Neytendur

Landsbankinn hækkar óverðtryggða vexti

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Lilja Björk Einarsdóttir er bankastjóri Landsbankans.
Lilja Björk Einarsdóttir er bankastjóri Landsbankans. Vísir/Vilhelm

Landsbankinn hefur tilkynnt að breytilegir og fastir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum muni hækka frá og með morgundeginum. Vextir á verðtryggðum íbúðalánum verða óbreyttir.

Þetta kemur fram á vef bankans þar sem segir að breytilegir vextir á óverðtryggðum lánum hækki um 0,2 prósentustig. Fastir vextir á óverðtryggðum lánum til 36 mánaða hækka um 0,15 prósentustig en um 0,10 prósentustig á óverðtryggðum lánum á föstum vöxtum til sextíu mánaða.

Vextir á verðtryggðum íbúðalánum, bæði breytilegir og fastir, verða óbreyttir.

Landsbankinn mun hækka ýmsa vexti frá og með morgundeginum.Vísir/Vilhelm

Á vef bankans segir að þessi vaxtaákvörðun bankans sé tekin í kjölfar vaxtahækkunar Seðlabanka Íslands frá 6. október síðastliðnum, þegar stýrivextir voru hækkaðir um 0,25 prósentustig.

Samhliða vaxtahækkuninni á óverðtryggðum íbúðalánum Landsbankans hækka yfirdráttavextir bankans hækka um 0,25 prósentustig.

Þá munu vextir á óverðtryggðum sparireikningum hækka um 0,15-0,25 prósentustig, vextir á reikningum með föstum vöxtum hækka um 0,15-0,25 prósentustig en vextir almennra veltureikninga verða óbreyttir.

Ný vaxtatafla bankans tekur gildi þriðjudaginn 19. október 2021. Breytingar á vöxtum á lánum sem falla undir lög um neytendalán eða lög um fasteignalán til neytenda taka þó gildi í samræmi við tilkynningar þar að lútandi sem sendar verða viðskiptavinum í netbanka, að því er fram kemur á vef bankans.


Tengdar fréttir

Þensla á húsnæðismarkaði knýr verðbólguna áfram

Þensla á íbúðamarkaði knýr verðbólguna áfram og er ástæða þess að Seðlabankinn hækkaði meginvexti sína um 0,25 prósentustig í dag. Seðlabankastjóri segir bankann halda áfram að lækka vexti ef á þurfi að halda til að koma verðbólgu niður í tveggja komma fimm prósenta markmið hans.

Seðla­bankinn hækkar enn stýri­vexti

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,5 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×