Facebook breytir um nafn Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 28. október 2021 19:07 Facebook er stærsti samfélagsmiðill í heiminum en tæplega þrír milljarðar manna eru virkir á forritinu. AP/Risberg Samfélagmiðlarisinn Facebook hyggst nú breyta um nafn. Nýja nafnið verður "Meta" en nafnbreytingin er liður í áherslubreytingu fyrirtækisins. Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, segir að með nýja nafninu sé ætlað að endurspegla áherslur félagsins á að smíða sýndarheim á netinu (e. metaverse). Zuckerberg gerir ráð fyrir því að allt að milljarður manna muni taka þátt í sýndarheiminum nýja á næstu árum. Þetta kemur fram í frétt AP News. Forrit samfélagsmiðlarisans eins og smáforritið Facebook - sem flestir kannast við, Instagram og Messenger munu enn halda nafni sínu en undir einum hatti; hins nýja Meta. Að sögn Zuckerberg á sýndarheimurinn að vera staður þar sem fólk getur átt í samskiptum, unnið, skapað og stofnandinn bindur vonir við að sýndarheimurinn komi til með að búa til milljónir nýrra stafa á næstu árum. Zuckerberg sér fyrir sér að fólk verði þannig virkir þátttakendur í stað þess að horfa á skjá eins og tíðkast, hver í sínu lagi. Stofnandinn segir að gamla nafn fyrirtækisins endurspegli áherslur fyrirtækisins ekki lengur: „Nú er litið á okkur sem samfélagsmiðlafyrirtæki, en kjarni okkar er fyrirtæki sem smíðar tækni sem tengir fólk saman,“ segir Zuckerberg. Tilkynningin kemur á viðkvæmum tíma fyrir fyrirtækið en fyrrum starfsmaður fyrirtækisins steig fram nýlega, og sagði stjórnendur samfélagsmiðlarisans hafa virt að vettugi ábendingar um að forrit Facebook væru skaðleg börnum og ælu á sundrung. Bandaríkin Samfélagsmiðlar Facebook Meta Tengdar fréttir Facebook veðjar á nýjan sýndarheim Allt að tíu þúsund störf eiga að skapast innan ríkja Evrópusambandsins á næstu fimm árum í tengslum við þróun samfélagsmiðlarisans Facebook á nýjum sýndarheimi. Þar eiga notendur að geta leikið sér, unnið og haft samskipti í sýndarveruleika. 18. október 2021 11:28 Mest lesið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Viðskipti innlent Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Íhuga að sameina lífeyrissjóði Viðskipti innlent Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, segir að með nýja nafninu sé ætlað að endurspegla áherslur félagsins á að smíða sýndarheim á netinu (e. metaverse). Zuckerberg gerir ráð fyrir því að allt að milljarður manna muni taka þátt í sýndarheiminum nýja á næstu árum. Þetta kemur fram í frétt AP News. Forrit samfélagsmiðlarisans eins og smáforritið Facebook - sem flestir kannast við, Instagram og Messenger munu enn halda nafni sínu en undir einum hatti; hins nýja Meta. Að sögn Zuckerberg á sýndarheimurinn að vera staður þar sem fólk getur átt í samskiptum, unnið, skapað og stofnandinn bindur vonir við að sýndarheimurinn komi til með að búa til milljónir nýrra stafa á næstu árum. Zuckerberg sér fyrir sér að fólk verði þannig virkir þátttakendur í stað þess að horfa á skjá eins og tíðkast, hver í sínu lagi. Stofnandinn segir að gamla nafn fyrirtækisins endurspegli áherslur fyrirtækisins ekki lengur: „Nú er litið á okkur sem samfélagsmiðlafyrirtæki, en kjarni okkar er fyrirtæki sem smíðar tækni sem tengir fólk saman,“ segir Zuckerberg. Tilkynningin kemur á viðkvæmum tíma fyrir fyrirtækið en fyrrum starfsmaður fyrirtækisins steig fram nýlega, og sagði stjórnendur samfélagsmiðlarisans hafa virt að vettugi ábendingar um að forrit Facebook væru skaðleg börnum og ælu á sundrung.
Bandaríkin Samfélagsmiðlar Facebook Meta Tengdar fréttir Facebook veðjar á nýjan sýndarheim Allt að tíu þúsund störf eiga að skapast innan ríkja Evrópusambandsins á næstu fimm árum í tengslum við þróun samfélagsmiðlarisans Facebook á nýjum sýndarheimi. Þar eiga notendur að geta leikið sér, unnið og haft samskipti í sýndarveruleika. 18. október 2021 11:28 Mest lesið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Viðskipti innlent Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Íhuga að sameina lífeyrissjóði Viðskipti innlent Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Facebook veðjar á nýjan sýndarheim Allt að tíu þúsund störf eiga að skapast innan ríkja Evrópusambandsins á næstu fimm árum í tengslum við þróun samfélagsmiðlarisans Facebook á nýjum sýndarheimi. Þar eiga notendur að geta leikið sér, unnið og haft samskipti í sýndarveruleika. 18. október 2021 11:28