Telja ólíklegt að hætta sé fyrir hendi en skoða að setja upp skilti Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. október 2021 14:45 Umrædd svæði. Til skoðuna er hvort tilefni sé að setja skilti á og við girðinguna sem vari við lofstreymi frá þotuhreyflum. Ja.is Isavia telur ólíklegt að vegfarendur á ferð við flugbrautarenda Reykjavíkurflugvallar við Suðurgötu séu í hættu vegna loftstreymis frá kraftmiklum þotum. Þó er til skoðunar hvort tilefni sé til að vara sérstaklega við slíkri hættu. Vísir birti í gær myndband þar sem sjá mátti flugáhugamann freista þess að ná myndband af stórri Bombardier-einkaþotu skömmu fyrir flugtak. Maðurinn var staðsettur á grasbala við grindverk sem afmarkar flugvallarsvæðið við flugbrautarendann við Suðurgötu í Reykjavík. Eins og sjá má á myndbandinu fauk maðurinn nokkurra metra þegar flugmenn vélarinnar gáfu í og lofstreymi frá þotuhreyflunum barst aftur fyrir vélina. Telja að hættan á að vegfarendur fjúki sé ekki fyrir hendi Nokkur umræða skapaðist um málið í ljósi þess að þarna er um fjölfarin göngustíg og hjólreiðaleið að ræða. Var þeirri spurningu varpað upp hvort að vegfarendur gætu átt von á því að fjúka um koll af völdum lofstreymis frá þotum við aðstæður á borð við þær sem sjá má í myndbandinu, og ekki síst ef börn væru á ferð um stíginn. Í svari við fyrirspurn Vísis vegna málsins segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, að ekki sé vitað til að tilkynning um atvik á borð við það sem sjá má á myndbandinu hafi ratað inn á borð Isavia, þó ekki sé útilokað að gömul dæmi séu um slíkt. Þá tekur hann fram að þotur af þeirri stærð og sést í myndbandinu séu ekki algengar á Reykjavíkurflugvelli, þó að þær komu stöku sinnum. Ekki sé talin að hætta sé á ferð fyrir vegfarendur sem séu að fara sína leið, án þess að vera alveg við girðinguna, á svæðinu. „Ekki er vitað til þess að tilkynning um atvik af þessu tagi hafi borist áður til okkar. Hugsanlegt er að einhver gömul dæmi séu þó um það. Þotur af þessari stærð, sem eru jafn kröftugar og sú sem hér um ræðir, eru ekki algengar á Reykjavíkurflugvelli en kom stöku sinnum. Verið er að skoða hvort tilefni sé til að setja upp viðvörunarskilti við og á girðinguna af þessu tilefni. Ekki er þó talin hætta á að vegfarendur, sem fara framhjá girðingunni án þess að fara alveg upp að henni, verði fyrir viðlíka áhrifum eins og í þessu tilviki,“ segir Guðjón. Fréttir af flugi Samgöngur Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Umferðaröryggi Tengdar fréttir Flaug fjóra metra vegna loftstreymis frá einkaþotu Hún var myndarleg byltan sem flugáhugamaðurinn Benedikt Sveinsson fékk er hann var að fylgjast með einkaþotu hefja flugtak á Reykjavíkurflugvelli á dögunum. Lofstreymi frá hreyflum vélarinnar feykti honum um koll út á Suðurgötuna. Spurningamerki hefur verið sett við öryggi vegfarenda á þessum slóðum í umræðum um málið. 27. október 2021 14:04 „Algjör sprenging“ í einkafluginu Sprenging hefur orðið í komum einkaflugvéla á Reykjavíkurflugvöll frá mánaðamótum, að sögn rekstrarstjóra á vellinum. Reiknað er með meiri umferð nú í júlímánuði en í júlí 2019, sem var einn besti mánuður fyrirtækisins frá upphafi. 14. júlí 2021 07:00 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Vísir birti í gær myndband þar sem sjá mátti flugáhugamann freista þess að ná myndband af stórri Bombardier-einkaþotu skömmu fyrir flugtak. Maðurinn var staðsettur á grasbala við grindverk sem afmarkar flugvallarsvæðið við flugbrautarendann við Suðurgötu í Reykjavík. Eins og sjá má á myndbandinu fauk maðurinn nokkurra metra þegar flugmenn vélarinnar gáfu í og lofstreymi frá þotuhreyflunum barst aftur fyrir vélina. Telja að hættan á að vegfarendur fjúki sé ekki fyrir hendi Nokkur umræða skapaðist um málið í ljósi þess að þarna er um fjölfarin göngustíg og hjólreiðaleið að ræða. Var þeirri spurningu varpað upp hvort að vegfarendur gætu átt von á því að fjúka um koll af völdum lofstreymis frá þotum við aðstæður á borð við þær sem sjá má í myndbandinu, og ekki síst ef börn væru á ferð um stíginn. Í svari við fyrirspurn Vísis vegna málsins segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, að ekki sé vitað til að tilkynning um atvik á borð við það sem sjá má á myndbandinu hafi ratað inn á borð Isavia, þó ekki sé útilokað að gömul dæmi séu um slíkt. Þá tekur hann fram að þotur af þeirri stærð og sést í myndbandinu séu ekki algengar á Reykjavíkurflugvelli, þó að þær komu stöku sinnum. Ekki sé talin að hætta sé á ferð fyrir vegfarendur sem séu að fara sína leið, án þess að vera alveg við girðinguna, á svæðinu. „Ekki er vitað til þess að tilkynning um atvik af þessu tagi hafi borist áður til okkar. Hugsanlegt er að einhver gömul dæmi séu þó um það. Þotur af þessari stærð, sem eru jafn kröftugar og sú sem hér um ræðir, eru ekki algengar á Reykjavíkurflugvelli en kom stöku sinnum. Verið er að skoða hvort tilefni sé til að setja upp viðvörunarskilti við og á girðinguna af þessu tilefni. Ekki er þó talin hætta á að vegfarendur, sem fara framhjá girðingunni án þess að fara alveg upp að henni, verði fyrir viðlíka áhrifum eins og í þessu tilviki,“ segir Guðjón.
Fréttir af flugi Samgöngur Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Umferðaröryggi Tengdar fréttir Flaug fjóra metra vegna loftstreymis frá einkaþotu Hún var myndarleg byltan sem flugáhugamaðurinn Benedikt Sveinsson fékk er hann var að fylgjast með einkaþotu hefja flugtak á Reykjavíkurflugvelli á dögunum. Lofstreymi frá hreyflum vélarinnar feykti honum um koll út á Suðurgötuna. Spurningamerki hefur verið sett við öryggi vegfarenda á þessum slóðum í umræðum um málið. 27. október 2021 14:04 „Algjör sprenging“ í einkafluginu Sprenging hefur orðið í komum einkaflugvéla á Reykjavíkurflugvöll frá mánaðamótum, að sögn rekstrarstjóra á vellinum. Reiknað er með meiri umferð nú í júlímánuði en í júlí 2019, sem var einn besti mánuður fyrirtækisins frá upphafi. 14. júlí 2021 07:00 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Flaug fjóra metra vegna loftstreymis frá einkaþotu Hún var myndarleg byltan sem flugáhugamaðurinn Benedikt Sveinsson fékk er hann var að fylgjast með einkaþotu hefja flugtak á Reykjavíkurflugvelli á dögunum. Lofstreymi frá hreyflum vélarinnar feykti honum um koll út á Suðurgötuna. Spurningamerki hefur verið sett við öryggi vegfarenda á þessum slóðum í umræðum um málið. 27. október 2021 14:04
„Algjör sprenging“ í einkafluginu Sprenging hefur orðið í komum einkaflugvéla á Reykjavíkurflugvöll frá mánaðamótum, að sögn rekstrarstjóra á vellinum. Reiknað er með meiri umferð nú í júlímánuði en í júlí 2019, sem var einn besti mánuður fyrirtækisins frá upphafi. 14. júlí 2021 07:00