Hundruð milljóna króna deila um leigumál send aftur í hérað Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. október 2021 15:10 Deilan snerist um leigugreiðslur á þessu hóteli, gráu byggingunni fyrir miðju. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur ómerkt dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í hundruð milljóna krónu deilu Íþaka fasteigna og Fosshótela um leigugreiðslur vegna Fosshótels við Höfðatorg. Héraðsdómur þarf því að taka málið aftur fyrir. Málið snýst um leigugreiðslur Fosshótela til Íþöku vegna Fosshótels við Höfðatorg í kórónuveirufaraldrinum. Hótelinu var lokað í mars 2020 vegna faraldursins og hættu rekstraraðilar hótelsins að greiða eigenda fasteignarinnar, Íþöku, leigu, alls frá 1. apríl 2020 til 1. september sama ár. Fosshótel bar fyrir sig að félaginu bæri ekki að greiða leigu fyrir umrætt tímabil meðal annars á grundvelli ákvæðis í leigusamningnum um ófyrirséð og ófyrirsjáanleg atvik, ólögfestri reglu kröfuréttar um óviðráðanleg ytri atvik, svokallað force majeure. Íþaka krafðist hins vegar að fá leiguna greidda, alls um 420 milljónir króna fyrir umrætt tímabil. Dæmt í héraðsdómi til að greiða hálfa leigu Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að Fosshótel bæri að greiða hálfa húsaleigu fyrir umrætt tímabil. Eftir dóm héraðsdóms óskaði Íþaka eftir því að málinu yrði skotið beint til Hæstaréttar, framhjá millidómstiginu Landsrétti. Hæstiréttur Íslands komst að þeirri niðurstöðu að senda dóminn aftur heim í hérað.Vísir/Vilhelm Hæstiréttur varð við þeirri beiðni á grundvelli þess að málið væri talið hafa þýðingu fyrir framkvæmd fjölda samninga þar sem forsendur hafa breyst vegna heimsfaraldursins, brýnt væri að fá niðurstöðu Hæstaréttar með skjótum hætti. Annmarkar á dómi héraðsdóms Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í málinu í dag og í honum segir að í dómi héraðsdóms hafi einungis verið dæmt um viðurkenningarkröfu Fosshótela um að leigusamningi yrði tímabundið vikið til hliðar. Að þeirri niðurstöðu fenginni hafi hins vegar ekki verið leyst úr greiðslukröfu Íþöku. Segir í dómi Hæstaréttar að slík dómsúrlausn veiti Íþöku ekki heimild til þess að leita aðfarar, jafn vel þó að ráða megi af dómsorði dóms héraðsdóms að Fosshótelum beri að greiða helming leigunnar. Er þetta að mati Hæstaréttar slíkur annmarki á dómi héraðsdóms að ekki verði hjá því komist að ómerkja hann án kröfu og vísa málinu heim í hérað til löglegrar meðferðar og dómsálagningar á ný. Er það því niðurstaða Hæstaréttar að ómerkja dóm héraðsdóms og senda málið aftur heim í hérað. Aðilar ekki sammála um hvernig leiðrétta ætti dóminn Einnig er sérstaklega tekið fram að Hæstiréttur fallist ekki á það með aðilum málsins að um sé að ræða bersýnilega villu í dómi sem dómara sé heimilt að leiðrétta. Þá hafi það komið fram við flutning málsins við Hæstarétt að aðilum beri ekki saman um hvernig leiðrétta skuli dóminn með tilliti til forsenda hans. Dómsmál Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Málið snýst um leigugreiðslur Fosshótela til Íþöku vegna Fosshótels við Höfðatorg í kórónuveirufaraldrinum. Hótelinu var lokað í mars 2020 vegna faraldursins og hættu rekstraraðilar hótelsins að greiða eigenda fasteignarinnar, Íþöku, leigu, alls frá 1. apríl 2020 til 1. september sama ár. Fosshótel bar fyrir sig að félaginu bæri ekki að greiða leigu fyrir umrætt tímabil meðal annars á grundvelli ákvæðis í leigusamningnum um ófyrirséð og ófyrirsjáanleg atvik, ólögfestri reglu kröfuréttar um óviðráðanleg ytri atvik, svokallað force majeure. Íþaka krafðist hins vegar að fá leiguna greidda, alls um 420 milljónir króna fyrir umrætt tímabil. Dæmt í héraðsdómi til að greiða hálfa leigu Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að Fosshótel bæri að greiða hálfa húsaleigu fyrir umrætt tímabil. Eftir dóm héraðsdóms óskaði Íþaka eftir því að málinu yrði skotið beint til Hæstaréttar, framhjá millidómstiginu Landsrétti. Hæstiréttur Íslands komst að þeirri niðurstöðu að senda dóminn aftur heim í hérað.Vísir/Vilhelm Hæstiréttur varð við þeirri beiðni á grundvelli þess að málið væri talið hafa þýðingu fyrir framkvæmd fjölda samninga þar sem forsendur hafa breyst vegna heimsfaraldursins, brýnt væri að fá niðurstöðu Hæstaréttar með skjótum hætti. Annmarkar á dómi héraðsdóms Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í málinu í dag og í honum segir að í dómi héraðsdóms hafi einungis verið dæmt um viðurkenningarkröfu Fosshótela um að leigusamningi yrði tímabundið vikið til hliðar. Að þeirri niðurstöðu fenginni hafi hins vegar ekki verið leyst úr greiðslukröfu Íþöku. Segir í dómi Hæstaréttar að slík dómsúrlausn veiti Íþöku ekki heimild til þess að leita aðfarar, jafn vel þó að ráða megi af dómsorði dóms héraðsdóms að Fosshótelum beri að greiða helming leigunnar. Er þetta að mati Hæstaréttar slíkur annmarki á dómi héraðsdóms að ekki verði hjá því komist að ómerkja hann án kröfu og vísa málinu heim í hérað til löglegrar meðferðar og dómsálagningar á ný. Er það því niðurstaða Hæstaréttar að ómerkja dóm héraðsdóms og senda málið aftur heim í hérað. Aðilar ekki sammála um hvernig leiðrétta ætti dóminn Einnig er sérstaklega tekið fram að Hæstiréttur fallist ekki á það með aðilum málsins að um sé að ræða bersýnilega villu í dómi sem dómara sé heimilt að leiðrétta. Þá hafi það komið fram við flutning málsins við Hæstarétt að aðilum beri ekki saman um hvernig leiðrétta skuli dóminn með tilliti til forsenda hans.
Dómsmál Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira