Hægri slagsíða á Twitter Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. október 2021 09:25 Fulltrúar Twitter vita ekki nákvæmlega hver vegna reikniritið hegðar sér á þennan hátt. Mateusz Slodkowski/SOPA Images/LightRocket via Getty Twitter gerir tístum (e. tweets) frá hægri sinnuðum stjórnmálaflokkum og fréttaveitum hærra undir höfði en þeim sem halla til vinstri. Þetta hefur samfélagsmiðlarisinn rannsakað og staðfest sjálfur, en virðist ekki vita nákvæmlega hvers vegna. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að Twitter hafi ráðist í rannsókn á því hvernig reiknirit (e. algorithm) miðilsins miðlaði pólitísku efni til notenda sinna. Niðurstaðan var sú að reikniritið var líklegra til þess að mæla með efni sem flokka mætti til hægri við notendur sína. Fulltrúar Twitter segja erfitt að segja til um nákvæmlega hvers vegna reikniritið hagar sér á þennan hátt. Fyrirtækið hefur áður verið gagnrýnt vegna meintrar vinstri slagsíðu sinnar og ritskoðun á efni frá hægri væng stjórnmálanna. Rannsóknin náði til stjórnmálaflokka, fréttaveitna og notenda í sjö löndum: Kanada, Frakklandi, Þýskalandi, Japan, Spáni, Bretlandi og Bandaríkjunum, og náði til milljón tísta frá 1. apríl til 15. ágúst á síðasta ári. Rannsakendur tóku þá tístin sem til skoðunar voru og könnuðu hver þeirra reikniritið tæki og magnaði upp á svokölluðum fréttastraumi notenda (e. news feed) sem reikniritið stjórnar, til samanburðar við straum sem fer eingöngu eftir birtingartíma tísta. Niðurstaðan reyndist sú að hægrisinnaðir stjórnmálaflokkar og fréttaveitur voru líklegri en samsvarandi aðilar á vinstri væng stjórnmálanna til þess að fá tíst sín mögnuð upp hjá reikniritinu, með þeim afleiðingum að þau rötuðu á skjái fleiri notenda. Öfgahugmyndir verða ekki ofan á BBC hefur eftir Rumman Chowdhury hjá Twitter að næsta skref fyrirtækisins væri að komast til botns í því hvers vegna reikniritið hagar sér á þennan hátt. „Í sex af sjö löndum voru tíst frá hægrisinnuðum stjórnmálamönnum mögnuð meira upp en vinstrisinnuðum,“ sagði Chowdhury og bætti við að tíst hægrisinnaðra fréttaveitna væru sömuleiðis mögnuð meira upp af reikniritinu. Twitter leggur þó áherslu á að reikniritið magni ekki upp öfgakennda hugmyndafræði frekar en vinsælar stjórnmálastefnur. Þá kunni ástæða skekkjunnar stafa af mismunandi stefnum stjórnmálaflokkanna þegar kemur að samfélagsmiðlum og því efni sem þeir senda þar út. Twitter Samfélagsmiðlar Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá því að Twitter hafi ráðist í rannsókn á því hvernig reiknirit (e. algorithm) miðilsins miðlaði pólitísku efni til notenda sinna. Niðurstaðan var sú að reikniritið var líklegra til þess að mæla með efni sem flokka mætti til hægri við notendur sína. Fulltrúar Twitter segja erfitt að segja til um nákvæmlega hvers vegna reikniritið hagar sér á þennan hátt. Fyrirtækið hefur áður verið gagnrýnt vegna meintrar vinstri slagsíðu sinnar og ritskoðun á efni frá hægri væng stjórnmálanna. Rannsóknin náði til stjórnmálaflokka, fréttaveitna og notenda í sjö löndum: Kanada, Frakklandi, Þýskalandi, Japan, Spáni, Bretlandi og Bandaríkjunum, og náði til milljón tísta frá 1. apríl til 15. ágúst á síðasta ári. Rannsakendur tóku þá tístin sem til skoðunar voru og könnuðu hver þeirra reikniritið tæki og magnaði upp á svokölluðum fréttastraumi notenda (e. news feed) sem reikniritið stjórnar, til samanburðar við straum sem fer eingöngu eftir birtingartíma tísta. Niðurstaðan reyndist sú að hægrisinnaðir stjórnmálaflokkar og fréttaveitur voru líklegri en samsvarandi aðilar á vinstri væng stjórnmálanna til þess að fá tíst sín mögnuð upp hjá reikniritinu, með þeim afleiðingum að þau rötuðu á skjái fleiri notenda. Öfgahugmyndir verða ekki ofan á BBC hefur eftir Rumman Chowdhury hjá Twitter að næsta skref fyrirtækisins væri að komast til botns í því hvers vegna reikniritið hagar sér á þennan hátt. „Í sex af sjö löndum voru tíst frá hægrisinnuðum stjórnmálamönnum mögnuð meira upp en vinstrisinnuðum,“ sagði Chowdhury og bætti við að tíst hægrisinnaðra fréttaveitna væru sömuleiðis mögnuð meira upp af reikniritinu. Twitter leggur þó áherslu á að reikniritið magni ekki upp öfgakennda hugmyndafræði frekar en vinsælar stjórnmálastefnur. Þá kunni ástæða skekkjunnar stafa af mismunandi stefnum stjórnmálaflokkanna þegar kemur að samfélagsmiðlum og því efni sem þeir senda þar út.
Twitter Samfélagsmiðlar Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Sjá meira