Rússar gera umfangsmikla töluvárás í Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 25. október 2021 13:15 Tölvuþrjótarnir eru að reyna að nota stóran gagnagrunn stolinna lykilorða til að komast inn í skýþjónustu Microsoft. Getty Sérfræðingar Microsoft og aðrir netöryggissérfræðingar vestanhafs segja Leyniþjónustu Rússlands standa fyrir umfangsmikilli netárás á Bandaríkin. Rússneskir tölvuþrjótar séu að reyna að brjóta sér leið inn í tölvukerfið þúsunda stofnan, fyrirtækja og hugveita í Bandaríkjunum. Árásin beinist gegn skýþjónustu Microsoft og hefur fyrirtækið varað forsvarsmenn rúmlega sex hundruð stofnana og fyrirtækja við um það bil 23 þúsund tilraunum til að komast inn í kerfi þeirra. New York Times segir bandaríska embættismenn hafa staðfest að árásin standi yfir. Microsoft hefur ekki sagt hvort árásin sé vel heppnuð. Tölvuþrjótar þessir eru sagðir vera á vegum SVR (áður KGB) og hafa þeir margsinnis áður verið bendlaðir við tölvuárásir sem þessar. Meðal annars brutu tölvuþrjótar stofnunarinnar sér leið inn í tölvukerfi Demókrataflokksins í aðdraganda forsetakosninganna 2016 og stóðu við SolarWinds árásina, sem var gríðarstór. Í SolarWinds árásinni komust tölvuþrjótarnir inn í kerfi fyrirtækis sem selur stofnunum og fyrirtækjum hugbúnaðartól til að stjórna tölvukerfum. Því tóli breyttu þeir svo þrjótarnir öðluðust aðgang að fjölda tölvukerfa án þess að nokkur yrði þess var. Sjá einnig: Ráðgjafi vissi af og varaði við hættunni á tölvuárás Að þessu sinni eru tölvuþrjótarnir rússnesku sagðir beita stórum gagnagrunni stolinna lykilorða til að reyna að komast inn í skýþjónustu Microsoft. Ríkisstjórn Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, rak tíu rússneska erindreka úr landi í apríl og beitti refsiaðgerðum gegn 32 einstaklingum og fyrirtækjum í Rússlandi. Það var meðal annars gert vegna tölvuárása Rússa í Bandaríkjunum. Sjá einnig: Vísa tíu Rússum úr landi og beita refsiaðgerðum Embættismenn Í Bandaríkjunum segjast vera að spýta í lófana varðandi tölvuárásir sem þessar. Sérstaklega með tilliti til fjölgunar gagnagíslatökuárása, sem eru margar gerðar af rússneskum tölvuþrjótum. Ríkisstjórn Bidens hefur lagt til aðgerðir til að gera árásir sem þessar mun erfiðari. Bandaríkin Rússland Tölvuárásir Microsoft Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Sjá meira
Árásin beinist gegn skýþjónustu Microsoft og hefur fyrirtækið varað forsvarsmenn rúmlega sex hundruð stofnana og fyrirtækja við um það bil 23 þúsund tilraunum til að komast inn í kerfi þeirra. New York Times segir bandaríska embættismenn hafa staðfest að árásin standi yfir. Microsoft hefur ekki sagt hvort árásin sé vel heppnuð. Tölvuþrjótar þessir eru sagðir vera á vegum SVR (áður KGB) og hafa þeir margsinnis áður verið bendlaðir við tölvuárásir sem þessar. Meðal annars brutu tölvuþrjótar stofnunarinnar sér leið inn í tölvukerfi Demókrataflokksins í aðdraganda forsetakosninganna 2016 og stóðu við SolarWinds árásina, sem var gríðarstór. Í SolarWinds árásinni komust tölvuþrjótarnir inn í kerfi fyrirtækis sem selur stofnunum og fyrirtækjum hugbúnaðartól til að stjórna tölvukerfum. Því tóli breyttu þeir svo þrjótarnir öðluðust aðgang að fjölda tölvukerfa án þess að nokkur yrði þess var. Sjá einnig: Ráðgjafi vissi af og varaði við hættunni á tölvuárás Að þessu sinni eru tölvuþrjótarnir rússnesku sagðir beita stórum gagnagrunni stolinna lykilorða til að reyna að komast inn í skýþjónustu Microsoft. Ríkisstjórn Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, rak tíu rússneska erindreka úr landi í apríl og beitti refsiaðgerðum gegn 32 einstaklingum og fyrirtækjum í Rússlandi. Það var meðal annars gert vegna tölvuárása Rússa í Bandaríkjunum. Sjá einnig: Vísa tíu Rússum úr landi og beita refsiaðgerðum Embættismenn Í Bandaríkjunum segjast vera að spýta í lófana varðandi tölvuárásir sem þessar. Sérstaklega með tilliti til fjölgunar gagnagíslatökuárása, sem eru margar gerðar af rússneskum tölvuþrjótum. Ríkisstjórn Bidens hefur lagt til aðgerðir til að gera árásir sem þessar mun erfiðari.
Bandaríkin Rússland Tölvuárásir Microsoft Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Sjá meira