Gaupi hitti markvörðinn sem elskar Eurovision og fór í framboð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2021 10:00 Lárus Helgi Ólafsson hefur staðið sig vel í marki Fram. Vísir/Vilhelm Guðjón Guðmundsson var í Eurovision fíling í síðustu Seinni bylgju og hitti þar einn virtasta Eurovision sérfræðing íslensku þjóðarinnar sem er líka alveg þrælgóður í marki í handbolta. Hér má finna nýjasta „.Eina“ með Gaupa. „Nú er komið að eina leikmanninum í Olís deild karla sem elskar Eurovision. Enginn annar en þessi hér Júró-Lalli,“ hóf Guðjón Guðmundsson innslagið sitt að þessu sinni. Lárus Helgi Ólafsson, markvörður í Fram, fékk handboltann beint í æð frá karli föður sínum, Ólafi Birni Lárussyni, leikmanni KR og Gróttu, þjálfara og handboltarýni til margra ára. Ólafur var á sínum tíma magnaður leikmaður. „Ég held að hann spili rosalega stóra rullu íþróttalega séð hjá öllum okkur bræðrunum. Við fengum að elta hann á nánast hverja einustu æfingu nánast upp okkar bernskuár. Við fengum að kynnast boltanum frá A til Ö og allir þeirri, spennu, gleði og skemmtun sem er í kringum þetta,“ sagði Lárus Helgi Ólafsson. Var ekkert sérstakur í marki til að byrja með Gaupi segir við Lárus að hann hafi valið markið þrátt fyrir að hafa ekki getað neitt í marki. Lárus Helgi Ólafsson í leik á móti Stjörnunini í bikarnum.Vísir/Daníel Þór „Ég var ekkert sérstakur til að byrja með en ég hef alið með mér að gefast aldrei upp og hef lagt af mér töluvert í gegnum tíðina. Ég hef æft mikið aukalega og svona og þetta hefur komið hægt og rólega. Ég er að vona að ég sé farin að uppskera eftir þetta erfiði sem ég hef lagt á mig,“ sagði Lárus. Gaupi forvitnast um hliðaráhugamálið og að hann sé stundum kallaður Júró Lalli. Hvað er það? „Það er góð spurning. Þetta byrjaði í kringum 2004 og 2005 þegar Lordi koma með „Hard Rock Hallelujah“ og það kveikti áhuga hjá mér á keppninni. Númer eitt, tvö og þrjú, þá finnst mér lögin bara geggjuð. Það eru kannski ekki margir sem trúa því en mér finnst þetta frábær tónlist oft á tíðum. Síðan er þetta bara svo mikil sýning. Það er svo mikil andi yfir þessu í eina viku á ári. Þetta næstuppáhaldsvikan mín á árinu á eftir jólavikunni,“ sagði Lárus. Klippa: Seinni bylgjan: Eina með Júró Lalla Enginn vafi hvað sé besta Eurovision lagið Hann er að taka þetta alla leið og hellir sér ofan í keppnina. „Ég geri það algjörlega. Fyrir keppni þá er ég búinn að kynna mér öll lögin og leggja mitt mat á hitt og þetta. Myndböndin, textana og hitt og þetta. Ég verð að viðurkenna það að ég hlusta á Eurovision allt árið um kring. Það er á í bílnum á leiðinni á æfingar, í vinnu eða þegar ég er að skúra heima,“ sagði Lárus. En hvað er besta Eurovision lagið? „Það er án nokkurs vafa Molitva með Mariju Serifovic sem var sigurvegari árið 2007 fyrir Serbíu. Ég held að það sé engin spurning,“ sagði Lárus. Lárus raular ekki bara Eurovision lögin fyrir sjálfan sig. „Stundum bregð ég á leik hér upp í hátíðarsal þegar maður hefur komist í smá söngvatn þá tekur maður slagara fyrir fólkið. Ég tek alltaf það sama þannig að það er kannski farið að vera þreytt og ég þarf kannski að fara að skipta um lög,“ sagði Lárus. Lárus Helgi Ólafsson er litríkur á velli og ekki alltaf sáttur með sjálfan sig.Vísir/Hulda Margrét Kominn í pólitíkina líka Hann er líka kominn í pólitík og er Framsóknarmaður. „Ásmundur Davíð náði að plata mig í gang þar. Ég menntaði mig í stjórnmálafræði til að byrja með í háskólanum og ég hugsaði alltaf að einhvern tímann myndi ég vilja prófa þetta. Kallið barst í vor og þá ákvað ég að hoppa á vagninn og af hverju ekki? Prófa þetta og upplifa þetta. Þetta var mikil og góður skóli. Hann var skemmtilegur því ég kynntist helling af fólki og ég held að maður hafi vaxið sem persóna eftir að hafa prófað þetta,“ sagði Lárus. Hvar sér hann sig í handboltanum í vetur. „Bara reyna að halda mig við mitt heygarðshorn og gera það sem ég er góður í. Við Framarar ætlum að reyna að selja okkur dýrt í allan vetur. Við misstum nokkra leikmenn og fengum nokkra nýja. Við erum aðeins að pússa þetta saman aftur. Hvert stig skiptir máli fyrir okkur,“ sagði Lárus. Bróðir hans Þorgrímur Smári Ólafsson, er alltaf meiddur eða svo sagði Gaupi við Lárus. „Hann er svona aðeins að skríða saman. Ég er alltaf að reyna að peppa hann í að halda áfram. Honum finnst voða þægilegt að vera heima á kvöldin núna. Ég ætla gera mitt besta til að fá hann til að halda áfram tvö til þrjú ár í viðbót. Taka eitt ár í nýja húsinu og svona,“ sagði Lárus en karl föður þeirra hefur kveikt í þeim báðum. Kallaður Óli dugga „Heldur betur. Svipað uppstökk hjá báðum, hefur þú séð það,“ spurði Lárus Gaupa. „Já ég hef séð það. Svo var karlinn kallaður Óli dugga. Hann var alltaf svona. Manstu eftir því,“ spurði Gaupi á móti og lék tilburði föðurins. „Ég hef aldrei tekið eftir því af því að ég þekki hann út frá þessu alla tíð. Smá vegg og velta en það er bara gaman af því,“ sagði Lárus. Það má sjá allt viðtalið við Lárus Helga hér fyrir ofan. Olís-deild karla Seinni bylgjan Fram Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Sjá meira
„Nú er komið að eina leikmanninum í Olís deild karla sem elskar Eurovision. Enginn annar en þessi hér Júró-Lalli,“ hóf Guðjón Guðmundsson innslagið sitt að þessu sinni. Lárus Helgi Ólafsson, markvörður í Fram, fékk handboltann beint í æð frá karli föður sínum, Ólafi Birni Lárussyni, leikmanni KR og Gróttu, þjálfara og handboltarýni til margra ára. Ólafur var á sínum tíma magnaður leikmaður. „Ég held að hann spili rosalega stóra rullu íþróttalega séð hjá öllum okkur bræðrunum. Við fengum að elta hann á nánast hverja einustu æfingu nánast upp okkar bernskuár. Við fengum að kynnast boltanum frá A til Ö og allir þeirri, spennu, gleði og skemmtun sem er í kringum þetta,“ sagði Lárus Helgi Ólafsson. Var ekkert sérstakur í marki til að byrja með Gaupi segir við Lárus að hann hafi valið markið þrátt fyrir að hafa ekki getað neitt í marki. Lárus Helgi Ólafsson í leik á móti Stjörnunini í bikarnum.Vísir/Daníel Þór „Ég var ekkert sérstakur til að byrja með en ég hef alið með mér að gefast aldrei upp og hef lagt af mér töluvert í gegnum tíðina. Ég hef æft mikið aukalega og svona og þetta hefur komið hægt og rólega. Ég er að vona að ég sé farin að uppskera eftir þetta erfiði sem ég hef lagt á mig,“ sagði Lárus. Gaupi forvitnast um hliðaráhugamálið og að hann sé stundum kallaður Júró Lalli. Hvað er það? „Það er góð spurning. Þetta byrjaði í kringum 2004 og 2005 þegar Lordi koma með „Hard Rock Hallelujah“ og það kveikti áhuga hjá mér á keppninni. Númer eitt, tvö og þrjú, þá finnst mér lögin bara geggjuð. Það eru kannski ekki margir sem trúa því en mér finnst þetta frábær tónlist oft á tíðum. Síðan er þetta bara svo mikil sýning. Það er svo mikil andi yfir þessu í eina viku á ári. Þetta næstuppáhaldsvikan mín á árinu á eftir jólavikunni,“ sagði Lárus. Klippa: Seinni bylgjan: Eina með Júró Lalla Enginn vafi hvað sé besta Eurovision lagið Hann er að taka þetta alla leið og hellir sér ofan í keppnina. „Ég geri það algjörlega. Fyrir keppni þá er ég búinn að kynna mér öll lögin og leggja mitt mat á hitt og þetta. Myndböndin, textana og hitt og þetta. Ég verð að viðurkenna það að ég hlusta á Eurovision allt árið um kring. Það er á í bílnum á leiðinni á æfingar, í vinnu eða þegar ég er að skúra heima,“ sagði Lárus. En hvað er besta Eurovision lagið? „Það er án nokkurs vafa Molitva með Mariju Serifovic sem var sigurvegari árið 2007 fyrir Serbíu. Ég held að það sé engin spurning,“ sagði Lárus. Lárus raular ekki bara Eurovision lögin fyrir sjálfan sig. „Stundum bregð ég á leik hér upp í hátíðarsal þegar maður hefur komist í smá söngvatn þá tekur maður slagara fyrir fólkið. Ég tek alltaf það sama þannig að það er kannski farið að vera þreytt og ég þarf kannski að fara að skipta um lög,“ sagði Lárus. Lárus Helgi Ólafsson er litríkur á velli og ekki alltaf sáttur með sjálfan sig.Vísir/Hulda Margrét Kominn í pólitíkina líka Hann er líka kominn í pólitík og er Framsóknarmaður. „Ásmundur Davíð náði að plata mig í gang þar. Ég menntaði mig í stjórnmálafræði til að byrja með í háskólanum og ég hugsaði alltaf að einhvern tímann myndi ég vilja prófa þetta. Kallið barst í vor og þá ákvað ég að hoppa á vagninn og af hverju ekki? Prófa þetta og upplifa þetta. Þetta var mikil og góður skóli. Hann var skemmtilegur því ég kynntist helling af fólki og ég held að maður hafi vaxið sem persóna eftir að hafa prófað þetta,“ sagði Lárus. Hvar sér hann sig í handboltanum í vetur. „Bara reyna að halda mig við mitt heygarðshorn og gera það sem ég er góður í. Við Framarar ætlum að reyna að selja okkur dýrt í allan vetur. Við misstum nokkra leikmenn og fengum nokkra nýja. Við erum aðeins að pússa þetta saman aftur. Hvert stig skiptir máli fyrir okkur,“ sagði Lárus. Bróðir hans Þorgrímur Smári Ólafsson, er alltaf meiddur eða svo sagði Gaupi við Lárus. „Hann er svona aðeins að skríða saman. Ég er alltaf að reyna að peppa hann í að halda áfram. Honum finnst voða þægilegt að vera heima á kvöldin núna. Ég ætla gera mitt besta til að fá hann til að halda áfram tvö til þrjú ár í viðbót. Taka eitt ár í nýja húsinu og svona,“ sagði Lárus en karl föður þeirra hefur kveikt í þeim báðum. Kallaður Óli dugga „Heldur betur. Svipað uppstökk hjá báðum, hefur þú séð það,“ spurði Lárus Gaupa. „Já ég hef séð það. Svo var karlinn kallaður Óli dugga. Hann var alltaf svona. Manstu eftir því,“ spurði Gaupi á móti og lék tilburði föðurins. „Ég hef aldrei tekið eftir því af því að ég þekki hann út frá þessu alla tíð. Smá vegg og velta en það er bara gaman af því,“ sagði Lárus. Það má sjá allt viðtalið við Lárus Helga hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Fram Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Sjá meira