Telur að róttækar breytingar við Bústaðaveg myndu stórbæta hverfið Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. október 2021 19:00 Dóra Magnúsdóttir, formaður Íbúaráðs Háaleitis og Bústaða. Vísir/Egill Róttækar breytingar á Bústaða- og Háaleitishverfi eru boðaðar með tillögum að nýju hverfisskipulagi. Skiptar skoðanir eru um tillögurnar en formaður íbúaráðs er þó viss um að þær myndu stórbæta hverfið. Tillögurnar eru í kynningar og samþykktarferli - en á meðal helstu breytinga er að við Bústaðaveg rísi sautján tveggja hæða hús. Reiknað er með allt að 150 nýjum íbúðum á efri hæðum - og atvinnu- og þjónustustarfemi á götuhæðum. Landhalli gefur möguleika á bílakjöllurum undir húsunum og ráðgert er að með því muni bílastæðum við Bústaðaveg fjölga um hundrað. Hugmynd að uppbyggingu við Bústaðaveg við Grímsbæ. Hugmynd ráðgjafa hverfisskipulagsins að breyttu skipulagi við Grímsbæ.Jakob Jakobsson arkitekt og Trípólí arkitektar Nýju húsin sautján eiga að rísa þétt upp við Bústaðaveg, fyrir framan byggingarnar sem eru þar fyrir. Grímsbær yrði miðpunktur þessa nýja hverfis ef svo má segja og beint á móti, fyrir framan leikskólann Grímsborg, er reiknað með glænýju hverfistorgi. Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur áhyggjur af því að ekki verði tekið mið af innviðauppbyggingu. „Mér finnst ekki verið að hugsa: Hvað með skóla, verslanir, atvinnutækifæri, það er svo mikil áhersla á þéttingu, það er verið að stafla eins mikið og hægt er, koma eins mörgum á eins lítinn blett og hægt er og fólk þarf að geta komist inn og út úr hverfinu,“ segir Kolbrún. Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins.Vísir/Egill Lífleg umræða hefur skapast um vinnutillögurnar inni á Facebook-vettvangi hverfisins og sumir taka einmitt undir áhyggjur Kolbrúnar af því að farið sé offari í þéttingu byggðar. Dóra Magnúsdóttir, formaður Íbúaráðs Háaleitis og Bústaða og varaborgarfulltrúi Samfylkingar, segist vissulega skilja þá afstöðu. „En ef við horfum hérna yfir þá er gríðarlegt mikið magn sem fer í bílastæði, magn af yfirborðsfleti sem fer í götuna sjálfa og bílastæði. Með því að styrkja byggðina og hverfiskjarnann getur þetta svæði allt orðið miklu meira kósí.“ Sniðmynd sem sýnir núverandi aðstæður og breytinguna.Jakob Jakobsson arkitekt og Trípólí arkitektar Hún bendir á að ánægja sé með sambærilega framkvæmd við Efstaleiti. „Það þýðir það að þarna er komið veitingahús, apótek og fleira, ýmisskonar þjónusta sem var ekki fyrir sem aftur nýtist íbúunum.“ Skipulag Reykjavík Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots og gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Tillögurnar eru í kynningar og samþykktarferli - en á meðal helstu breytinga er að við Bústaðaveg rísi sautján tveggja hæða hús. Reiknað er með allt að 150 nýjum íbúðum á efri hæðum - og atvinnu- og þjónustustarfemi á götuhæðum. Landhalli gefur möguleika á bílakjöllurum undir húsunum og ráðgert er að með því muni bílastæðum við Bústaðaveg fjölga um hundrað. Hugmynd að uppbyggingu við Bústaðaveg við Grímsbæ. Hugmynd ráðgjafa hverfisskipulagsins að breyttu skipulagi við Grímsbæ.Jakob Jakobsson arkitekt og Trípólí arkitektar Nýju húsin sautján eiga að rísa þétt upp við Bústaðaveg, fyrir framan byggingarnar sem eru þar fyrir. Grímsbær yrði miðpunktur þessa nýja hverfis ef svo má segja og beint á móti, fyrir framan leikskólann Grímsborg, er reiknað með glænýju hverfistorgi. Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur áhyggjur af því að ekki verði tekið mið af innviðauppbyggingu. „Mér finnst ekki verið að hugsa: Hvað með skóla, verslanir, atvinnutækifæri, það er svo mikil áhersla á þéttingu, það er verið að stafla eins mikið og hægt er, koma eins mörgum á eins lítinn blett og hægt er og fólk þarf að geta komist inn og út úr hverfinu,“ segir Kolbrún. Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins.Vísir/Egill Lífleg umræða hefur skapast um vinnutillögurnar inni á Facebook-vettvangi hverfisins og sumir taka einmitt undir áhyggjur Kolbrúnar af því að farið sé offari í þéttingu byggðar. Dóra Magnúsdóttir, formaður Íbúaráðs Háaleitis og Bústaða og varaborgarfulltrúi Samfylkingar, segist vissulega skilja þá afstöðu. „En ef við horfum hérna yfir þá er gríðarlegt mikið magn sem fer í bílastæði, magn af yfirborðsfleti sem fer í götuna sjálfa og bílastæði. Með því að styrkja byggðina og hverfiskjarnann getur þetta svæði allt orðið miklu meira kósí.“ Sniðmynd sem sýnir núverandi aðstæður og breytinguna.Jakob Jakobsson arkitekt og Trípólí arkitektar Hún bendir á að ánægja sé með sambærilega framkvæmd við Efstaleiti. „Það þýðir það að þarna er komið veitingahús, apótek og fleira, ýmisskonar þjónusta sem var ekki fyrir sem aftur nýtist íbúunum.“
Skipulag Reykjavík Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots og gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira