Hætta á að tölvuþrjótar hafi komist yfir tölvupósta starfsmanna Eiður Þór Árnason skrifar 22. október 2021 14:50 Tölvuþrjótarnir hafa krafist lausnargjalds. vísir/vilhelm Mögulegt er að tölvuþrjótar sem gerðu árás á póstþjón Háskólans í Reykjavík (HR) í síðustu viku hafi komist yfir tölvupósta starfsmanna. HR hafði verið á lista yfir póstþjóna með tiltekinn veikleika frá því í byrjun júní en sá veikleiki var líklega notaður til að komast inn á þjóninn. Fram kemur í tilkynningu frá skólanum að greiningarvinna hafi leitt í ljós að frá þeim tíma hafi tölvuþrjótar tvisvar komið spilliforriti inn á póstþjóna HR. Engin spor eftir samskonar spilliforrit hafa fundist á öðrum netþjónum og kerfum HR. Frá því að árásanna var vart hefur starfsfólk skólans í samstarfi við netöryggissérfræðinga hjá Syndis og Advania unnið að því að greina hættuna á gagnaleka og líklega atburðarás. „Þær upplýsingar sem nú liggja fyrir benda til þess að hætta sé á að tölvuþrjótum hafi tekist að komast yfir pósta starfsmanna að hluta eða í heild. Enn sem komið er, er þó ómögulegt að segja til um hvort það hafi raunverulega gerst,“ segir í tilkynningu. Ekki hægt að rekja hvort forritið afritaði tölvupósta í ágúst Í lok ágúst var spilliforrit á póstþjónum HR í minnst fjóra daga, en í tæpan sólarhring í síðustu viku. Ekki eru til atburðaskrár frá þessum dögum í ágúst og því ekki hægt að rekja hvað spilliforritið gerði á þessum tíma og hvort það hafi afritað tölvupósta og sent úr húsi. Að sögn HR hefur annar póstþjónanna sem ráðist var á verið í notkun síðustu daga en verður nú tekinn úr umferð. Sérstakar varúðarráðstafanir hafi verið í kringum þennan póstþjón alla vikuna frá því að árásin uppgötvaðist og því talið ólíklegt að leki hafi stafað frá honum frá því að upp komst um árásina. Í tilkynningu segir að ef stjórnendur skólans fái upplýsingar um að tölvupóstum hafi verið lekið á netið verði hlutaðeigandi látin vita af því strax. Dæmi séu um að tölvupóstar hafi verið birtir á opnum vefsvæðum, á hlulduvefnum, eða starfsfólki hótað að póstum verði lekið ef lausnargjald verði ekki greitt. Mikilvægt að starfsmenn skammist sín ekki Ragnhildur Helgadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, segir mikilvægt að háskólinn upplýsi um allt sem vitað er í tengslum við þessa árás. ,,Þetta er óþægilegt fyrir okkur öll og mér þykir afar leitt að þessi staða sé uppi. Ég minni á að við vitum ekki hvort póstar voru afritaðir og þó svo væri, hvort einhver hyggist gera eitthvað við afritin. Við erum að vera varfærin og upplýsa um allt strax. Það, ásamt því að neita að borga lausnargjald og neita að skammast okkar fyrir að verða fyrir árás sem eru algengar og úti um allt, er það besta sem við getum gert í stöðunni og í bestu samræmi við það hvernig vinnustaður við viljum vera. Svo það er línan, auk þess að læra af reynslunni og styðja vel hvert við annað,“ segir Ragnhildur í tilkynningu. Netöryggi Netglæpir Háskólar Reykjavík Tengdar fréttir Netárás á Háskólann í Reykjavík og lausnargjalds krafist Tölvuárás var gerð á póstþjón Háskólans í Reykjavík í síðustu viku og skrár dulkóðaðar. Svo virðist sem að um einangraða árás á einn póstþjón hafi verið að ræða, sem hafi valdið takmörkuðum skaða. Svo segir í tilkynningu frá HR. 18. október 2021 15:05 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira
