Hætta á að tölvuþrjótar hafi komist yfir tölvupósta starfsmanna Eiður Þór Árnason skrifar 22. október 2021 14:50 Tölvuþrjótarnir hafa krafist lausnargjalds. vísir/vilhelm Mögulegt er að tölvuþrjótar sem gerðu árás á póstþjón Háskólans í Reykjavík (HR) í síðustu viku hafi komist yfir tölvupósta starfsmanna. HR hafði verið á lista yfir póstþjóna með tiltekinn veikleika frá því í byrjun júní en sá veikleiki var líklega notaður til að komast inn á þjóninn. Fram kemur í tilkynningu frá skólanum að greiningarvinna hafi leitt í ljós að frá þeim tíma hafi tölvuþrjótar tvisvar komið spilliforriti inn á póstþjóna HR. Engin spor eftir samskonar spilliforrit hafa fundist á öðrum netþjónum og kerfum HR. Frá því að árásanna var vart hefur starfsfólk skólans í samstarfi við netöryggissérfræðinga hjá Syndis og Advania unnið að því að greina hættuna á gagnaleka og líklega atburðarás. „Þær upplýsingar sem nú liggja fyrir benda til þess að hætta sé á að tölvuþrjótum hafi tekist að komast yfir pósta starfsmanna að hluta eða í heild. Enn sem komið er, er þó ómögulegt að segja til um hvort það hafi raunverulega gerst,“ segir í tilkynningu. Ekki hægt að rekja hvort forritið afritaði tölvupósta í ágúst Í lok ágúst var spilliforrit á póstþjónum HR í minnst fjóra daga, en í tæpan sólarhring í síðustu viku. Ekki eru til atburðaskrár frá þessum dögum í ágúst og því ekki hægt að rekja hvað spilliforritið gerði á þessum tíma og hvort það hafi afritað tölvupósta og sent úr húsi. Að sögn HR hefur annar póstþjónanna sem ráðist var á verið í notkun síðustu daga en verður nú tekinn úr umferð. Sérstakar varúðarráðstafanir hafi verið í kringum þennan póstþjón alla vikuna frá því að árásin uppgötvaðist og því talið ólíklegt að leki hafi stafað frá honum frá því að upp komst um árásina. Í tilkynningu segir að ef stjórnendur skólans fái upplýsingar um að tölvupóstum hafi verið lekið á netið verði hlutaðeigandi látin vita af því strax. Dæmi séu um að tölvupóstar hafi verið birtir á opnum vefsvæðum, á hlulduvefnum, eða starfsfólki hótað að póstum verði lekið ef lausnargjald verði ekki greitt. Mikilvægt að starfsmenn skammist sín ekki Ragnhildur Helgadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, segir mikilvægt að háskólinn upplýsi um allt sem vitað er í tengslum við þessa árás. ,,Þetta er óþægilegt fyrir okkur öll og mér þykir afar leitt að þessi staða sé uppi. Ég minni á að við vitum ekki hvort póstar voru afritaðir og þó svo væri, hvort einhver hyggist gera eitthvað við afritin. Við erum að vera varfærin og upplýsa um allt strax. Það, ásamt því að neita að borga lausnargjald og neita að skammast okkar fyrir að verða fyrir árás sem eru algengar og úti um allt, er það besta sem við getum gert í stöðunni og í bestu samræmi við það hvernig vinnustaður við viljum vera. Svo það er línan, auk þess að læra af reynslunni og styðja vel hvert við annað,“ segir Ragnhildur í tilkynningu. Netöryggi Netglæpir Háskólar Reykjavík Tengdar fréttir Netárás á Háskólann í Reykjavík og lausnargjalds krafist Tölvuárás var gerð á póstþjón Háskólans í Reykjavík í síðustu viku og skrár dulkóðaðar. Svo virðist sem að um einangraða árás á einn póstþjón hafi verið að ræða, sem hafi valdið takmörkuðum skaða. Svo segir í tilkynningu frá HR. 18. október 2021 15:05 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
