Parkland-fjöldamorðinginn játar sekt Þorgils Jónsson skrifar 20. október 2021 16:02 Nikolas Cruz kom fyrir dóm í dag og játaði sig sekan um að hafa myrt sautján manns í miðskóla í Parkland í Flórída. Nikolas Cruz játaði í dag fyrir dómi að hafa myrt sautján manns og sært jafnmarga í miðskóla í Parkland í Flórída árið 2018. Hann baðst um leið afsökunar á gjörðum sínum. Cruz hafði ári áður verið rekinn úr Marjory Stoneman Douglas-skólanum fyrir áralangar hótanir og ofbeldi þegar hann mætti einn daginn með AR-15 riffil og hóf skothríð sem lauk með því að fjórtán nemendur og þrír starfsmenn skólans lágu í valnum. Ódæðið vakti upp mikla umræðu um skotvopnalöggjöf Bandaríkjanna, en hafði – sem fyrr – lítil áhrif á stöðu þeirra mála. Mörg af skólasystkinum Cruz stigu fram sem baráttufólk fyrir hertri löggjöf. Cruz er nú fyrir dómi þar sem leitast er við að skera úr um sakhæfi hans. Verði hann álitinn sakhæfur verður málinu vísað til kviðdóms sem mun ákveða hvort hann verði dæmdur til lífstíðarfangelsis eða til dauða. Yfirlýsing hans um sekt er talin vera útspil verjenda til að sýna fram á að hann hafi tekið ábyrgð á eigin gerðum, í von um að sleppa við dauðadóm. Tugir aðstandenda fórnarlamba Cruz voru viðstödd réttarhaldið í dag. Margir hristu höfuð sitt eða felldu tár þegar Cruz lýsti yfir sekt sinni. Afsökunarbeiðnin féll almennt í grýttan jarðveg. „Í dag horfðum við upp á kaldrifjaðan og yfirvegaðan morðingja játa að hafa banað Ginu, dóttur minni og sextán öðrum saklausum fórnarlömbum í skólanum þeirra“, hefur AP eftir Tony Monalto, einum viðstaddra. „Játning hans er fyrsta skrefið í þessu ferli, en það mun ekkert breytast fyrir fjölskyldu mína. Klára, fallega dóttir okkar hún Gina, sem við elskuðum svo mikið, er horfin á braut á meðan morðingi hennar fær enn að njóta þess að lifa í fangelsi.“ Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Parkland-morðinginn mætir fyrir dóm Mál Nikolas Cruz, sem játað hefur á sig fjöldamorð í miðskóla í Parkland í Flórída fyrir rúmum þremur árum, verður tekið fyrir í dómsal í dag. 15. október 2021 15:16 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridgeskíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira
Cruz hafði ári áður verið rekinn úr Marjory Stoneman Douglas-skólanum fyrir áralangar hótanir og ofbeldi þegar hann mætti einn daginn með AR-15 riffil og hóf skothríð sem lauk með því að fjórtán nemendur og þrír starfsmenn skólans lágu í valnum. Ódæðið vakti upp mikla umræðu um skotvopnalöggjöf Bandaríkjanna, en hafði – sem fyrr – lítil áhrif á stöðu þeirra mála. Mörg af skólasystkinum Cruz stigu fram sem baráttufólk fyrir hertri löggjöf. Cruz er nú fyrir dómi þar sem leitast er við að skera úr um sakhæfi hans. Verði hann álitinn sakhæfur verður málinu vísað til kviðdóms sem mun ákveða hvort hann verði dæmdur til lífstíðarfangelsis eða til dauða. Yfirlýsing hans um sekt er talin vera útspil verjenda til að sýna fram á að hann hafi tekið ábyrgð á eigin gerðum, í von um að sleppa við dauðadóm. Tugir aðstandenda fórnarlamba Cruz voru viðstödd réttarhaldið í dag. Margir hristu höfuð sitt eða felldu tár þegar Cruz lýsti yfir sekt sinni. Afsökunarbeiðnin féll almennt í grýttan jarðveg. „Í dag horfðum við upp á kaldrifjaðan og yfirvegaðan morðingja játa að hafa banað Ginu, dóttur minni og sextán öðrum saklausum fórnarlömbum í skólanum þeirra“, hefur AP eftir Tony Monalto, einum viðstaddra. „Játning hans er fyrsta skrefið í þessu ferli, en það mun ekkert breytast fyrir fjölskyldu mína. Klára, fallega dóttir okkar hún Gina, sem við elskuðum svo mikið, er horfin á braut á meðan morðingi hennar fær enn að njóta þess að lifa í fangelsi.“
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Parkland-morðinginn mætir fyrir dóm Mál Nikolas Cruz, sem játað hefur á sig fjöldamorð í miðskóla í Parkland í Flórída fyrir rúmum þremur árum, verður tekið fyrir í dómsal í dag. 15. október 2021 15:16 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridgeskíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira
Parkland-morðinginn mætir fyrir dóm Mál Nikolas Cruz, sem játað hefur á sig fjöldamorð í miðskóla í Parkland í Flórída fyrir rúmum þremur árum, verður tekið fyrir í dómsal í dag. 15. október 2021 15:16