HR hafði verið á lista yfir póstþjóna með tiltekinn veikleika frá því í byrjun júní en sá veikleiki var líklega notaður til að komast inn á þjóninn. Fram kemur í tilkynningu frá skólanum að greiningarvinna hafi leitt í ljós að frá þeim tíma hafi tölvuþrjótar tvisvar komið spilliforriti inn á póstþjóna HR. Engin spor eftir samskonar spilliforrit hafa fundist á öðrum netþjónum og kerfum HR. Frá því að árásanna var vart hefur starfsfólk skólans í samstarfi við netöryggissérfræðinga hjá Syndis og Advania unnið að því að greina hættuna á gagnaleka og líklega atburðarás. „Þær upplýsingar sem nú liggja fyrir benda til þess að hætta sé á að tölvuþrjótum hafi tekist að komast yfir pósta starfsmanna að hluta eða í heild. Enn sem komið er, er þó ómögulegt að segja til um hvort það hafi raunverulega gerst,“ segir í tilkynningu. Ekki hægt að rekja hvort forritið afritaði tölvupósta í ágúst Í lok ágúst var spilliforrit á póstþjónum HR í minnst fjóra daga, en í tæpan sólarhring í síðustu viku. Ekki eru til atburðaskrár frá þessum dögum í ágúst og því ekki hægt að rekja hvað spilliforritið gerði á þessum tíma og hvort það hafi afritað tölvupósta og sent úr húsi. Að sögn HR hefur annar póstþjónanna sem ráðist var á verið í notkun síðustu daga en verður nú tekinn úr umferð. Sérstakar varúðarráðstafanir hafi verið í kringum þennan póstþjón alla vikuna frá því að árásin uppgötvaðist og því talið ólíklegt að leki hafi stafað frá honum frá því að upp komst um árásina. Í tilkynningu segir að ef stjórnendur skólans fái upplýsingar um að tölvupóstum hafi verið lekið á netið verði hlutaðeigandi látin vita af því strax. Dæmi séu um að tölvupóstar hafi verið birtir á opnum vefsvæðum, á hlulduvefnum, eða starfsfólki hótað að póstum verði lekið ef lausnargjald verði ekki greitt. Mikilvægt að starfsmenn skammist sín ekki Ragnhildur Helgadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, segir mikilvægt að háskólinn upplýsi um allt sem vitað er í tengslum við þessa árás. ,,Þetta er óþægilegt fyrir okkur öll og mér þykir afar leitt að þessi staða sé uppi. Ég minni á að við vitum ekki hvort póstar voru afritaðir og þó svo væri, hvort einhver hyggist gera eitthvað við afritin. Við erum að vera varfærin og upplýsa um allt strax. Það, ásamt því að neita að borga lausnargjald og neita að skammast okkar fyrir að verða fyrir árás sem eru algengar og úti um allt, er það besta sem við getum gert í stöðunni og í bestu samræmi við það hvernig vinnustaður við viljum vera. Svo það er línan, auk þess að læra af reynslunni og styðja vel hvert við annað,“ segir Ragnhildur í tilkynningu.
Netöryggi Netglæpir Háskólar Reykjavík Tengdar fréttir Netárás á Háskólann í Reykjavík og lausnargjalds krafist Tölvuárás var gerð á póstþjón Háskólans í Reykjavík í síðustu viku og skrár dulkóðaðar. Svo virðist sem að um einangraða árás á einn póstþjón hafi verið að ræða, sem hafi valdið takmörkuðum skaða. Svo segir í tilkynningu frá HR. 18. október 2021 15:05 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira
Netárás á Háskólann í Reykjavík og lausnargjalds krafist Tölvuárás var gerð á póstþjón Háskólans í Reykjavík í síðustu viku og skrár dulkóðaðar. Svo virðist sem að um einangraða árás á einn póstþjón hafi verið að ræða, sem hafi valdið takmörkuðum skaða. Svo segir í tilkynningu frá HR. 18. október 2021 15:05