Telja sig hafa fundið fyrstu reikistjörnuna utan Vetrarbrautarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 28. október 2021 09:06 Sólkerfið er í Svelgþokunni í um 28 milljón ljósára fjarlægð (t.v.). Efni sem svarthol eða nifteindastjarna gleypir í sig frá hinni stjörnunni í tvístirninu ofurhitnar og geislar röntgengeislun. Vísindamennirnir leituðu að röntgenuppsprettum sem dofnuðu tímabundið til að finna mögulegar fjarreikistjörnur. X-ray: NASA/CXC/SAO/R. DiStefano, et al.; Optical: NASA/ESA/STSc Stjarnvísindamenn telja sig hafa fundið merki um reikistjörnu á braut um stjörnu utan Vetrarbrautarinnar okkar í fyrsta skipti. Allar þær þúsundir fjarreikistjarna sem menn hafa fundið til þessa eru í Vetrarbrautinni. Fyrirbærið er að finna í þyrilvetrarbrautinni Messier 51 (M51) sem er þekkt sem Svelgþokan. M51 er í um 28 milljón ljósára fjarlægð frá jörðinni. Til samanburðar eru nær allar þekktar fjarreikistjörnur í innan við þrjú þúsund ljósára fjarlægð og innan okkar eigin Vetrarbrautar. Vísindamennirnir notuðu svonefnda þvergönguaðferð til þess að finna mögulegu reikistjörnuna. Hún byggist á því að mæla sýnilega birtu stjarna og fylgjast með örlitlum breytingum á henni þegar reikistjarna gengur fyrir stjörnu frá jörðinni séð. Þvergönguaðferðin er sú algengasta við leit að fjarreikistjörnum. Sjónaukar manna eru ekki nógu næmir til þess að geta notað þessa aðferð til að leita að reikistjörnum í meiri fjarlægð utan Vetrarbrautarinnar. Í tilfelli fyrirbærisins í M51 fylgdust stjörnufræðingarnir því ekki með breytingum á sýnilegri birtu heldur á röntgengeislun frá björtum tvístirnum. Þau eru yfirleitt samsett úr nifteindastjörnu eða svartholi sem drekkur í sig gas frá systurstjörnu. Efnið í kringum nifteindastjörnuna eða svartholið glóir röntgengeislun. Svæðið þaðan sem röntgengeislunin stafar er hlutfallslega lítið og því telja vísindamenn að reikistjarna í sólkerfi sem þessu lokaði nær algerlega á hana þegar hún gengi fyrir það frá jörðu séð. Með þessari aðferð vonast stjörnufræðingar til þess að geta fundið fjarreikistjörnur sem eru mun lengra í burtu en þær sem hafa fundist til þessa, að því er segir í tilkynningu á vef bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Áratugir gætu liðið þar til fundurinn verður staðfestur Kandídatinn sem menn telja sig hafa fundið í M51 er í tvístirniskerfi sem nefnist M51-ULS-1. Þar gengur annað hvort nifteindastjarna eða svarthol um stjörnu sem eru um tuttugu sinnum massameiri en sólin okkar. Þegar menn beindu Chandra-sjónaukanum að sólkerfinu datt röntgengeislunin niður í þrjár klukkustundir. Tilgáta vísindamannanna er að þar kunni að hafa verið á ferðinni reikistjarna á stærð við Satúrnus sem er um tvöfalt lengra frá nifteindastjörnunni eða svartholinu en Satúrnus er frá sólinni. Staðfesta þarf fundinn með frekari rannsóknum en það gæti reynst snúið. Sporbraut fyrirbærisins virðist svo víð að það ætti ekki að ganga aftur fyrir móðurstjörnu sína fyrr en eftir um sjötíu ár. Þá þarf að útiloka möguleikann á að stjörnufræðingarnir hafi í raun numið gas- og rykský sem hafi slökkt tímabundið á röntgengeisluninni. Vísindamennirnir telja þá skýringu ólíklega þar sem athuganir þeirra styðji frekar að um reikistjörnu hafi verið að ræða. Skýringarmyndin sýnir þversnið af sólkerfinu M51-ULS-1. Í miðjunni er tvístirnið en brotni hringurinn sýnir mögulega braut reikistjörnu. Á innfelldu myndinni til hægri má sjá tvístirnið sem samanstendur af sólstjörnu og ofurþéttu fyrirbæri sem sankar að sér efni frá systustjörnu sinni.NASA/CXC/M. Weiss Leita að fleiri kostum innan og utan Vetrarbrautarinnar Ekki er líklegt að möguleg reikistjarna í M51-ULS-1-sólkerfinu væri lífvænleg. Hún hefði að líkindum þurft að lifa af sprengistjörnu þegar nifteindastjarnan eða svartholið varð til. Þá gæti hin stjarnan í sólkerfinu enn sprungið og spúið háorkugeislum yfir reikistjörnuna. Stjörnufræðingarnir sem fundu ummerki um reikistjörnuna stefna að því að skima fyrir fleiri mögulegum hnöttum utan Vetrarbrautarinnar. Þeir hafa þegar í höndunum gögn frá Chandra um að minnsta kosti tuttugu vetrarbrautir. Þá hafa þeir áhuga á að prófa að beita aðferðinni til að leita að fjarreikistjörnum í óvenjulegum sólkerfum í Vetrarbrautinni okkar. Geimurinn Vísindi Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira
Fyrirbærið er að finna í þyrilvetrarbrautinni Messier 51 (M51) sem er þekkt sem Svelgþokan. M51 er í um 28 milljón ljósára fjarlægð frá jörðinni. Til samanburðar eru nær allar þekktar fjarreikistjörnur í innan við þrjú þúsund ljósára fjarlægð og innan okkar eigin Vetrarbrautar. Vísindamennirnir notuðu svonefnda þvergönguaðferð til þess að finna mögulegu reikistjörnuna. Hún byggist á því að mæla sýnilega birtu stjarna og fylgjast með örlitlum breytingum á henni þegar reikistjarna gengur fyrir stjörnu frá jörðinni séð. Þvergönguaðferðin er sú algengasta við leit að fjarreikistjörnum. Sjónaukar manna eru ekki nógu næmir til þess að geta notað þessa aðferð til að leita að reikistjörnum í meiri fjarlægð utan Vetrarbrautarinnar. Í tilfelli fyrirbærisins í M51 fylgdust stjörnufræðingarnir því ekki með breytingum á sýnilegri birtu heldur á röntgengeislun frá björtum tvístirnum. Þau eru yfirleitt samsett úr nifteindastjörnu eða svartholi sem drekkur í sig gas frá systurstjörnu. Efnið í kringum nifteindastjörnuna eða svartholið glóir röntgengeislun. Svæðið þaðan sem röntgengeislunin stafar er hlutfallslega lítið og því telja vísindamenn að reikistjarna í sólkerfi sem þessu lokaði nær algerlega á hana þegar hún gengi fyrir það frá jörðu séð. Með þessari aðferð vonast stjörnufræðingar til þess að geta fundið fjarreikistjörnur sem eru mun lengra í burtu en þær sem hafa fundist til þessa, að því er segir í tilkynningu á vef bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Áratugir gætu liðið þar til fundurinn verður staðfestur Kandídatinn sem menn telja sig hafa fundið í M51 er í tvístirniskerfi sem nefnist M51-ULS-1. Þar gengur annað hvort nifteindastjarna eða svarthol um stjörnu sem eru um tuttugu sinnum massameiri en sólin okkar. Þegar menn beindu Chandra-sjónaukanum að sólkerfinu datt röntgengeislunin niður í þrjár klukkustundir. Tilgáta vísindamannanna er að þar kunni að hafa verið á ferðinni reikistjarna á stærð við Satúrnus sem er um tvöfalt lengra frá nifteindastjörnunni eða svartholinu en Satúrnus er frá sólinni. Staðfesta þarf fundinn með frekari rannsóknum en það gæti reynst snúið. Sporbraut fyrirbærisins virðist svo víð að það ætti ekki að ganga aftur fyrir móðurstjörnu sína fyrr en eftir um sjötíu ár. Þá þarf að útiloka möguleikann á að stjörnufræðingarnir hafi í raun numið gas- og rykský sem hafi slökkt tímabundið á röntgengeisluninni. Vísindamennirnir telja þá skýringu ólíklega þar sem athuganir þeirra styðji frekar að um reikistjörnu hafi verið að ræða. Skýringarmyndin sýnir þversnið af sólkerfinu M51-ULS-1. Í miðjunni er tvístirnið en brotni hringurinn sýnir mögulega braut reikistjörnu. Á innfelldu myndinni til hægri má sjá tvístirnið sem samanstendur af sólstjörnu og ofurþéttu fyrirbæri sem sankar að sér efni frá systustjörnu sinni.NASA/CXC/M. Weiss Leita að fleiri kostum innan og utan Vetrarbrautarinnar Ekki er líklegt að möguleg reikistjarna í M51-ULS-1-sólkerfinu væri lífvænleg. Hún hefði að líkindum þurft að lifa af sprengistjörnu þegar nifteindastjarnan eða svartholið varð til. Þá gæti hin stjarnan í sólkerfinu enn sprungið og spúið háorkugeislum yfir reikistjörnuna. Stjörnufræðingarnir sem fundu ummerki um reikistjörnuna stefna að því að skima fyrir fleiri mögulegum hnöttum utan Vetrarbrautarinnar. Þeir hafa þegar í höndunum gögn frá Chandra um að minnsta kosti tuttugu vetrarbrautir. Þá hafa þeir áhuga á að prófa að beita aðferðinni til að leita að fjarreikistjörnum í óvenjulegum sólkerfum í Vetrarbrautinni okkar.
Geimurinn Vísindi Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira