Innlent

Svandís kynnti fullar afléttingar í tveimur skrefum

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis og fyrirætlanir Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra verða til umræðu á ríkisstjórnarfundinum.
Tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis og fyrirætlanir Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra verða til umræðu á ríkisstjórnarfundinum.

Ríkisstjórnin fundar í dag og tekur meðal annars til umræðu minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um möguleg næstu skref í sóttvarnaaðgerðum innanlands.

Þær takmarkanir sem eru í gildi nú renna út á morgun en sóttvarnalæknir hefur lagt fram þrjá möguleika hvað varðar framhaldið; 1. að viðhafa áfram sömu takmarkanir, 2. að slaka á í skrefum og 3. að aflétta öllum takmörkunum.

Í minnisblaði forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra, sem þeir sendu sóttvarnalækni áður en hann sendi frá sér sitt minnisblað, bentu ráðherrarnir á að stjórnvöld á hinum Norðurlöndunum hefðu rökstutt ákvörðun sína um að hætta öllum aðgerðum með þeim rökum að ólíklegt væri að faraldur kórónuveirunnar í vel bólusettu samfélagi ógnaði samfélaginu í heild.

Fundurinn hefst klukkan 9.30 og hægt verður að fylgjast með nýjustu vendingum í beinni útsendingu á Vísi og í textalýsingu hér fyrir neðan.

Fréttin hefur verið uppfærð en upptöku frá kynningu Svandísar Svavarsdóttur á afléttingum má sjá í klippunni að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×