Frestar útgáfu Kennedy-skjalanna aftur Samúel Karl Ólason skrifar 25. október 2021 14:52 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, vill að skjölunum verði komið á rafrænt form þegar þau verða birt. AP/Evan Vucci Hvíta húsið tilkynnti á föstudaginn að skjöl sem snúa að morði John F. Kennedy, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, verði ekki opinberuð strax. Opinberuninni verði frestað vegna Covid-19 þar sem sérfræðingar þurfi meiri tíma til að fara yfir skjölin og tryggja að þau innihaldi engin leyndarmál. Kennedy var skotinn til bana árið 1963 Í minnisblaði sem Hvíta húsið birti á föstudaginn skrifaði Joe Biden, forseti, að faraldur kórónuveirunnar hefðu komið niður á störfum opinberra starfsmanna og því væri ekki hægt að birta skjölin strax. Forsetinn sagði að hluta skjalanna ætti að birta seinna á þessu ári en restina í fyrsta lagi í desember árið 2022. Biden sagði þó í minnisblaðinu að hann hefði kallað eftir áætlun um að koma öllum skjölunum á rafrænt form. Um 300 þúsund skjöl er að ræða. Donald Trump, fyrrverandi forseti, tók einnig ákvörðun um að tefja birtingu skjalanna árið 2018. Bandaríkjaþing samþykkti lög árið 1992 um að öll opinber skjöl vegna morðsins ætti að opinbera. Það yrði að gera til að almenningur gæti kynnt sér sannleikann um morðið sem hefur leitt af sér margar samsæriskenningar í gegnum árin. Lögin innihéldu þó klausur, samkvæmt frétt NPR, um að fresta ætti útgáfu skjalanna ef opinberun þeirra myndi valda hernum, leyniþjónustum eða löggæslustofnunum skaða. Búast ekki við miklu Í frétt Politico er bent á að kannanir sýni fram á að meirihluti Bandaríkjamanna trúi ekki niðurstöðu Warren-rannsóknarnefndarinnar svokölluðu um að Lee Harvey Oswald hefði skotið Kennedy til bana og hann hefði einn staðið við morðið. Oswald var fyrrverandi landgönguliði sem hafði um tíma flúið til Sovétríkjanna. Hann var svo skotinn til bana í haldi lögreglu af Jack Ruby. Þá bendir Politico á niðurstöðu þingnefndar frá árinu 1978 um að Kennedy hefði líklega verið myrtur vegna einhvers konar samsæris. Miðillinn hefur eftir sagnfræðingum og rannsakendum að þeir búist ekki við því að skjölin muni hafa mikil áhrif á umræðuna um morð Kennedy, þegar þau verða loks birt. Bandaríkin Joe Biden Kalda stríðið Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Kennedy var skotinn til bana árið 1963 Í minnisblaði sem Hvíta húsið birti á föstudaginn skrifaði Joe Biden, forseti, að faraldur kórónuveirunnar hefðu komið niður á störfum opinberra starfsmanna og því væri ekki hægt að birta skjölin strax. Forsetinn sagði að hluta skjalanna ætti að birta seinna á þessu ári en restina í fyrsta lagi í desember árið 2022. Biden sagði þó í minnisblaðinu að hann hefði kallað eftir áætlun um að koma öllum skjölunum á rafrænt form. Um 300 þúsund skjöl er að ræða. Donald Trump, fyrrverandi forseti, tók einnig ákvörðun um að tefja birtingu skjalanna árið 2018. Bandaríkjaþing samþykkti lög árið 1992 um að öll opinber skjöl vegna morðsins ætti að opinbera. Það yrði að gera til að almenningur gæti kynnt sér sannleikann um morðið sem hefur leitt af sér margar samsæriskenningar í gegnum árin. Lögin innihéldu þó klausur, samkvæmt frétt NPR, um að fresta ætti útgáfu skjalanna ef opinberun þeirra myndi valda hernum, leyniþjónustum eða löggæslustofnunum skaða. Búast ekki við miklu Í frétt Politico er bent á að kannanir sýni fram á að meirihluti Bandaríkjamanna trúi ekki niðurstöðu Warren-rannsóknarnefndarinnar svokölluðu um að Lee Harvey Oswald hefði skotið Kennedy til bana og hann hefði einn staðið við morðið. Oswald var fyrrverandi landgönguliði sem hafði um tíma flúið til Sovétríkjanna. Hann var svo skotinn til bana í haldi lögreglu af Jack Ruby. Þá bendir Politico á niðurstöðu þingnefndar frá árinu 1978 um að Kennedy hefði líklega verið myrtur vegna einhvers konar samsæris. Miðillinn hefur eftir sagnfræðingum og rannsakendum að þeir búist ekki við því að skjölin muni hafa mikil áhrif á umræðuna um morð Kennedy, þegar þau verða loks birt.
Bandaríkin Joe Biden Kalda stríðið Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira