Frestar útgáfu Kennedy-skjalanna aftur Samúel Karl Ólason skrifar 25. október 2021 14:52 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, vill að skjölunum verði komið á rafrænt form þegar þau verða birt. AP/Evan Vucci Hvíta húsið tilkynnti á föstudaginn að skjöl sem snúa að morði John F. Kennedy, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, verði ekki opinberuð strax. Opinberuninni verði frestað vegna Covid-19 þar sem sérfræðingar þurfi meiri tíma til að fara yfir skjölin og tryggja að þau innihaldi engin leyndarmál. Kennedy var skotinn til bana árið 1963 Í minnisblaði sem Hvíta húsið birti á föstudaginn skrifaði Joe Biden, forseti, að faraldur kórónuveirunnar hefðu komið niður á störfum opinberra starfsmanna og því væri ekki hægt að birta skjölin strax. Forsetinn sagði að hluta skjalanna ætti að birta seinna á þessu ári en restina í fyrsta lagi í desember árið 2022. Biden sagði þó í minnisblaðinu að hann hefði kallað eftir áætlun um að koma öllum skjölunum á rafrænt form. Um 300 þúsund skjöl er að ræða. Donald Trump, fyrrverandi forseti, tók einnig ákvörðun um að tefja birtingu skjalanna árið 2018. Bandaríkjaþing samþykkti lög árið 1992 um að öll opinber skjöl vegna morðsins ætti að opinbera. Það yrði að gera til að almenningur gæti kynnt sér sannleikann um morðið sem hefur leitt af sér margar samsæriskenningar í gegnum árin. Lögin innihéldu þó klausur, samkvæmt frétt NPR, um að fresta ætti útgáfu skjalanna ef opinberun þeirra myndi valda hernum, leyniþjónustum eða löggæslustofnunum skaða. Búast ekki við miklu Í frétt Politico er bent á að kannanir sýni fram á að meirihluti Bandaríkjamanna trúi ekki niðurstöðu Warren-rannsóknarnefndarinnar svokölluðu um að Lee Harvey Oswald hefði skotið Kennedy til bana og hann hefði einn staðið við morðið. Oswald var fyrrverandi landgönguliði sem hafði um tíma flúið til Sovétríkjanna. Hann var svo skotinn til bana í haldi lögreglu af Jack Ruby. Þá bendir Politico á niðurstöðu þingnefndar frá árinu 1978 um að Kennedy hefði líklega verið myrtur vegna einhvers konar samsæris. Miðillinn hefur eftir sagnfræðingum og rannsakendum að þeir búist ekki við því að skjölin muni hafa mikil áhrif á umræðuna um morð Kennedy, þegar þau verða loks birt. Bandaríkin Joe Biden Kalda stríðið Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Sjá meira
Kennedy var skotinn til bana árið 1963 Í minnisblaði sem Hvíta húsið birti á föstudaginn skrifaði Joe Biden, forseti, að faraldur kórónuveirunnar hefðu komið niður á störfum opinberra starfsmanna og því væri ekki hægt að birta skjölin strax. Forsetinn sagði að hluta skjalanna ætti að birta seinna á þessu ári en restina í fyrsta lagi í desember árið 2022. Biden sagði þó í minnisblaðinu að hann hefði kallað eftir áætlun um að koma öllum skjölunum á rafrænt form. Um 300 þúsund skjöl er að ræða. Donald Trump, fyrrverandi forseti, tók einnig ákvörðun um að tefja birtingu skjalanna árið 2018. Bandaríkjaþing samþykkti lög árið 1992 um að öll opinber skjöl vegna morðsins ætti að opinbera. Það yrði að gera til að almenningur gæti kynnt sér sannleikann um morðið sem hefur leitt af sér margar samsæriskenningar í gegnum árin. Lögin innihéldu þó klausur, samkvæmt frétt NPR, um að fresta ætti útgáfu skjalanna ef opinberun þeirra myndi valda hernum, leyniþjónustum eða löggæslustofnunum skaða. Búast ekki við miklu Í frétt Politico er bent á að kannanir sýni fram á að meirihluti Bandaríkjamanna trúi ekki niðurstöðu Warren-rannsóknarnefndarinnar svokölluðu um að Lee Harvey Oswald hefði skotið Kennedy til bana og hann hefði einn staðið við morðið. Oswald var fyrrverandi landgönguliði sem hafði um tíma flúið til Sovétríkjanna. Hann var svo skotinn til bana í haldi lögreglu af Jack Ruby. Þá bendir Politico á niðurstöðu þingnefndar frá árinu 1978 um að Kennedy hefði líklega verið myrtur vegna einhvers konar samsæris. Miðillinn hefur eftir sagnfræðingum og rannsakendum að þeir búist ekki við því að skjölin muni hafa mikil áhrif á umræðuna um morð Kennedy, þegar þau verða loks birt.
Bandaríkin Joe Biden Kalda stríðið Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Sjá meira