Húsnæðisverð hækkaði meira en spár gerðu ráð fyrir Fanndís Birna Logadóttir skrifar 27. október 2021 16:22 Vond lykt í Lauganeshverfi Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,59% milli mánaða í október og mælist nú 4,5 prósent. Þetta er mesta verðbólga á árinu frá því í apríl þegar hún mældist 4,6%. Verðbólgan er að miklu leyti til knúin áfram af miklum hækkunum á íbúðaverði að því er kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans. Verðbólgan er í samræmi við spá hagfræðideildar bankans en húsnæðisverð hækkaði þó meira en sérfræðingar áttu von á. Húsnæðisverð hefur hækkað mikið frá því í febrúar en í október mældist ríflega 15 prósent hækkun á húsnæðisverði á tólf mánaða grundvelli og hefur ekki verið meiri frá því í nóvember 2017. Talið er að verðhækkanir á fasteignamarkaði muni fara minnkandi á næstu mánuðum og gerir hagfræðideild bankans ráð fyrir að íbúðaverð hækki um níu prósent á næsta ári en fjögur til fimm prósent næstu tvö ár þar á eftir. Verðbólga án húsnæðis hefur þó hjaðnað jafnt og þétt á árinu og munar nú 1,5 prósentustigum milli verðbólgumælingar með og án húsnæðis. Ekki hefur verið meiri munur þar á frá því í apríl 2018. Auk hækkunar húsnæðisverðs hafði hækkun á bensíni og olíu, og húsgögnum og heimilisbúnaði, mest áhrif til hækkunar á verðbólgu. Lækkun flugfargjalda til útlanda höfðu mest áhrif til lækkunar. Verðbólga hefur einnig farið vaxandi í helstu viðskiptalöndum Íslands á undanförnum mánuðum en verðhækkanir hafa fyrst og fremst verið knúnar áfram af hækkun hrávöruverðs, orkuverðs og flutningskostnaði. Í Bandaríkjunum mældist verðbólga 5,4 prósent í september og hefur ekki mælst hærri í fimmtán ár. Svipaða sögu má segja á evrusvæðinu þar sem verðbólgan var 3,4 prósent í september og hefur heldur ekki verið jafn mikil í þrettán ár. Verði verðbólga enn há í heimshagkerfinu gæti það leitt til frekari verðbólgu með tilheyrandi kostnaði. Slíkt muni skila sér hingað til Íslands í hærra innflutningsverði og hærri verðbólgu. Húsnæðismál Verðlag Íslenskir bankar Tengdar fréttir Bjarni segir verðbólguna ekki komna úr böndunum Fjármálaráðherra segir verðbólguna ekki farna úr böndunum en hún hélt áfram að aukast í þessum mánuði og mælist nú fjögur komma fimm prósent. Hækkun húsnæðisverðs heldur áfram að drífa verðbólguna áfram en án hennar mælist verðbólgan þrjú prósent á síðustu tólf mánuðum. 27. október 2021 12:00 Covid kreppunni lokið að mati Landsbankans Covid kreppunni er lokið samkvæmt þjóðhagsspá Landsbankans sem birt var í dag þar sem gert er ráð fyrir miklum hagvexti á þessu ári og því næsta. Ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af húsnæðismarkaðnum þar sem framboð á íbúðum muni aukast á næstu árum. 20. október 2021 19:20 Vildu aftur ganga lengra en seðlabankastjóri Tveir af fimm nefndarmönnum í peningastefnunefnd Seðlabankans vildu hækka stýrivexti meira en gert var við síðustu vaxtákvörðun. Þann 6. október tilkynnti nefndin að vextir yrðu hækkaðir úr 1,25 prósentum í 1,50 prósent. 20. október 2021 17:04 Mest lesið Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Verðbólgan er í samræmi við spá hagfræðideildar bankans en húsnæðisverð hækkaði þó meira en sérfræðingar áttu von á. Húsnæðisverð hefur hækkað mikið frá því í febrúar en í október mældist ríflega 15 prósent hækkun á húsnæðisverði á tólf mánaða grundvelli og hefur ekki verið meiri frá því í nóvember 2017. Talið er að verðhækkanir á fasteignamarkaði muni fara minnkandi á næstu mánuðum og gerir hagfræðideild bankans ráð fyrir að íbúðaverð hækki um níu prósent á næsta ári en fjögur til fimm prósent næstu tvö ár þar á eftir. Verðbólga án húsnæðis hefur þó hjaðnað jafnt og þétt á árinu og munar nú 1,5 prósentustigum milli verðbólgumælingar með og án húsnæðis. Ekki hefur verið meiri munur þar á frá því í apríl 2018. Auk hækkunar húsnæðisverðs hafði hækkun á bensíni og olíu, og húsgögnum og heimilisbúnaði, mest áhrif til hækkunar á verðbólgu. Lækkun flugfargjalda til útlanda höfðu mest áhrif til lækkunar. Verðbólga hefur einnig farið vaxandi í helstu viðskiptalöndum Íslands á undanförnum mánuðum en verðhækkanir hafa fyrst og fremst verið knúnar áfram af hækkun hrávöruverðs, orkuverðs og flutningskostnaði. Í Bandaríkjunum mældist verðbólga 5,4 prósent í september og hefur ekki mælst hærri í fimmtán ár. Svipaða sögu má segja á evrusvæðinu þar sem verðbólgan var 3,4 prósent í september og hefur heldur ekki verið jafn mikil í þrettán ár. Verði verðbólga enn há í heimshagkerfinu gæti það leitt til frekari verðbólgu með tilheyrandi kostnaði. Slíkt muni skila sér hingað til Íslands í hærra innflutningsverði og hærri verðbólgu.
Húsnæðismál Verðlag Íslenskir bankar Tengdar fréttir Bjarni segir verðbólguna ekki komna úr böndunum Fjármálaráðherra segir verðbólguna ekki farna úr böndunum en hún hélt áfram að aukast í þessum mánuði og mælist nú fjögur komma fimm prósent. Hækkun húsnæðisverðs heldur áfram að drífa verðbólguna áfram en án hennar mælist verðbólgan þrjú prósent á síðustu tólf mánuðum. 27. október 2021 12:00 Covid kreppunni lokið að mati Landsbankans Covid kreppunni er lokið samkvæmt þjóðhagsspá Landsbankans sem birt var í dag þar sem gert er ráð fyrir miklum hagvexti á þessu ári og því næsta. Ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af húsnæðismarkaðnum þar sem framboð á íbúðum muni aukast á næstu árum. 20. október 2021 19:20 Vildu aftur ganga lengra en seðlabankastjóri Tveir af fimm nefndarmönnum í peningastefnunefnd Seðlabankans vildu hækka stýrivexti meira en gert var við síðustu vaxtákvörðun. Þann 6. október tilkynnti nefndin að vextir yrðu hækkaðir úr 1,25 prósentum í 1,50 prósent. 20. október 2021 17:04 Mest lesið Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Bjarni segir verðbólguna ekki komna úr böndunum Fjármálaráðherra segir verðbólguna ekki farna úr böndunum en hún hélt áfram að aukast í þessum mánuði og mælist nú fjögur komma fimm prósent. Hækkun húsnæðisverðs heldur áfram að drífa verðbólguna áfram en án hennar mælist verðbólgan þrjú prósent á síðustu tólf mánuðum. 27. október 2021 12:00
Covid kreppunni lokið að mati Landsbankans Covid kreppunni er lokið samkvæmt þjóðhagsspá Landsbankans sem birt var í dag þar sem gert er ráð fyrir miklum hagvexti á þessu ári og því næsta. Ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af húsnæðismarkaðnum þar sem framboð á íbúðum muni aukast á næstu árum. 20. október 2021 19:20
Vildu aftur ganga lengra en seðlabankastjóri Tveir af fimm nefndarmönnum í peningastefnunefnd Seðlabankans vildu hækka stýrivexti meira en gert var við síðustu vaxtákvörðun. Þann 6. október tilkynnti nefndin að vextir yrðu hækkaðir úr 1,25 prósentum í 1,50 prósent. 20. október 2021 17:04