Síminn selur Mílu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. október 2021 07:39 Síminn og Ardian hafa náð samkomulagi um kaup þess síðarnefnda á Mílu. Vísir/Vilhelm Síminn og alþjóðlega sjóðastýringafyrirtækið Ardian hafa komist að samkomulagi um kaup þess síðarnefnda á öllu hlutafé í Mílu ehf., sem á og rekur víðtækasta fjarskiptanet landsins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Símanum. Þar segir að samhliða kaupum Ardian, sem er með höfuðstöðvar í París í Frakklandi, á Mílu verði nokkrum íslenskum lífeyrissjóðum gefinn kostur á að fjárfesta í Mílu. Eignarhlutur þeirra getur orðið allt að 20 prósent. Viðræðum lauk í nótt með undirritun kaupsamnings um 100 prósent hlutafjár í Mílu. Salan er háð hefðbundnum fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Í tilkynningunni kemur jafnframt fram að Ardian hyggist að kaupunum loknum hraða fjárfestingarverkefnum Mílu, og að sérstök áhersla verði lögð á að leggja ljósleiðara í sveitarfélögum á landsbyggðinni. Það muni auka samkeppnishæfni minni sveitarfélaga og byggja framúrskarandi 5G farsímakerfi hér á landi með tæknibúnaði frá sænska framleiðandanum Ericsson. Haft er eftir Orra Haukssyni, forstjóra Símans, að koma Ardian í íslenska fjarskiptageirann sé tilefni til að fagna. „Orðspor og þekking Ardian á uppbyggingu og langtíma rekstri á afburða innviðum víða um heim fyllir okkur trausti á bjartri og öruggri framtíð þessara grundvallarinnviða á Íslandi. Þetta á sérstaklega við um landsbyggðina,“ er meðal annar haft eftir forstjóranum. Áætlaður söluhagnaður er rúmlega 46 milljarðar króna.Vísir/Vilhelm Samkvæmt tilkynningunni er virði viðskiptanna um 78 milljarðar króna, að meðtöldum fjárhagslegum skuldbindingum Mílu, sem Ardian yfirtekur. Samkvæmt kaupsamningi fær Síminn greidda um 44 milljarða króna í reiðufé og 15 milljarða króna í formi skuldabréfs sem Síminn veitir Ardian til þriggja ára. Áætlaður söluhagnaður er rúmlega 46 milljarðar, að teknu tilliti til kostnaðar vegna viðskiptanna. Skiptar skoðanir Viðskiptin hafa verið nokkuð umdeild í aðdraganda þeirra. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður og formaður Viðreisnar, kallaði til að mynda á dögunum eftir fundi með ráðherrum til að ganga úr skugga um að þjóðaröryggi Íslands væri ekki ógnað með sölunni. Þá kallaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður og formaður Miðflokksins, eftir því að ríkisstjórnin gripi inn í söluna og kæmi í veg fyrir hana. Á þriðjudag var haft eftir Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að salan á Mílu væri ásættanleg að því gefnu að gengið yrði frá ákveðnum úrlausnarefnum sem stjórnvöld teldu uppi á borði. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði þá að málið hefði verið rætt í þjóðaröryggisráði og að hún væri með í undirbúningi löggjöf sem tæki á sölu mikilvægra innviða. Hér má nálgast tilkynningu Símans vegna sölunnar. Fjarskipti Lífeyrissjóðir Salan á Mílu Tengdar fréttir ASÍ telur verulega hættu á að erlendir fjárfestar skilji lítið annað eftir en tóma skel Miðstjórn Alþýðusambands Íslands varar sterklega við sölu Mílu til erlendra fjárfesta. Sambandið segir verulega hættu á því að erlendir eigendur dragi úr fjárfestingum og viðhaldi á innviðum, selji eignir og skilji lítið annað eftir en eintóma skel. 20. október 2021 22:01 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Þar segir að samhliða kaupum Ardian, sem er með höfuðstöðvar í París í Frakklandi, á Mílu verði nokkrum íslenskum lífeyrissjóðum gefinn kostur á að fjárfesta í Mílu. Eignarhlutur þeirra getur orðið allt að 20 prósent. Viðræðum lauk í nótt með undirritun kaupsamnings um 100 prósent hlutafjár í Mílu. Salan er háð hefðbundnum fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Í tilkynningunni kemur jafnframt fram að Ardian hyggist að kaupunum loknum hraða fjárfestingarverkefnum Mílu, og að sérstök áhersla verði lögð á að leggja ljósleiðara í sveitarfélögum á landsbyggðinni. Það muni auka samkeppnishæfni minni sveitarfélaga og byggja framúrskarandi 5G farsímakerfi hér á landi með tæknibúnaði frá sænska framleiðandanum Ericsson. Haft er eftir Orra Haukssyni, forstjóra Símans, að koma Ardian í íslenska fjarskiptageirann sé tilefni til að fagna. „Orðspor og þekking Ardian á uppbyggingu og langtíma rekstri á afburða innviðum víða um heim fyllir okkur trausti á bjartri og öruggri framtíð þessara grundvallarinnviða á Íslandi. Þetta á sérstaklega við um landsbyggðina,“ er meðal annar haft eftir forstjóranum. Áætlaður söluhagnaður er rúmlega 46 milljarðar króna.Vísir/Vilhelm Samkvæmt tilkynningunni er virði viðskiptanna um 78 milljarðar króna, að meðtöldum fjárhagslegum skuldbindingum Mílu, sem Ardian yfirtekur. Samkvæmt kaupsamningi fær Síminn greidda um 44 milljarða króna í reiðufé og 15 milljarða króna í formi skuldabréfs sem Síminn veitir Ardian til þriggja ára. Áætlaður söluhagnaður er rúmlega 46 milljarðar, að teknu tilliti til kostnaðar vegna viðskiptanna. Skiptar skoðanir Viðskiptin hafa verið nokkuð umdeild í aðdraganda þeirra. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður og formaður Viðreisnar, kallaði til að mynda á dögunum eftir fundi með ráðherrum til að ganga úr skugga um að þjóðaröryggi Íslands væri ekki ógnað með sölunni. Þá kallaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður og formaður Miðflokksins, eftir því að ríkisstjórnin gripi inn í söluna og kæmi í veg fyrir hana. Á þriðjudag var haft eftir Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að salan á Mílu væri ásættanleg að því gefnu að gengið yrði frá ákveðnum úrlausnarefnum sem stjórnvöld teldu uppi á borði. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði þá að málið hefði verið rætt í þjóðaröryggisráði og að hún væri með í undirbúningi löggjöf sem tæki á sölu mikilvægra innviða. Hér má nálgast tilkynningu Símans vegna sölunnar.
Fjarskipti Lífeyrissjóðir Salan á Mílu Tengdar fréttir ASÍ telur verulega hættu á að erlendir fjárfestar skilji lítið annað eftir en tóma skel Miðstjórn Alþýðusambands Íslands varar sterklega við sölu Mílu til erlendra fjárfesta. Sambandið segir verulega hættu á því að erlendir eigendur dragi úr fjárfestingum og viðhaldi á innviðum, selji eignir og skilji lítið annað eftir en eintóma skel. 20. október 2021 22:01 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
ASÍ telur verulega hættu á að erlendir fjárfestar skilji lítið annað eftir en tóma skel Miðstjórn Alþýðusambands Íslands varar sterklega við sölu Mílu til erlendra fjárfesta. Sambandið segir verulega hættu á því að erlendir eigendur dragi úr fjárfestingum og viðhaldi á innviðum, selji eignir og skilji lítið annað eftir en eintóma skel. 20. október 2021 22:01