Skipti um nafn áður en hún gekk af velli í 315. og síðasta landsleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2021 10:31 Carli Lloyd veifar til áhorfenda í síðasta landsleik sínum í nótt. AP/Andy Clayton-King Bandaríska kvennalandsliðið í fótbolta kvaddi eina af sínum stærstu goðsögnum í nótt þegar Carli Lloyd spilaði sinn síðasta landsleik í 6-0 sigri á Suður-Kóreu. Hin 39 ára gamla Lloyd hafði tilkynnt það eftir Ólympíuleikana í sumar að hún myndi leggja landsliðsskóna á hilluna í loka þessa árs. "You will not see me on the field, but you best believe that I will be around helping this game grow."@CarliLloyd signs off from her final game (via @USWNT)pic.twitter.com/wHFOSm5Dva— ESPN (@espn) October 27, 2021 Bandaríska liðið spilaði í raun fjóra kveðjuleiki fyrir Carli Lloyd en sá síðasti af þeim var á Allianz Field í St. Paul í Minnesota í nótt. Hápunkturinn á ferli Lloyd var þegar hún skoraði þrennu á fyrstu sextán mínútunum í úrslitaleik HM 2015 en hún varð bæði heims- og Ólympíumeistari tvisvar sinnum. Hún varð líka fyrsti Bandaríkjamaðurinn til að skora á fjórum Ólympíuleikum. Enjoy every moment, @CarliLloyd. What a journey it's been.#ThankYouCarli pic.twitter.com/FxW5xZ0HOo— U.S. Soccer WNT (@USWNT) October 26, 2021 Lloyd skoraði 134 mörk fyrir bandaríska landsliðið en aðeins tvær konur hafa skorað fleiri mörk. Leikurinn í gær var númer 315. „Þetta er tilfinningarík stund. Ég er samt svo sátt með þessa ákvörðun að ég finn bara fyrir gleði og hamingju. Þetta er búið að vera stórkostlegt ferðalag og ég gat allt mitt í þetta. Nú get ég gengið inn í næsta kafla í mínu lífi,“ sagði Carli Lloyd og það gerði hún líka með sérstökum hætti þegar hún fór af velli. Carli Lloyd waves goodbye to her legendary career with @USWNT pic.twitter.com/jnMzK1azki— Goal (@goal) October 27, 2021 Lloyd var í byrjunarliðinu en var tekin af velli á 66. mínútu leiksins við mikið lófatak í stúkunni. Hún faðmaði liðsfélaga sína, tók af sér skóna, lét Megan Rapinoe fá fyrirliðabandið og endaði svo á mjög sérstakan hátt. Carli er ekki lengur Carli Lloyd heldur er hún búin að skipta um nafn. Til marks um það þá fór hún úr búningnum sínum með Lloyd nafninu og á bak við var hún í alveg eins búningi sem á stóð „Hollins“ en hún hefur nú tekið upp ættarnafn eiginmanns síns Brian Hollins. After 17 years, @CarliLloyd's time with the @USWNT comes to an end. What a career it's been pic.twitter.com/FMQHFYUMok— B/R Football (@brfootball) October 27, 2021 Fótbolti Bandaríkin Mest lesið „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Manchester er heima“ Enski boltinn „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Enski boltinn De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn Fleiri fréttir „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Cunha að ganga í raðir Man United Muslera með mark og Mourinho súr Sjá meira
Hin 39 ára gamla Lloyd hafði tilkynnt það eftir Ólympíuleikana í sumar að hún myndi leggja landsliðsskóna á hilluna í loka þessa árs. "You will not see me on the field, but you best believe that I will be around helping this game grow."@CarliLloyd signs off from her final game (via @USWNT)pic.twitter.com/wHFOSm5Dva— ESPN (@espn) October 27, 2021 Bandaríska liðið spilaði í raun fjóra kveðjuleiki fyrir Carli Lloyd en sá síðasti af þeim var á Allianz Field í St. Paul í Minnesota í nótt. Hápunkturinn á ferli Lloyd var þegar hún skoraði þrennu á fyrstu sextán mínútunum í úrslitaleik HM 2015 en hún varð bæði heims- og Ólympíumeistari tvisvar sinnum. Hún varð líka fyrsti Bandaríkjamaðurinn til að skora á fjórum Ólympíuleikum. Enjoy every moment, @CarliLloyd. What a journey it's been.#ThankYouCarli pic.twitter.com/FxW5xZ0HOo— U.S. Soccer WNT (@USWNT) October 26, 2021 Lloyd skoraði 134 mörk fyrir bandaríska landsliðið en aðeins tvær konur hafa skorað fleiri mörk. Leikurinn í gær var númer 315. „Þetta er tilfinningarík stund. Ég er samt svo sátt með þessa ákvörðun að ég finn bara fyrir gleði og hamingju. Þetta er búið að vera stórkostlegt ferðalag og ég gat allt mitt í þetta. Nú get ég gengið inn í næsta kafla í mínu lífi,“ sagði Carli Lloyd og það gerði hún líka með sérstökum hætti þegar hún fór af velli. Carli Lloyd waves goodbye to her legendary career with @USWNT pic.twitter.com/jnMzK1azki— Goal (@goal) October 27, 2021 Lloyd var í byrjunarliðinu en var tekin af velli á 66. mínútu leiksins við mikið lófatak í stúkunni. Hún faðmaði liðsfélaga sína, tók af sér skóna, lét Megan Rapinoe fá fyrirliðabandið og endaði svo á mjög sérstakan hátt. Carli er ekki lengur Carli Lloyd heldur er hún búin að skipta um nafn. Til marks um það þá fór hún úr búningnum sínum með Lloyd nafninu og á bak við var hún í alveg eins búningi sem á stóð „Hollins“ en hún hefur nú tekið upp ættarnafn eiginmanns síns Brian Hollins. After 17 years, @CarliLloyd's time with the @USWNT comes to an end. What a career it's been pic.twitter.com/FMQHFYUMok— B/R Football (@brfootball) October 27, 2021
Fótbolti Bandaríkin Mest lesið „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Manchester er heima“ Enski boltinn „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Enski boltinn De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn Fleiri fréttir „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Cunha að ganga í raðir Man United Muslera með mark og Mourinho súr Sjá meira