Síminn selur Mílu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. október 2021 07:39 Síminn og Ardian hafa náð samkomulagi um kaup þess síðarnefnda á Mílu. Vísir/Vilhelm Síminn og alþjóðlega sjóðastýringafyrirtækið Ardian hafa komist að samkomulagi um kaup þess síðarnefnda á öllu hlutafé í Mílu ehf., sem á og rekur víðtækasta fjarskiptanet landsins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Símanum. Þar segir að samhliða kaupum Ardian, sem er með höfuðstöðvar í París í Frakklandi, á Mílu verði nokkrum íslenskum lífeyrissjóðum gefinn kostur á að fjárfesta í Mílu. Eignarhlutur þeirra getur orðið allt að 20 prósent. Viðræðum lauk í nótt með undirritun kaupsamnings um 100 prósent hlutafjár í Mílu. Salan er háð hefðbundnum fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Í tilkynningunni kemur jafnframt fram að Ardian hyggist að kaupunum loknum hraða fjárfestingarverkefnum Mílu, og að sérstök áhersla verði lögð á að leggja ljósleiðara í sveitarfélögum á landsbyggðinni. Það muni auka samkeppnishæfni minni sveitarfélaga og byggja framúrskarandi 5G farsímakerfi hér á landi með tæknibúnaði frá sænska framleiðandanum Ericsson. Haft er eftir Orra Haukssyni, forstjóra Símans, að koma Ardian í íslenska fjarskiptageirann sé tilefni til að fagna. „Orðspor og þekking Ardian á uppbyggingu og langtíma rekstri á afburða innviðum víða um heim fyllir okkur trausti á bjartri og öruggri framtíð þessara grundvallarinnviða á Íslandi. Þetta á sérstaklega við um landsbyggðina,“ er meðal annar haft eftir forstjóranum. Áætlaður söluhagnaður er rúmlega 46 milljarðar króna.Vísir/Vilhelm Samkvæmt tilkynningunni er virði viðskiptanna um 78 milljarðar króna, að meðtöldum fjárhagslegum skuldbindingum Mílu, sem Ardian yfirtekur. Samkvæmt kaupsamningi fær Síminn greidda um 44 milljarða króna í reiðufé og 15 milljarða króna í formi skuldabréfs sem Síminn veitir Ardian til þriggja ára. Áætlaður söluhagnaður er rúmlega 46 milljarðar, að teknu tilliti til kostnaðar vegna viðskiptanna. Skiptar skoðanir Viðskiptin hafa verið nokkuð umdeild í aðdraganda þeirra. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður og formaður Viðreisnar, kallaði til að mynda á dögunum eftir fundi með ráðherrum til að ganga úr skugga um að þjóðaröryggi Íslands væri ekki ógnað með sölunni. Þá kallaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður og formaður Miðflokksins, eftir því að ríkisstjórnin gripi inn í söluna og kæmi í veg fyrir hana. Á þriðjudag var haft eftir Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að salan á Mílu væri ásættanleg að því gefnu að gengið yrði frá ákveðnum úrlausnarefnum sem stjórnvöld teldu uppi á borði. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði þá að málið hefði verið rætt í þjóðaröryggisráði og að hún væri með í undirbúningi löggjöf sem tæki á sölu mikilvægra innviða. Hér má nálgast tilkynningu Símans vegna sölunnar. Fjarskipti Lífeyrissjóðir Salan á Mílu Tengdar fréttir ASÍ telur verulega hættu á að erlendir fjárfestar skilji lítið annað eftir en tóma skel Miðstjórn Alþýðusambands Íslands varar sterklega við sölu Mílu til erlendra fjárfesta. Sambandið segir verulega hættu á því að erlendir eigendur dragi úr fjárfestingum og viðhaldi á innviðum, selji eignir og skilji lítið annað eftir en eintóma skel. 20. október 2021 22:01 Mest lesið Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Sjá meira
