Grunar að gæsaskytta hafi drepið tvö ung hross með riffli Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. október 2021 13:02 Baldur fann hrossin dauð úti í haga fyrir rúmri viku en frétti ekki af gæsaskyttunni fyrr en um helgina. Vísir Hrossaræktandi, sem fann tvö ung hross dauð í túni sínu á dögunum, telur ljóst að þau hafi verið skotin af gæsaskyttu sem var við veiði í nágrenninu vopnaður riffli. Mikið tjón hafi hlotist af dauða hrossanna og hyggst hann tilkynna málið til lögreglu. Baldur Eiðsson, húsasmíðameistari og hrossaræktandi í Lindartúni í Landeyjum, gekk fram á tvö hrossa sinna í síðustu viku þar sem þau lágu dauð í túninu. Baldur segir það hafa verið ljóst frá byrjun að hrossin hafi ekki dottið niður dauð af sjálfsdáðum en sýnilega hafði blóð runnið úr nösum beggja hrossa og þá mátti sjá blóð á brjóstkassa annars þeirra. Bæði eru hrossin ung þar að auki: folald og þriggja vetra stóðhestur. „Á skepnu sem dettur niður dauð þá blæðir hvorki úr brjóstinu né nösunum. Það er bara eftir skot að mínu mati,“ segir Baldur. Skammaði skyttuna fyrir að skjóta með riffli Í nágrenni við staðinn sem hrossin voru á er gæsaveiðiland, þar sem skytta var stödd sama dag og hrossin dóu. Baldur segir ljóst að þau hafi orðið fyrir skoti en nágranni hans hitti fyrir skyttuna, sem var vopnuð riffli, en iðulega er haglabyssa notuð við gæsaveiðar af stuttu færi en riffill þegar skotið er af löngu færi. Nágranninn átti í orðaskiptum við skyttuna vegna þessa og tók niður bílnúmer hennar, þar sem maðurinn var vopnaður röngu skotvopni til gæsaveiða. „Í gær hitti ég nágranna minn sem hafði séð þessa viðkomandi gæsaskyttu og séð hann með riffil. Hann, án þess að ég hafi vitað það, tók mynd af bílnum og skammaði skyttuna fyrir að vera að skjóta gæsir með riffli,“ segir Baldur. „Of ótrúlegt til að geta verið hjartaáfall“ Það var ekki fyrr en nágranninn lét hann vita af þessu sem tannhjólin fóru að snúast og Baldur hafði ástæðu til að telja að eitthvað misjafnt hafi valdið dauða hrossanna. Baldur skoðaði hræin þá aftur og fékk svo til sín dýralækni í morgun sem mat það svo að hrossin hafi dáið á svipuðum tíma. „Hann sér bara þau merki að þau detta niður dauð. Af því að skrokkarnir eru búnir að liggja þarna í átta daga eða eitthvað svoleiðis sér hann ekkert meira. En á skepnu sem dettur niður dauð blæðir hvorki úr brjósti né nösum. Það er bara eftir skot að mínu mati,“ segir Baldur. „Ég á töluvert af hrossum, ég finn aldrei hross úti í haga sem detta niður dauð. Það hefur bara aldrei gerst hjá mér. En tvö, á sama tíma og það er gæsaskytta með stóran riffil og það blæðir úr nösunum á þeim og greinilega úr brjóstinu á þriggja vetra folanum. Það er of ótrúlegt til að geta verið hjartaáfall eða eitthvað slíkt. Enda blæðir ekki úr brjóstinu á hrossi sem fær hjartaáfall.“ Mun tilkynna málið til lögreglu Baldur hyggst tilkynna málið til lögreglu, enda hafi mikið tjón hlotist af. „Ég fer á eftir og tilkynni þetta til lögreglunnar,“ segir Baldur. „Lögreglan hlýtur að þurfa að taka þessu alvarlega vegna þess að ef það eru að detta niður hross, fjögur eða fimm hundruð metra frá gæsaskyttu er bara spurning hvenær dettur niður maður, ef þeir eru að skjóta bara eitthvert út í loftið.“ Hann telji ljóst að skyttan kunni ekkert með skotvopn að fara og grípa þurfi inn í sem fyrst. „Þetta er náttúrulega bara háalvarlegur hlutur þegar eru gæsaskyttur, sennilega að stelast inn á eitthvað land með stóra riffla, að skjóta eitthvað upp í loftið. Þegar það eru einhverjir menn sem kunna ekki með skotvopn að fara þá þarf greinilega að gera eitthvað í því áður en verður slys á mönnum,“ segir Baldur. „Þegar menn eru með riffil að skjóta upp í loftið, skjóta gæsir á flugi með stórum rifflum, fer kúlan allt að tíu kílómetra. Það verður að hafa hendur í hári þessara manna.“ Dýr Lögreglumál Rangárþing eystra Skotveiði Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Baldur Eiðsson, húsasmíðameistari og hrossaræktandi í Lindartúni í Landeyjum, gekk fram á tvö hrossa sinna í síðustu viku þar sem þau lágu dauð í túninu. Baldur segir það hafa verið ljóst frá byrjun að hrossin hafi ekki dottið niður dauð af sjálfsdáðum en sýnilega hafði blóð runnið úr nösum beggja hrossa og þá mátti sjá blóð á brjóstkassa annars þeirra. Bæði eru hrossin ung þar að auki: folald og þriggja vetra stóðhestur. „Á skepnu sem dettur niður dauð þá blæðir hvorki úr brjóstinu né nösunum. Það er bara eftir skot að mínu mati,“ segir Baldur. Skammaði skyttuna fyrir að skjóta með riffli Í nágrenni við staðinn sem hrossin voru á er gæsaveiðiland, þar sem skytta var stödd sama dag og hrossin dóu. Baldur segir ljóst að þau hafi orðið fyrir skoti en nágranni hans hitti fyrir skyttuna, sem var vopnuð riffli, en iðulega er haglabyssa notuð við gæsaveiðar af stuttu færi en riffill þegar skotið er af löngu færi. Nágranninn átti í orðaskiptum við skyttuna vegna þessa og tók niður bílnúmer hennar, þar sem maðurinn var vopnaður röngu skotvopni til gæsaveiða. „Í gær hitti ég nágranna minn sem hafði séð þessa viðkomandi gæsaskyttu og séð hann með riffil. Hann, án þess að ég hafi vitað það, tók mynd af bílnum og skammaði skyttuna fyrir að vera að skjóta gæsir með riffli,“ segir Baldur. „Of ótrúlegt til að geta verið hjartaáfall“ Það var ekki fyrr en nágranninn lét hann vita af þessu sem tannhjólin fóru að snúast og Baldur hafði ástæðu til að telja að eitthvað misjafnt hafi valdið dauða hrossanna. Baldur skoðaði hræin þá aftur og fékk svo til sín dýralækni í morgun sem mat það svo að hrossin hafi dáið á svipuðum tíma. „Hann sér bara þau merki að þau detta niður dauð. Af því að skrokkarnir eru búnir að liggja þarna í átta daga eða eitthvað svoleiðis sér hann ekkert meira. En á skepnu sem dettur niður dauð blæðir hvorki úr brjósti né nösum. Það er bara eftir skot að mínu mati,“ segir Baldur. „Ég á töluvert af hrossum, ég finn aldrei hross úti í haga sem detta niður dauð. Það hefur bara aldrei gerst hjá mér. En tvö, á sama tíma og það er gæsaskytta með stóran riffil og það blæðir úr nösunum á þeim og greinilega úr brjóstinu á þriggja vetra folanum. Það er of ótrúlegt til að geta verið hjartaáfall eða eitthvað slíkt. Enda blæðir ekki úr brjóstinu á hrossi sem fær hjartaáfall.“ Mun tilkynna málið til lögreglu Baldur hyggst tilkynna málið til lögreglu, enda hafi mikið tjón hlotist af. „Ég fer á eftir og tilkynni þetta til lögreglunnar,“ segir Baldur. „Lögreglan hlýtur að þurfa að taka þessu alvarlega vegna þess að ef það eru að detta niður hross, fjögur eða fimm hundruð metra frá gæsaskyttu er bara spurning hvenær dettur niður maður, ef þeir eru að skjóta bara eitthvert út í loftið.“ Hann telji ljóst að skyttan kunni ekkert með skotvopn að fara og grípa þurfi inn í sem fyrst. „Þetta er náttúrulega bara háalvarlegur hlutur þegar eru gæsaskyttur, sennilega að stelast inn á eitthvað land með stóra riffla, að skjóta eitthvað upp í loftið. Þegar það eru einhverjir menn sem kunna ekki með skotvopn að fara þá þarf greinilega að gera eitthvað í því áður en verður slys á mönnum,“ segir Baldur. „Þegar menn eru með riffil að skjóta upp í loftið, skjóta gæsir á flugi með stórum rifflum, fer kúlan allt að tíu kílómetra. Það verður að hafa hendur í hári þessara manna.“
Dýr Lögreglumál Rangárþing eystra Skotveiði Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira