm til tíu árum. Í nýja hverfinu á Ártúnshöfða er meðal annars gert ráð fyrir menningarhúsi sem sést fyrir miðri þessari mynd. Borgarlína mun liggja fram hjá torgi þar fyrir framan.Klasi Ártúnshöfðinn hefur verið mikið iðnaðarhverfi á undanförnum áratugum með alls kyns starfsemi. Á því verða breytingar á allra næstu árum. Á höfðanum sem mun kallast Borgarhöfði munu rísa um þrjú þúsund og fimm hundruð íbúðir og samanlagt á höfðanum og í Elliðaárdalnum um átta þúsund íbúðir. Þegar það allt verður búið mun þetta svæði líta út eins og sést á myndbandinu hér fyrir neðan. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir borgina nýlega hafa samþykkt aðalskipulag til ársins 2040. Í því væri gert ráð fyrir yfir tuttugu og fimm þúsund íbúðum. Borgarstjóri segir að ekki muni standa á Reykjavíkurborg við útdeilingu lóða og byggingaréttar.Stöð 2/Arnar „Til viðmiðunar þá er núverandi íbúðafjöldi í allri Reykjavík um fimmtíu og fimm þúsund íbúðir. Þannig að þetta er á við helminginn af því sem þegar hefur verið byggt á síðustu hundrað árum sem hægt er að fara í á næstu tveimur áratugum,“ segir Dagur. En á allra næstu mánuðum og árum muni íbúðum í borginni einnig fjölga umtalsvert. „Það eru tvö þúsund og sjö hundruð þegar í byggingu. Það eru þrjú þúsund til viðbótar í samþykktu deiliskipulagi. Síðan erum við að fara út með þúsund lóðir á næsta ári auk þess að samþiggja ný hverfi. Þannig að þetta er mjög umfangsmikið magn og ég treysti mér til að fullyrða að það muni ekki standa á Reykjavík,“ segir borgarstjóri. Tveir aðilar eru að byggja hundruð íbúða á Héðinsreitnum í Ánanaustum. Nær okkur á myndinni byggir félag í eigu Ólafs Ólafssonar en hægra meginn við hvítlitaða byggingu nýja Granda hótelsins mun Festir byggja 210 íbúðir í þremur húsum.Festir Í dag stendur yfir mikil uppbygging á fjölmörgum stöðum í borginni eins og í nýju Vogahverfi og í Ánanaustum þar sem þegar er byrjað að byggja um tvö hundruð íbúðir. Þannig mætti lengi telja uppbyggingu í Árbæ, á Kirkjusandi, Hlíðarenda og framundan er mikil uppbygging á grænu hverfi í Skerjafirði. Mikil uppbygging er í gangi í nýja Vogahverfinu þar sem þegar er búið að afhenda fjölda íbúða og enn fleiri eru á byggingarstigi.Reykjavíkurborg Dagur segir borgina leggja áherslu á að byggt sé fyrir alla tekjuhópa í blönduðum hverfum. „Við tökum frá lóðir og byggingarrétt fyrir þá sem hafa minni efni. Það er hvergi annars staðar byggt eins mikið af félagslegu húsnæði. Það er hvergi byggt eins mikið af leiguhúsnæði á viðráðanlegu verði. Við viljum að allir hafi öruggt þak yfir höfuðið. Þess vegna er fjórðungur alls sem er að fara af stað á vegum óhagnaðardrifinna félaga,“ segir Dagur B. Eggertsson.
Húsnæðismál Reykjavík Skipulag Fasteignamarkaður Borgarstjórn Tengdar fréttir Dagur segir næstu tíu ár verða áratug Reykjavíkur Næstu tíu ár verða áratugur Reykjavíkur í uppbyggingu íbúðarhúsnæði að sögn borgarstjóra. Nægt framboð sé af lóðum og þúsundir íbúða verði byggðar á næstu mánuðum og árum. 29. október 2021 14:27 Þéttingarstefnan skapi íbúðaskort í Reykjavík Oddvitar Sjálfstæðisflokksins og Flokks fólksins í Reykjavík segja þéttingarstefnu meirihutans í húsnæðismálum eiga sinn þátt í að skapa skort á nýjum íbúðum í borginni. Formaður skipulags- og samgönguráðs segir hins vegar met hafa verið slegið í fjölda íbúða á undanförnum árum. 21. október 2021 19:20 Pawel segir met hafa verið slegið í fjölda nýrra íbúða í borginni Pawel Bartoszek formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur sagði í Pallborðinu á Vísi í dag að aldrei hefðu verið byggðar eins margar íbúðir í borginni og gert hefði verið á undanförnum árum. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn og Kolbrún Baldursdóttur oddviti Flokks fólksins gagnrýndu hins vegar meirihlutann fyrir einstrengingslega stefnu í íbúðamálum. 21. október 2021 14:51 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Sjá meira
Dagur segir næstu tíu ár verða áratug Reykjavíkur Næstu tíu ár verða áratugur Reykjavíkur í uppbyggingu íbúðarhúsnæði að sögn borgarstjóra. Nægt framboð sé af lóðum og þúsundir íbúða verði byggðar á næstu mánuðum og árum. 29. október 2021 14:27
Þéttingarstefnan skapi íbúðaskort í Reykjavík Oddvitar Sjálfstæðisflokksins og Flokks fólksins í Reykjavík segja þéttingarstefnu meirihutans í húsnæðismálum eiga sinn þátt í að skapa skort á nýjum íbúðum í borginni. Formaður skipulags- og samgönguráðs segir hins vegar met hafa verið slegið í fjölda íbúða á undanförnum árum. 21. október 2021 19:20
Pawel segir met hafa verið slegið í fjölda nýrra íbúða í borginni Pawel Bartoszek formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur sagði í Pallborðinu á Vísi í dag að aldrei hefðu verið byggðar eins margar íbúðir í borginni og gert hefði verið á undanförnum árum. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn og Kolbrún Baldursdóttur oddviti Flokks fólksins gagnrýndu hins vegar meirihlutann fyrir einstrengingslega stefnu í íbúðamálum. 21. október 2021 14:51