Þar segir að samhliða kaupum Ardian, sem er með höfuðstöðvar í París í Frakklandi, á Mílu verði nokkrum íslenskum lífeyrissjóðum gefinn kostur á að fjárfesta í Mílu. Eignarhlutur þeirra getur orðið allt að 20 prósent. Viðræðum lauk í nótt með undirritun kaupsamnings um 100 prósent hlutafjár í Mílu. Salan er háð hefðbundnum fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Í tilkynningunni kemur jafnframt fram að Ardian hyggist að kaupunum loknum hraða fjárfestingarverkefnum Mílu, og að sérstök áhersla verði lögð á að leggja ljósleiðara í sveitarfélögum á landsbyggðinni. Það muni auka samkeppnishæfni minni sveitarfélaga og byggja framúrskarandi 5G farsímakerfi hér á landi með tæknibúnaði frá sænska framleiðandanum Ericsson. Haft er eftir Orra Haukssyni, forstjóra Símans, að koma Ardian í íslenska fjarskiptageirann sé tilefni til að fagna. „Orðspor og þekking Ardian á uppbyggingu og langtíma rekstri á afburða innviðum víða um heim fyllir okkur trausti á bjartri og öruggri framtíð þessara grundvallarinnviða á Íslandi. Þetta á sérstaklega við um landsbyggðina,“ er meðal annar haft eftir forstjóranum. Áætlaður söluhagnaður er rúmlega 46 milljarðar króna.Vísir/Vilhelm Samkvæmt tilkynningunni er virði viðskiptanna um 78 milljarðar króna, að meðtöldum fjárhagslegum skuldbindingum Mílu, sem Ardian yfirtekur. Samkvæmt kaupsamningi fær Síminn greidda um 44 milljarða króna í reiðufé og 15 milljarða króna í formi skuldabréfs sem Síminn veitir Ardian til þriggja ára. Áætlaður söluhagnaður er rúmlega 46 milljarðar, að teknu tilliti til kostnaðar vegna viðskiptanna. Skiptar skoðanir Viðskiptin hafa verið nokkuð umdeild í aðdraganda þeirra. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður og formaður Viðreisnar, kallaði til að mynda á dögunum eftir fundi með ráðherrum til að ganga úr skugga um að þjóðaröryggi Íslands væri ekki ógnað með sölunni. Þá kallaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður og formaður Miðflokksins, eftir því að ríkisstjórnin gripi inn í söluna og kæmi í veg fyrir hana. Á þriðjudag var haft eftir Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að salan á Mílu væri ásættanleg að því gefnu að gengið yrði frá ákveðnum úrlausnarefnum sem stjórnvöld teldu uppi á borði. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði þá að málið hefði verið rætt í þjóðaröryggisráði og að hún væri með í undirbúningi löggjöf sem tæki á sölu mikilvægra innviða. Hér má nálgast tilkynningu Símans vegna sölunnar.
Fjarskipti Lífeyrissjóðir Salan á Mílu Tengdar fréttir ASÍ telur verulega hættu á að erlendir fjárfestar skilji lítið annað eftir en tóma skel Miðstjórn Alþýðusambands Íslands varar sterklega við sölu Mílu til erlendra fjárfesta. Sambandið segir verulega hættu á því að erlendir eigendur dragi úr fjárfestingum og viðhaldi á innviðum, selji eignir og skilji lítið annað eftir en eintóma skel. 20. október 2021 22:01 Mest lesið Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Sjá meira
ASÍ telur verulega hættu á að erlendir fjárfestar skilji lítið annað eftir en tóma skel Miðstjórn Alþýðusambands Íslands varar sterklega við sölu Mílu til erlendra fjárfesta. Sambandið segir verulega hættu á því að erlendir eigendur dragi úr fjárfestingum og viðhaldi á innviðum, selji eignir og skilji lítið annað eftir en eintóma skel. 20. október 2021 22:01