Mikilvægt að barnabókin endurspegli raunveruleika barna Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. október 2021 19:00 Kristín Helga Gunnarsdóttir hélt lokaávarp hátíðarinnar og skildi gesti eftir með mikilvæg skilaboð fyrir framtíðina. Mýrin, alþjóðleg barnabókahátíð, fór fram í Norræna húsinu á dögunum sem leið. Bergrún Íris Sævarsdóttir, barnabókahöfundur og einn af skipuleggjendum Mýrinnar, segir hátíðina hafa farið fram úr hennar björtustu vonum. „Ég er í hálfgerðu spennufalli eftir ótrúlega skemmtilega daga,“ segir Bergrún glöð í bragði. „Hátíðin átti að fara fram í fyrra en við tókum þá erfiðu en nauðsynlegu ákvörðun að fresta henni um ár vegna Covid. Þá vorum við bjartsýn um að lífið væri komið í eðlilegar skorður tólf mánuðum síðar en það reyndist samt erfið ákvörðun að láta vaða og halda hátíðina.“ Veðrið lék við gesti sem fengu leiðsögn um Reykjavík frá Lindu Ólafsdóttur og Margréti Tryggvadóttur. Bergrún segir ekki hlaupið að því að flytja hingað til lands erlenda rithöfunda frá fjölmörgum löndum enda heimsfaraldurinn enn ekki genginn yfir. Það hafðist þó að lokum og gátu erlendir höfundar notið nokkurra góðra daga á Íslandi. Bergrún Íris ásamt forseta Íslands sem bauð gestum og aðstandendum hátíðarinnar á Bessastaði þar sem hann ávarpaði hópinn með skemmtilegri ræðu um barnabækur. „Hingað komu margir af bestu rit- og myndhöfundum bransans auk þess sem við fengum tvo mjög sérstaka gesti, alla leið úr Múmíndal.“ Heimsókn Múmínsnáða og Míu litlu vakti sérstaka lukku hjá börnum jafnt sem fullorðnum. Starfsfólk Norræna hússins gladdist þegar Múmínsnáði og Mía litla kíktu í heimsókn. „Ég held að starfsfólk Norræna hússins hafi orðið enn æstara en börnin og allir fengu mynd með þessum dásamlegu persónum, sem segir okkur hversu mikil áhrif skáldaðar barnabókapersónur geta haft og hversu lengi þær lifa með okkur.“ Börn bjuggu til sína eigin fjölnota poka með þeim Agnese Vanaga og Anna Vaivare frá Litháen. Er þetta í tíunda skipti sem Mýrin fer fram og var þema ársins tengt loftslagsbreytingum, náttúru og samfélagi. Kennarar frá Íslenska myndasögusamfélaginu héldu fyrirlestur fyrir unglinga. „Þegar við í stjórninni litum yfir barnabækur nútímans sáum við að loftslagsmál og fólksflutningar koma gjarnan við sögu, enda liggja þau mál þungt á börnum rétt eins og öðrum jarðarbúum. Sjálf tel ég mikilvægt að barnabókin endurspegli raunveruleika barna. Vönduð og vel gerð barnabók getur hjálpað barni að átta sig betur á aðstæðum, stýrt þeim frá kvíða og hvatt til aðgerða. Þetta eru allt málefni sem við getum betur tekist á við saman og þess vegna varð yfirskrift hátíðarinnar „Saman úti í Mýri,“ segir Bergrún brosandi að lokum. Gestir hlýddu á fjölbreyttar og áhugvaverðar málstofur fyrsta daginn. Fleiri vel valdar myndir frá hátíðinni má sjá í albúminu hér fyrir neðan. Rit- og myndhöfundurinn Lára Garðarsdóttir las upp úr fallegu bókinni sinni Flökkusaga sem fjallar á einlægan hátt um fólksflutninga, eða öllu heldur bjarnar-flutninga.Indrek Koff hélt vinnustofu þar sem hann kenndi krökkum að finna innblástur frá hljóðum, dró af því tilefni upp kornett og blés nokkra tóna.Hópur barna teiknaði sinn uppáhalds stað í sólkerfinu með Stjörnu-Sævari.Kristín Helga Gunnarsdóttir hélt lokaávarp hátíðarinnar og skildi gesti eftir með mikilvæg skilaboð fyrir framtíðina.Teikninemar Myndlistaskólans í Reykjavík skissuðu á meðan pallborðsumræðum stóð.Norræna húsið hefur verið heimili hátíðarinnar frá upphafi. Bókmenntir Börn og uppeldi Menning Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
„Ég er í hálfgerðu spennufalli eftir ótrúlega skemmtilega daga,“ segir Bergrún glöð í bragði. „Hátíðin átti að fara fram í fyrra en við tókum þá erfiðu en nauðsynlegu ákvörðun að fresta henni um ár vegna Covid. Þá vorum við bjartsýn um að lífið væri komið í eðlilegar skorður tólf mánuðum síðar en það reyndist samt erfið ákvörðun að láta vaða og halda hátíðina.“ Veðrið lék við gesti sem fengu leiðsögn um Reykjavík frá Lindu Ólafsdóttur og Margréti Tryggvadóttur. Bergrún segir ekki hlaupið að því að flytja hingað til lands erlenda rithöfunda frá fjölmörgum löndum enda heimsfaraldurinn enn ekki genginn yfir. Það hafðist þó að lokum og gátu erlendir höfundar notið nokkurra góðra daga á Íslandi. Bergrún Íris ásamt forseta Íslands sem bauð gestum og aðstandendum hátíðarinnar á Bessastaði þar sem hann ávarpaði hópinn með skemmtilegri ræðu um barnabækur. „Hingað komu margir af bestu rit- og myndhöfundum bransans auk þess sem við fengum tvo mjög sérstaka gesti, alla leið úr Múmíndal.“ Heimsókn Múmínsnáða og Míu litlu vakti sérstaka lukku hjá börnum jafnt sem fullorðnum. Starfsfólk Norræna hússins gladdist þegar Múmínsnáði og Mía litla kíktu í heimsókn. „Ég held að starfsfólk Norræna hússins hafi orðið enn æstara en börnin og allir fengu mynd með þessum dásamlegu persónum, sem segir okkur hversu mikil áhrif skáldaðar barnabókapersónur geta haft og hversu lengi þær lifa með okkur.“ Börn bjuggu til sína eigin fjölnota poka með þeim Agnese Vanaga og Anna Vaivare frá Litháen. Er þetta í tíunda skipti sem Mýrin fer fram og var þema ársins tengt loftslagsbreytingum, náttúru og samfélagi. Kennarar frá Íslenska myndasögusamfélaginu héldu fyrirlestur fyrir unglinga. „Þegar við í stjórninni litum yfir barnabækur nútímans sáum við að loftslagsmál og fólksflutningar koma gjarnan við sögu, enda liggja þau mál þungt á börnum rétt eins og öðrum jarðarbúum. Sjálf tel ég mikilvægt að barnabókin endurspegli raunveruleika barna. Vönduð og vel gerð barnabók getur hjálpað barni að átta sig betur á aðstæðum, stýrt þeim frá kvíða og hvatt til aðgerða. Þetta eru allt málefni sem við getum betur tekist á við saman og þess vegna varð yfirskrift hátíðarinnar „Saman úti í Mýri,“ segir Bergrún brosandi að lokum. Gestir hlýddu á fjölbreyttar og áhugvaverðar málstofur fyrsta daginn. Fleiri vel valdar myndir frá hátíðinni má sjá í albúminu hér fyrir neðan. Rit- og myndhöfundurinn Lára Garðarsdóttir las upp úr fallegu bókinni sinni Flökkusaga sem fjallar á einlægan hátt um fólksflutninga, eða öllu heldur bjarnar-flutninga.Indrek Koff hélt vinnustofu þar sem hann kenndi krökkum að finna innblástur frá hljóðum, dró af því tilefni upp kornett og blés nokkra tóna.Hópur barna teiknaði sinn uppáhalds stað í sólkerfinu með Stjörnu-Sævari.Kristín Helga Gunnarsdóttir hélt lokaávarp hátíðarinnar og skildi gesti eftir með mikilvæg skilaboð fyrir framtíðina.Teikninemar Myndlistaskólans í Reykjavík skissuðu á meðan pallborðsumræðum stóð.Norræna húsið hefur verið heimili hátíðarinnar frá upphafi.
Bókmenntir Börn og uppeldi Menning Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira