Skandinavísk flugfélög afnema grímuskyldu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. október 2021 08:39 Fjögur skandinavísk flugfélög, þar á meðal SAS, hafa afnumið grímuskyldu í flugferðum til og frá Danmörku, Noregi og Svíþjóð. EPA/MAURITZ ANTIN Fjögur skandinavísk flugfélög hafa afnumið grímuskyldu um borð í flugvélum í meirihluta flugferða. Forstjóri Icelandair segir ómögulegt að spá um hvenær grímuskyldu verður aflétt í flugvélum félagsins. Farþegar á leið milli Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar, sem hyggjast ferðast með SAS, Norwegian, Widerøe og Flyr geta því skilið grímurnar eftir heima frá og með deginum í dag. Þessi breyting hjá flugfélögunum var kynnt í kjölfar þess að nær öllum takmörkunum var aflétt í nágrannalöndum okkar þremur: Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Daglegum smitum og spítalainnlögnum hefur farið fækkandi undanfarnar vikur og stórir meirihlutar þjóðanna þriggja þegar bólusettir. Forbes greinir frá. „Við trúum því að það sé komið að þessu miðað við smitstöðuna í landinu,“ sagði John Eckhoff, upplýsingafulltrúi SAS, í samtali við TV2 í Noregi. Grímunotkun er að sjálfsögðu valkvæð og geta þeir, sem ekki vilja sleppa grímunni, því borið hana áfram eins og víða annars staðar. En þó að grímunotkun sé orðin valkvæð um borð í vélunum er grímuskylda enn í gildi á flugvöllum sums staðar í Skandinavíu, þar á meðal á flugvellinum í Osló. Þá munu farþegar sem fljúga með þessum fjórum flugfélögum frá öðrum Evrópulöndum þurfa að bera grímuna áfram um borð, þar á meðal farþegar á leið til eða frá Færeyjum. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir grímuskyldu áfram um borð í flugvélum félagsins. Koma verði í ljós hvenær breytingar verði á. Hann nefndi þó í Bítinu á Bylgjunni í morgun að sjaldgæft væri að fólk smitaðist af Covid-19 í flugvélum því þar eru loftskipti tíðari en heima í stofu. Flest flugfélög væru þó enn með grímuskyldu. Fréttir af flugi Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Noregur Svíþjóð Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Farþegar á leið milli Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar, sem hyggjast ferðast með SAS, Norwegian, Widerøe og Flyr geta því skilið grímurnar eftir heima frá og með deginum í dag. Þessi breyting hjá flugfélögunum var kynnt í kjölfar þess að nær öllum takmörkunum var aflétt í nágrannalöndum okkar þremur: Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Daglegum smitum og spítalainnlögnum hefur farið fækkandi undanfarnar vikur og stórir meirihlutar þjóðanna þriggja þegar bólusettir. Forbes greinir frá. „Við trúum því að það sé komið að þessu miðað við smitstöðuna í landinu,“ sagði John Eckhoff, upplýsingafulltrúi SAS, í samtali við TV2 í Noregi. Grímunotkun er að sjálfsögðu valkvæð og geta þeir, sem ekki vilja sleppa grímunni, því borið hana áfram eins og víða annars staðar. En þó að grímunotkun sé orðin valkvæð um borð í vélunum er grímuskylda enn í gildi á flugvöllum sums staðar í Skandinavíu, þar á meðal á flugvellinum í Osló. Þá munu farþegar sem fljúga með þessum fjórum flugfélögum frá öðrum Evrópulöndum þurfa að bera grímuna áfram um borð, þar á meðal farþegar á leið til eða frá Færeyjum. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir grímuskyldu áfram um borð í flugvélum félagsins. Koma verði í ljós hvenær breytingar verði á. Hann nefndi þó í Bítinu á Bylgjunni í morgun að sjaldgæft væri að fólk smitaðist af Covid-19 í flugvélum því þar eru loftskipti tíðari en heima í stofu. Flest flugfélög væru þó enn með grímuskyldu.
Fréttir af flugi Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Noregur Svíþjóð Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira