„Hann er að setja alla í sínu nærumhverfi í stórhættu“ Snorri Másson skrifar 20. október 2021 20:31 Bílstjóri hjá Strætó bs. keyrir ekki á meðan mál hans er til athugunar. Hann liggur undir ámæli fyrir að hafa birt af sér myndband í símanum undir stýri. TikTok Strætóbílstjóri sem tók upp myndband fyrir samfélagsmiðla undir stýri fær ekki að aka á meðan unnið er úr máli hans innan Strætó bs. Fordæmi eru fyrir því að bílstjórar séu áminntir eða reknir fyrir annað eins. Myndbandið birti bílstjórinn á samfélagsmiðlinum TikTok og eftir að fólk hóf að ræða það á samfélagsmiðlum, barst Strætó bs. fjöldi ábendinga um málið. Guðmundur Heiðar Helgason upplýsingafulltrúi Strætó bs. segir að málið sé komið í formlegan farveg. „Við horfum á þetta sem algert dómgreindarleysi. Hann er þarna að setja alla í sínu nærumhverfi í stórhættu, því það er stórhættulegt auðvitað að vera í símanum á meðan þú ert að keyra. Það er alveg skýrt hérna í reglunum, þú átt ekki að vera í símanum á meðan þú ert að keyra, sérstaklega á svona stóru og þungu ökutæki,“ segir Guðmundur. Guðmundur Heiðar Helgason upplýsingafulltrúi segir að það hafi verið erfitt að horfa á myndband af strætóbílstjóra í símanum undir stýri.Stöð 2/Egill Máli bílstjórans hefur þegar verið vísað til deildarstjóra innan Strætó og er nú að sögn Guðmundar komið í réttan farveg innanhúss. Hann segir að bílstjórinn fái ekki að aka á meðan farið er yfir málið með honum. Hvernig má sjá fyrir sér framtíð bílstjóra sem gerir svona? „Það er allur gangur á því. Það fer eftir sögu bílstjórans líka. Ég get ekki farið út í það í fjölmiðlum hvað verður gert hér en fólk hefur verið áminnt og fólk hefur jafnvel verið rekið úr starfi fyrir að vera í símanum. Þannig að við leyfum þessu bara að fara rétta leið,“ segir Guðmundur. Myndbandið gæti einnig orðið að lögreglumáli, enda liggur fjörutíu þúsund króna sekt við að nota fjarskiptabúnað undir stýri. Sú sekt var snarhækkuð fyrir um tveimur árum enda útbreitt vandamál að síminn trufli ökumenn við akstur. Breytt 22.10: Upphaflega sagði í fréttinni að bílstjórinn fengi að aka þrátt fyrir myndbirtinguna en rétt er að hann ekur ekki fyrr en skoðun á máli hans er lokið. Strætó Umferðaröryggi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Tvöfalt fleiri sektaðir fyrir að nota símann undir stýri Lögreglan fær í auknu mæli ábendingar um ölvunarakstur eða varhugavert aksturslag sem síðan reynist, við frekari athugun, vera símanotkun undir stýri. 25. júlí 2019 20:30 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Sjá meira
Myndbandið birti bílstjórinn á samfélagsmiðlinum TikTok og eftir að fólk hóf að ræða það á samfélagsmiðlum, barst Strætó bs. fjöldi ábendinga um málið. Guðmundur Heiðar Helgason upplýsingafulltrúi Strætó bs. segir að málið sé komið í formlegan farveg. „Við horfum á þetta sem algert dómgreindarleysi. Hann er þarna að setja alla í sínu nærumhverfi í stórhættu, því það er stórhættulegt auðvitað að vera í símanum á meðan þú ert að keyra. Það er alveg skýrt hérna í reglunum, þú átt ekki að vera í símanum á meðan þú ert að keyra, sérstaklega á svona stóru og þungu ökutæki,“ segir Guðmundur. Guðmundur Heiðar Helgason upplýsingafulltrúi segir að það hafi verið erfitt að horfa á myndband af strætóbílstjóra í símanum undir stýri.Stöð 2/Egill Máli bílstjórans hefur þegar verið vísað til deildarstjóra innan Strætó og er nú að sögn Guðmundar komið í réttan farveg innanhúss. Hann segir að bílstjórinn fái ekki að aka á meðan farið er yfir málið með honum. Hvernig má sjá fyrir sér framtíð bílstjóra sem gerir svona? „Það er allur gangur á því. Það fer eftir sögu bílstjórans líka. Ég get ekki farið út í það í fjölmiðlum hvað verður gert hér en fólk hefur verið áminnt og fólk hefur jafnvel verið rekið úr starfi fyrir að vera í símanum. Þannig að við leyfum þessu bara að fara rétta leið,“ segir Guðmundur. Myndbandið gæti einnig orðið að lögreglumáli, enda liggur fjörutíu þúsund króna sekt við að nota fjarskiptabúnað undir stýri. Sú sekt var snarhækkuð fyrir um tveimur árum enda útbreitt vandamál að síminn trufli ökumenn við akstur. Breytt 22.10: Upphaflega sagði í fréttinni að bílstjórinn fengi að aka þrátt fyrir myndbirtinguna en rétt er að hann ekur ekki fyrr en skoðun á máli hans er lokið.
Strætó Umferðaröryggi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Tvöfalt fleiri sektaðir fyrir að nota símann undir stýri Lögreglan fær í auknu mæli ábendingar um ölvunarakstur eða varhugavert aksturslag sem síðan reynist, við frekari athugun, vera símanotkun undir stýri. 25. júlí 2019 20:30 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Sjá meira
Tvöfalt fleiri sektaðir fyrir að nota símann undir stýri Lögreglan fær í auknu mæli ábendingar um ölvunarakstur eða varhugavert aksturslag sem síðan reynist, við frekari athugun, vera símanotkun undir stýri. 25. júlí 2019 20:30