„Hann hatar mig í tvo daga“ Sindri Sverrisson skrifar 18. október 2021 14:31 Astrit Selmani var ekki ánægður með ákvörðun þjálfarans Milos Milojevic en hún virðist þó hafa skilað árangri. EPA/Stina Stjernkvist Milos Milojevic, fyrrverandi þjálfari Víkings og Breiðabliks, og lið hans Hammarby gerði erkifjendunum í AIK mikinn óleik í titilbaráttunni í Svíþjóð í gær með 1-0 sigri. Svekktur framherji Hammarby sendi Milosi sneið eftir leikinn. Það kom mjög á óvart að Milos skyldi ákveð að setja sinn aðalframherja, Astrit Selmani, á varamannabekkinn fyrir leikinn. Selmani kom svo inn á eftir 55 mínútna leik og lagði í kjölfarið upp sigurmark leiksins. Selmani viðurkenndi að hann hefði verið mjög vonsvikinn með liðsval þjálfarans: „Þetta er hans ákvörðun. Hann ræður henni. Það sem ég get gert er að koma inn á og breyta hlutunum. Það er mitt starf. Hans starf er að velja lið sem getur unnið. Við sjáum til hvernig þetta verður í næsta leik,“ sagði Selmani. Milos sagði við Discovery+ eftir leik að hann hefði viljað þreyta sterka miðverði AIK. „Ég vildi láta þá elta snögga stráka svo að þeir yrðu þreyttir þegar Astrit kæmi inn á í seinni hálfleik og færi að pressa á þá. Hann stóð sig virkilega vel. Hann hatar mig í tvo daga en ég get alveg tekið því. Ég held að hann verði sáttur með mig eftir leikinn og það er mikilvægast,“ sagði Milos. „Haltu kjafti og spilaðu“ „Hann segist ekki vera ánægður með að fá ekki að spila. Ég segi: „Þú þarft ekki að vera ánægður með að spila ekki en við erum lið. Þetta snýst um 20 leikmenn, ekki bara þig og mig.“ Ég ber ábyrgðina en þegar hann kom inn á þá breytti hann leiknum svo ég er virkilega ánægður með hann,“ sagði Milos. Aðspurður hvað hann myndi segja við Selmani eftir leikinn svaraði Milos: „Haltu kjafti og spilaðu.“ Selmani var spurður hvað honum þætti um það sem Milos sagði, um að hann myndi hata þjálfarann í tvo daga: „Það skilja það allir að maður vill spila í svona grannaslag. Ég held að það sé enginn ánægður með að vera á bekknum í svona leik,“ sagði Selmani en var hæstánægður með sína innkomu. Þess má geta að á meðal stuðningsmanna Hammarby í leiknum voru Valsararnir Birkir Már Sævarsson og Arnór Smárason, fyrrverandi leikmenn sænska liðsins, sem skemmtu sér vel yfir sigrinum. Isländsk stöttning från norra övre i dag #Bajen pic.twitter.com/x5N9jON9fh— Hammarby Fotboll (@Hammarbyfotboll) October 17, 2021 Sænski boltinn Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Í beinni: Fram - KR | Vesturbæingar vonast eftir fyrsta útisigrinum Íslenski boltinn Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Enski boltinn Fleiri fréttir Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Í beinni: Fram - KR | Vesturbæingar vonast eftir fyrsta útisigrinum Í beinni: Leeds - Everton | Fyrsta umferðin klárast á Elland Road Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Sjá meira
Það kom mjög á óvart að Milos skyldi ákveð að setja sinn aðalframherja, Astrit Selmani, á varamannabekkinn fyrir leikinn. Selmani kom svo inn á eftir 55 mínútna leik og lagði í kjölfarið upp sigurmark leiksins. Selmani viðurkenndi að hann hefði verið mjög vonsvikinn með liðsval þjálfarans: „Þetta er hans ákvörðun. Hann ræður henni. Það sem ég get gert er að koma inn á og breyta hlutunum. Það er mitt starf. Hans starf er að velja lið sem getur unnið. Við sjáum til hvernig þetta verður í næsta leik,“ sagði Selmani. Milos sagði við Discovery+ eftir leik að hann hefði viljað þreyta sterka miðverði AIK. „Ég vildi láta þá elta snögga stráka svo að þeir yrðu þreyttir þegar Astrit kæmi inn á í seinni hálfleik og færi að pressa á þá. Hann stóð sig virkilega vel. Hann hatar mig í tvo daga en ég get alveg tekið því. Ég held að hann verði sáttur með mig eftir leikinn og það er mikilvægast,“ sagði Milos. „Haltu kjafti og spilaðu“ „Hann segist ekki vera ánægður með að fá ekki að spila. Ég segi: „Þú þarft ekki að vera ánægður með að spila ekki en við erum lið. Þetta snýst um 20 leikmenn, ekki bara þig og mig.“ Ég ber ábyrgðina en þegar hann kom inn á þá breytti hann leiknum svo ég er virkilega ánægður með hann,“ sagði Milos. Aðspurður hvað hann myndi segja við Selmani eftir leikinn svaraði Milos: „Haltu kjafti og spilaðu.“ Selmani var spurður hvað honum þætti um það sem Milos sagði, um að hann myndi hata þjálfarann í tvo daga: „Það skilja það allir að maður vill spila í svona grannaslag. Ég held að það sé enginn ánægður með að vera á bekknum í svona leik,“ sagði Selmani en var hæstánægður með sína innkomu. Þess má geta að á meðal stuðningsmanna Hammarby í leiknum voru Valsararnir Birkir Már Sævarsson og Arnór Smárason, fyrrverandi leikmenn sænska liðsins, sem skemmtu sér vel yfir sigrinum. Isländsk stöttning från norra övre i dag #Bajen pic.twitter.com/x5N9jON9fh— Hammarby Fotboll (@Hammarbyfotboll) October 17, 2021
Sænski boltinn Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Í beinni: Fram - KR | Vesturbæingar vonast eftir fyrsta útisigrinum Íslenski boltinn Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Enski boltinn Fleiri fréttir Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Í beinni: Fram - KR | Vesturbæingar vonast eftir fyrsta útisigrinum Í beinni: Leeds - Everton | Fyrsta umferðin klárast á Elland Road Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Sjá meira