Rússar gera umfangsmikla töluvárás í Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 25. október 2021 13:15 Tölvuþrjótarnir eru að reyna að nota stóran gagnagrunn stolinna lykilorða til að komast inn í skýþjónustu Microsoft. Getty Sérfræðingar Microsoft og aðrir netöryggissérfræðingar vestanhafs segja Leyniþjónustu Rússlands standa fyrir umfangsmikilli netárás á Bandaríkin. Rússneskir tölvuþrjótar séu að reyna að brjóta sér leið inn í tölvukerfið þúsunda stofnan, fyrirtækja og hugveita í Bandaríkjunum. Árásin beinist gegn skýþjónustu Microsoft og hefur fyrirtækið varað forsvarsmenn rúmlega sex hundruð stofnana og fyrirtækja við um það bil 23 þúsund tilraunum til að komast inn í kerfi þeirra. New York Times segir bandaríska embættismenn hafa staðfest að árásin standi yfir. Microsoft hefur ekki sagt hvort árásin sé vel heppnuð. Tölvuþrjótar þessir eru sagðir vera á vegum SVR (áður KGB) og hafa þeir margsinnis áður verið bendlaðir við tölvuárásir sem þessar. Meðal annars brutu tölvuþrjótar stofnunarinnar sér leið inn í tölvukerfi Demókrataflokksins í aðdraganda forsetakosninganna 2016 og stóðu við SolarWinds árásina, sem var gríðarstór. Í SolarWinds árásinni komust tölvuþrjótarnir inn í kerfi fyrirtækis sem selur stofnunum og fyrirtækjum hugbúnaðartól til að stjórna tölvukerfum. Því tóli breyttu þeir svo þrjótarnir öðluðust aðgang að fjölda tölvukerfa án þess að nokkur yrði þess var. Sjá einnig: Ráðgjafi vissi af og varaði við hættunni á tölvuárás Að þessu sinni eru tölvuþrjótarnir rússnesku sagðir beita stórum gagnagrunni stolinna lykilorða til að reyna að komast inn í skýþjónustu Microsoft. Ríkisstjórn Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, rak tíu rússneska erindreka úr landi í apríl og beitti refsiaðgerðum gegn 32 einstaklingum og fyrirtækjum í Rússlandi. Það var meðal annars gert vegna tölvuárása Rússa í Bandaríkjunum. Sjá einnig: Vísa tíu Rússum úr landi og beita refsiaðgerðum Embættismenn Í Bandaríkjunum segjast vera að spýta í lófana varðandi tölvuárásir sem þessar. Sérstaklega með tilliti til fjölgunar gagnagíslatökuárása, sem eru margar gerðar af rússneskum tölvuþrjótum. Ríkisstjórn Bidens hefur lagt til aðgerðir til að gera árásir sem þessar mun erfiðari. Bandaríkin Rússland Tölvuárásir Microsoft Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Sjá meira
Árásin beinist gegn skýþjónustu Microsoft og hefur fyrirtækið varað forsvarsmenn rúmlega sex hundruð stofnana og fyrirtækja við um það bil 23 þúsund tilraunum til að komast inn í kerfi þeirra. New York Times segir bandaríska embættismenn hafa staðfest að árásin standi yfir. Microsoft hefur ekki sagt hvort árásin sé vel heppnuð. Tölvuþrjótar þessir eru sagðir vera á vegum SVR (áður KGB) og hafa þeir margsinnis áður verið bendlaðir við tölvuárásir sem þessar. Meðal annars brutu tölvuþrjótar stofnunarinnar sér leið inn í tölvukerfi Demókrataflokksins í aðdraganda forsetakosninganna 2016 og stóðu við SolarWinds árásina, sem var gríðarstór. Í SolarWinds árásinni komust tölvuþrjótarnir inn í kerfi fyrirtækis sem selur stofnunum og fyrirtækjum hugbúnaðartól til að stjórna tölvukerfum. Því tóli breyttu þeir svo þrjótarnir öðluðust aðgang að fjölda tölvukerfa án þess að nokkur yrði þess var. Sjá einnig: Ráðgjafi vissi af og varaði við hættunni á tölvuárás Að þessu sinni eru tölvuþrjótarnir rússnesku sagðir beita stórum gagnagrunni stolinna lykilorða til að reyna að komast inn í skýþjónustu Microsoft. Ríkisstjórn Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, rak tíu rússneska erindreka úr landi í apríl og beitti refsiaðgerðum gegn 32 einstaklingum og fyrirtækjum í Rússlandi. Það var meðal annars gert vegna tölvuárása Rússa í Bandaríkjunum. Sjá einnig: Vísa tíu Rússum úr landi og beita refsiaðgerðum Embættismenn Í Bandaríkjunum segjast vera að spýta í lófana varðandi tölvuárásir sem þessar. Sérstaklega með tilliti til fjölgunar gagnagíslatökuárása, sem eru margar gerðar af rússneskum tölvuþrjótum. Ríkisstjórn Bidens hefur lagt til aðgerðir til að gera árásir sem þessar mun erfiðari.
Bandaríkin Rússland Tölvuárásir Microsoft Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Sjá meira