Telur að skotið hafi verið á dráttarvél: „Hefndargjörningur vegna ágreinings“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. október 2021 22:33 Íbúi á Vatnsleysuströnd segist þess fullviss að skotið hafi verið á dráttarvél í hans eigu með þeim afleiðingum að rúða brotnaði. Hefur hann ákveðna aðila grunaða, en lögregla rannsakar nú málið. Virgill Scheving Einarsson á þrjár jarðir á Vatnleysuströnd og býr á Efri-Brunnastöðum I. Hann vaknaði við mikinn hávaða í nótt og sá í kjölfarið bíl keyra af lóðinni. Dráttarvél Virgils hafði verið skemmd og telur hann að skotið hafi verið á dráttarvélina. Virgill segir að þrjú gler á dráttarvélinni hafi verið brotin og tjónið hlaupi á nokkrum hundruðum þúsunda. Hann sé þó sem betur fer tryggður. Lögreglan hafi komið í kjölfarið og eytt töluverðum tíma í að skoða vettvanginn. Virgill Scheving Einarsson, landeigandi á Vatnsleysuströnd heldur því fram að skotið hafi verið á dráttavél hans. Hann kallaði lögreglu til, en ekkert liggur enn skýrt fyrir um málavexti. „Lögreglan var hér í nótt en þeir sáu ekkert nema að bara að það var brotin hliðin úr dráttarvélinni. Það eru þrjú gler sem að voru brotin. Þeir halda að það hafi verið með sleggju en við höldum að það hafi verið með afsagaðri haglabyssu, bara úr bíl, látið vaða í hliðina,“ segir Virgill. Lögreglan á Suðurnesjum segir málið til rannsóknar Lögreglan á Suðurnesjum staðfestir í samtali við fréttastofu að málið sé til rannsóknar. „Það var farið í eignarspjöll þarna á Vatnsleysuströnd í nótt en meira hef ég ekki um þetta að segja,“ segir varðstjóri Lögreglunnar á Suðurnesjum í samtali við fréttastofu. Varðstjórinn segir að ekkert bendi til þess að skotið hafi verið á dráttarvélina. Málið sé ekki rannsakað með tilliti til mögulegrar skotárásar. Grunar ákveðna aðila Virgill er myrkur í máli í samtali við fréttastofu og vill lítið gefa upp um mögulegar ástæður skemmdarverksins, fyrr en hann ræðir aftur við lögregluna. Hann segist þó hafa ákveðna aðila í huga og telur að um hefndargjörning hafi verið að ræða. „Það er hefndargjörningur vegna ágreinings þar sem að menn hafa staðið á sínum rétti og undið ofan af gömlum ósiðum. Það var bara sett harka í þetta. Það er bara það, að land sem maður er þinglýstur á, það á maður og ekkert meira. Ef einhverjir vilja fara á hverjum degi yfir land sem þeir eiga ekki þá stoppar maður það af.“ Lögreglumál Vogar Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Sjá meira
Virgill segir að þrjú gler á dráttarvélinni hafi verið brotin og tjónið hlaupi á nokkrum hundruðum þúsunda. Hann sé þó sem betur fer tryggður. Lögreglan hafi komið í kjölfarið og eytt töluverðum tíma í að skoða vettvanginn. Virgill Scheving Einarsson, landeigandi á Vatnsleysuströnd heldur því fram að skotið hafi verið á dráttavél hans. Hann kallaði lögreglu til, en ekkert liggur enn skýrt fyrir um málavexti. „Lögreglan var hér í nótt en þeir sáu ekkert nema að bara að það var brotin hliðin úr dráttarvélinni. Það eru þrjú gler sem að voru brotin. Þeir halda að það hafi verið með sleggju en við höldum að það hafi verið með afsagaðri haglabyssu, bara úr bíl, látið vaða í hliðina,“ segir Virgill. Lögreglan á Suðurnesjum segir málið til rannsóknar Lögreglan á Suðurnesjum staðfestir í samtali við fréttastofu að málið sé til rannsóknar. „Það var farið í eignarspjöll þarna á Vatnsleysuströnd í nótt en meira hef ég ekki um þetta að segja,“ segir varðstjóri Lögreglunnar á Suðurnesjum í samtali við fréttastofu. Varðstjórinn segir að ekkert bendi til þess að skotið hafi verið á dráttarvélina. Málið sé ekki rannsakað með tilliti til mögulegrar skotárásar. Grunar ákveðna aðila Virgill er myrkur í máli í samtali við fréttastofu og vill lítið gefa upp um mögulegar ástæður skemmdarverksins, fyrr en hann ræðir aftur við lögregluna. Hann segist þó hafa ákveðna aðila í huga og telur að um hefndargjörning hafi verið að ræða. „Það er hefndargjörningur vegna ágreinings þar sem að menn hafa staðið á sínum rétti og undið ofan af gömlum ósiðum. Það var bara sett harka í þetta. Það er bara það, að land sem maður er þinglýstur á, það á maður og ekkert meira. Ef einhverjir vilja fara á hverjum degi yfir land sem þeir eiga ekki þá stoppar maður það af.“
Lögreglumál Vogar Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði