Landsbankinn hækkar óverðtryggða vexti Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. október 2021 18:30 Lilja Björk Einarsdóttir er bankastjóri Landsbankans. Vísir/Vilhelm Landsbankinn hefur tilkynnt að breytilegir og fastir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum muni hækka frá og með morgundeginum. Vextir á verðtryggðum íbúðalánum verða óbreyttir. Þetta kemur fram á vef bankans þar sem segir að breytilegir vextir á óverðtryggðum lánum hækki um 0,2 prósentustig. Fastir vextir á óverðtryggðum lánum til 36 mánaða hækka um 0,15 prósentustig en um 0,10 prósentustig á óverðtryggðum lánum á föstum vöxtum til sextíu mánaða. Vextir á verðtryggðum íbúðalánum, bæði breytilegir og fastir, verða óbreyttir. Landsbankinn mun hækka ýmsa vexti frá og með morgundeginum.Vísir/Vilhelm Á vef bankans segir að þessi vaxtaákvörðun bankans sé tekin í kjölfar vaxtahækkunar Seðlabanka Íslands frá 6. október síðastliðnum, þegar stýrivextir voru hækkaðir um 0,25 prósentustig. Samhliða vaxtahækkuninni á óverðtryggðum íbúðalánum Landsbankans hækka yfirdráttavextir bankans hækka um 0,25 prósentustig. Þá munu vextir á óverðtryggðum sparireikningum hækka um 0,15-0,25 prósentustig, vextir á reikningum með föstum vöxtum hækka um 0,15-0,25 prósentustig en vextir almennra veltureikninga verða óbreyttir. Ný vaxtatafla bankans tekur gildi þriðjudaginn 19. október 2021. Breytingar á vöxtum á lánum sem falla undir lög um neytendalán eða lög um fasteignalán til neytenda taka þó gildi í samræmi við tilkynningar þar að lútandi sem sendar verða viðskiptavinum í netbanka, að því er fram kemur á vef bankans. Íslenskir bankar Húsnæðismál Neytendur Tengdar fréttir Þensla á húsnæðismarkaði knýr verðbólguna áfram Þensla á íbúðamarkaði knýr verðbólguna áfram og er ástæða þess að Seðlabankinn hækkaði meginvexti sína um 0,25 prósentustig í dag. Seðlabankastjóri segir bankann halda áfram að lækka vexti ef á þurfi að halda til að koma verðbólgu niður í tveggja komma fimm prósenta markmið hans. 6. október 2021 11:50 Seðlabankinn hækkar enn stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,5 prósent. 6. október 2021 08:30 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Þetta kemur fram á vef bankans þar sem segir að breytilegir vextir á óverðtryggðum lánum hækki um 0,2 prósentustig. Fastir vextir á óverðtryggðum lánum til 36 mánaða hækka um 0,15 prósentustig en um 0,10 prósentustig á óverðtryggðum lánum á föstum vöxtum til sextíu mánaða. Vextir á verðtryggðum íbúðalánum, bæði breytilegir og fastir, verða óbreyttir. Landsbankinn mun hækka ýmsa vexti frá og með morgundeginum.Vísir/Vilhelm Á vef bankans segir að þessi vaxtaákvörðun bankans sé tekin í kjölfar vaxtahækkunar Seðlabanka Íslands frá 6. október síðastliðnum, þegar stýrivextir voru hækkaðir um 0,25 prósentustig. Samhliða vaxtahækkuninni á óverðtryggðum íbúðalánum Landsbankans hækka yfirdráttavextir bankans hækka um 0,25 prósentustig. Þá munu vextir á óverðtryggðum sparireikningum hækka um 0,15-0,25 prósentustig, vextir á reikningum með föstum vöxtum hækka um 0,15-0,25 prósentustig en vextir almennra veltureikninga verða óbreyttir. Ný vaxtatafla bankans tekur gildi þriðjudaginn 19. október 2021. Breytingar á vöxtum á lánum sem falla undir lög um neytendalán eða lög um fasteignalán til neytenda taka þó gildi í samræmi við tilkynningar þar að lútandi sem sendar verða viðskiptavinum í netbanka, að því er fram kemur á vef bankans.
Íslenskir bankar Húsnæðismál Neytendur Tengdar fréttir Þensla á húsnæðismarkaði knýr verðbólguna áfram Þensla á íbúðamarkaði knýr verðbólguna áfram og er ástæða þess að Seðlabankinn hækkaði meginvexti sína um 0,25 prósentustig í dag. Seðlabankastjóri segir bankann halda áfram að lækka vexti ef á þurfi að halda til að koma verðbólgu niður í tveggja komma fimm prósenta markmið hans. 6. október 2021 11:50 Seðlabankinn hækkar enn stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,5 prósent. 6. október 2021 08:30 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Þensla á húsnæðismarkaði knýr verðbólguna áfram Þensla á íbúðamarkaði knýr verðbólguna áfram og er ástæða þess að Seðlabankinn hækkaði meginvexti sína um 0,25 prósentustig í dag. Seðlabankastjóri segir bankann halda áfram að lækka vexti ef á þurfi að halda til að koma verðbólgu niður í tveggja komma fimm prósenta markmið hans. 6. október 2021 11:50
Seðlabankinn hækkar enn stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,5 prósent. 6. október 2021 08:30