HR hafði verið á lista yfir póstþjóna með tiltekinn veikleika frá því í byrjun júní en sá veikleiki var líklega notaður til að komast inn á þjóninn. Fram kemur í tilkynningu frá skólanum að greiningarvinna hafi leitt í ljós að frá þeim tíma hafi tölvuþrjótar tvisvar komið spilliforriti inn á póstþjóna HR. Engin spor eftir samskonar spilliforrit hafa fundist á öðrum netþjónum og kerfum HR. Frá því að árásanna var vart hefur starfsfólk skólans í samstarfi við netöryggissérfræðinga hjá Syndis og Advania unnið að því að greina hættuna á gagnaleka og líklega atburðarás. „Þær upplýsingar sem nú liggja fyrir benda til þess að hætta sé á að tölvuþrjótum hafi tekist að komast yfir pósta starfsmanna að hluta eða í heild. Enn sem komið er, er þó ómögulegt að segja til um hvort það hafi raunverulega gerst,“ segir í tilkynningu. Ekki hægt að rekja hvort forritið afritaði tölvupósta í ágúst Í lok ágúst var spilliforrit á póstþjónum HR í minnst fjóra daga, en í tæpan sólarhring í síðustu viku. Ekki eru til atburðaskrár frá þessum dögum í ágúst og því ekki hægt að rekja hvað spilliforritið gerði á þessum tíma og hvort það hafi afritað tölvupósta og sent úr húsi. Að sögn HR hefur annar póstþjónanna sem ráðist var á verið í notkun síðustu daga en verður nú tekinn úr umferð. Sérstakar varúðarráðstafanir hafi verið í kringum þennan póstþjón alla vikuna frá því að árásin uppgötvaðist og því talið ólíklegt að leki hafi stafað frá honum frá því að upp komst um árásina. Í tilkynningu segir að ef stjórnendur skólans fái upplýsingar um að tölvupóstum hafi verið lekið á netið verði hlutaðeigandi látin vita af því strax. Dæmi séu um að tölvupóstar hafi verið birtir á opnum vefsvæðum, á hlulduvefnum, eða starfsfólki hótað að póstum verði lekið ef lausnargjald verði ekki greitt. Mikilvægt að starfsmenn skammist sín ekki Ragnhildur Helgadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, segir mikilvægt að háskólinn upplýsi um allt sem vitað er í tengslum við þessa árás. ,,Þetta er óþægilegt fyrir okkur öll og mér þykir afar leitt að þessi staða sé uppi. Ég minni á að við vitum ekki hvort póstar voru afritaðir og þó svo væri, hvort einhver hyggist gera eitthvað við afritin. Við erum að vera varfærin og upplýsa um allt strax. Það, ásamt því að neita að borga lausnargjald og neita að skammast okkar fyrir að verða fyrir árás sem eru algengar og úti um allt, er það besta sem við getum gert í stöðunni og í bestu samræmi við það hvernig vinnustaður við viljum vera. Svo það er línan, auk þess að læra af reynslunni og styðja vel hvert við annað,“ segir Ragnhildur í tilkynningu.
Netöryggi Netglæpir Háskólar Reykjavík Tengdar fréttir Netárás á Háskólann í Reykjavík og lausnargjalds krafist Tölvuárás var gerð á póstþjón Háskólans í Reykjavík í síðustu viku og skrár dulkóðaðar. Svo virðist sem að um einangraða árás á einn póstþjón hafi verið að ræða, sem hafi valdið takmörkuðum skaða. Svo segir í tilkynningu frá HR. 18. október 2021 15:05 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Netárás á Háskólann í Reykjavík og lausnargjalds krafist Tölvuárás var gerð á póstþjón Háskólans í Reykjavík í síðustu viku og skrár dulkóðaðar. Svo virðist sem að um einangraða árás á einn póstþjón hafi verið að ræða, sem hafi valdið takmörkuðum skaða. Svo segir í tilkynningu frá HR. 18. október 2021 15:05