Leggja til sölu á embættisbústað biskups og 23 fasteignum til viðbótar Atli Ísleifsson skrifar 19. október 2021 07:46 Jarðir kirkjunnar eru nú 33 talsins, auk Skálholts og þar eru átján jarðir setnar prestum. Vísir/Vilhelm Starfshópur á vegum kirkjuþings hefur lagt til að átta jarðir í eigu Þjóðkirkjunnar og sextán eignir til viðbótar víðs vegar um land verði seldar sem liður í fjárhagslegri skipulagningu. Meðal þeirra eigna sem lagt er til að verði seldar er embættisbústaður biskups Íslands sem stendur við Bergstaðastræti 75 þar sem Agnes M. Sigurðardóttir biskup býr nú. Er um 487 fermetra hús í hjarta miðbæjarins að ræða. Morgunblaðið segir frá þessu, en halli á rekstri Þjóðkirkjunnar á síðasta ári nam 654 milljónum króna. Ráðist var í gerð vinnunnar í kjölfar 60. kirkjuþings þar sem skipaður var starfshópur til mótunar stefnu varðandi nánari útfærslu á fasteignastefnu þjóðkirkjunnar. 62. kirkjuþing fer fram dagana 23. til 27. október þar sem afstaða verður tekin til tillagna starfshópsins. Jarðir kirkjunnar eru nú 33 talsins, auk Skálholts og þar eru átján jarðir setnar prestum. Þjóðkirkjan á auk þess 27 fasteignir sem nýttar eru sem íbúðarhúsnæði og af þeim eru tvær í útleigu til annarra en presta. Þessu til viðbótar eru svo Löngumýrarskóli og húsnæði í Grensáskirkju. Ótaldar eru lóðir úr jörðunum sem flestar eru leigðar á lóðarleigu. Í skýrslu starfshópsins má sjá að þær átta jarðir Þjóðkirkjunnar sem lagt er til að verði seldar eru: Árnes 1 Desjarmýri Kolfreyjustaður Miklibær Skeggjastaðir Syðra-Laugaland og Brúnir (úr Syðra-Laugalandi) Voli Aðrar eignir sem lagt er því til að seldar verði eru eftirtaldar: Bergstaðastræti 75, Reykjavík Dalbraut 2, Dalvík Eyrarvegur 26, Grundarfirði Hamrahlíð 12, Vopnafirði Hjarðarhagi 30, Reykjavík Hlíðarvegur 42, Ólafsfirði Hólagata 42, Vestmannaeyjum Hvammstangabraut 21, Hvammstanga Hvanneyrarbraut 45, Siglufirði Kópnesbraut 17, Hólmavík Króksholt 1, Fáskrúðsfirði Lágholt 9, Stykkishólmi Lindarholt 8, Ólafsvík Miðtún 12, Ísafirði Smáragata 6, Vestmannaeyjum Völusteinsstræti 16, Bolungarvík Þau sem áttu sæti í starfshópnum voru Gísli Gunnarsson, Stefán Magnússon og Þuríður Björg Wiium Árnadóttir. Þjóðkirkjan Fasteignamarkaður Reykjavík Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Sjá meira
Meðal þeirra eigna sem lagt er til að verði seldar er embættisbústaður biskups Íslands sem stendur við Bergstaðastræti 75 þar sem Agnes M. Sigurðardóttir biskup býr nú. Er um 487 fermetra hús í hjarta miðbæjarins að ræða. Morgunblaðið segir frá þessu, en halli á rekstri Þjóðkirkjunnar á síðasta ári nam 654 milljónum króna. Ráðist var í gerð vinnunnar í kjölfar 60. kirkjuþings þar sem skipaður var starfshópur til mótunar stefnu varðandi nánari útfærslu á fasteignastefnu þjóðkirkjunnar. 62. kirkjuþing fer fram dagana 23. til 27. október þar sem afstaða verður tekin til tillagna starfshópsins. Jarðir kirkjunnar eru nú 33 talsins, auk Skálholts og þar eru átján jarðir setnar prestum. Þjóðkirkjan á auk þess 27 fasteignir sem nýttar eru sem íbúðarhúsnæði og af þeim eru tvær í útleigu til annarra en presta. Þessu til viðbótar eru svo Löngumýrarskóli og húsnæði í Grensáskirkju. Ótaldar eru lóðir úr jörðunum sem flestar eru leigðar á lóðarleigu. Í skýrslu starfshópsins má sjá að þær átta jarðir Þjóðkirkjunnar sem lagt er til að verði seldar eru: Árnes 1 Desjarmýri Kolfreyjustaður Miklibær Skeggjastaðir Syðra-Laugaland og Brúnir (úr Syðra-Laugalandi) Voli Aðrar eignir sem lagt er því til að seldar verði eru eftirtaldar: Bergstaðastræti 75, Reykjavík Dalbraut 2, Dalvík Eyrarvegur 26, Grundarfirði Hamrahlíð 12, Vopnafirði Hjarðarhagi 30, Reykjavík Hlíðarvegur 42, Ólafsfirði Hólagata 42, Vestmannaeyjum Hvammstangabraut 21, Hvammstanga Hvanneyrarbraut 45, Siglufirði Kópnesbraut 17, Hólmavík Króksholt 1, Fáskrúðsfirði Lágholt 9, Stykkishólmi Lindarholt 8, Ólafsvík Miðtún 12, Ísafirði Smáragata 6, Vestmannaeyjum Völusteinsstræti 16, Bolungarvík Þau sem áttu sæti í starfshópnum voru Gísli Gunnarsson, Stefán Magnússon og Þuríður Björg Wiium Árnadóttir.
Þjóðkirkjan Fasteignamarkaður Reykjavík Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Sjá meira