Fjögur útköll lögreglu vegna heimilisofbeldis í nótt Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 17. október 2021 08:18 Mikið var að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Vísir/Vilhelm Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust fjórar tilkynningar um heimilisofbeldi í nótt. Talsverður erill var hjá lögreglu en mikið var um ölvun, slagsmál og ofbeldi. Þá bárust einnig tvær tilkynningar um fólk í sjálfsvígshættu. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Lögreglu barst tilkynning um að verið væri að sparka í liggjandi mann í miðbænum. Árásarmönnunum tókst að hlaupa á brott en maðurinn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Lögreglu barst einnig tilkynning um að ráðist hafi verið á öryggisvörð í sama hverfi en málið er til rannsóknar. Þá var tilkynnt um slagsmál við Sjafnargötu í miðbænum en fólk var farið að tínast burt þegar lögreglu bar að garði. Tilkynnt var um meðvitundarlausan aðila eftir alvarlega líkamsárás í Garðabænum. Maðurinn var með höfuðáverka og var fluttur á slysadeild en árásarmaðurinn var flúinn af vettvangi þegar lögregla kom á staðinn. Lögreglu barst þá einnig tilkynning um hópslagsmál í Hagkaup í Garðabæ. Málið er til rannsóknar. Lögreglu barst tilkynning um slagsmál í Kópavogi þar sem einstaklingur var vopnaður kylfu og piparspreyi. Hann reyndi að hlaupa burt frá lögreglu en komst ekki langt undan. Maðurinn var vistaður í fangageymslu. Í sama hverfi bárust mikil læti úr íbúð og aðili sást yfirgefa íbúðina kviknakinn. Lögregla rannsakar málið sem heimilisofbeldi. Þá hlúði lögregla að aðila sem hafði skorið sig með skærum í þeim tilgangi að binda enda á líf sitt. Aðilinn var fluttur á bráðamóttöku en ástand hans liggur ekki fyrir að svo stöddu. Lögreglu barst önnur tilkynning um aðila í sjálfsvígshættu en tilkynningunni fylgdi að einstaklingurinn væri mjög æstur og árásargjarn. Þegar lögregla mætti á staðinn hélt aðilinn á járnröri og gerði tilraun til að ráðast á lögreglumenn. Einstaklingurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvígshugsanir. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. Lögreglumál Heimilisofbeldi Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Sjá meira
Lögreglu barst tilkynning um að verið væri að sparka í liggjandi mann í miðbænum. Árásarmönnunum tókst að hlaupa á brott en maðurinn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Lögreglu barst einnig tilkynning um að ráðist hafi verið á öryggisvörð í sama hverfi en málið er til rannsóknar. Þá var tilkynnt um slagsmál við Sjafnargötu í miðbænum en fólk var farið að tínast burt þegar lögreglu bar að garði. Tilkynnt var um meðvitundarlausan aðila eftir alvarlega líkamsárás í Garðabænum. Maðurinn var með höfuðáverka og var fluttur á slysadeild en árásarmaðurinn var flúinn af vettvangi þegar lögregla kom á staðinn. Lögreglu barst þá einnig tilkynning um hópslagsmál í Hagkaup í Garðabæ. Málið er til rannsóknar. Lögreglu barst tilkynning um slagsmál í Kópavogi þar sem einstaklingur var vopnaður kylfu og piparspreyi. Hann reyndi að hlaupa burt frá lögreglu en komst ekki langt undan. Maðurinn var vistaður í fangageymslu. Í sama hverfi bárust mikil læti úr íbúð og aðili sást yfirgefa íbúðina kviknakinn. Lögregla rannsakar málið sem heimilisofbeldi. Þá hlúði lögregla að aðila sem hafði skorið sig með skærum í þeim tilgangi að binda enda á líf sitt. Aðilinn var fluttur á bráðamóttöku en ástand hans liggur ekki fyrir að svo stöddu. Lögreglu barst önnur tilkynning um aðila í sjálfsvígshættu en tilkynningunni fylgdi að einstaklingurinn væri mjög æstur og árásargjarn. Þegar lögregla mætti á staðinn hélt aðilinn á járnröri og gerði tilraun til að ráðast á lögreglumenn. Einstaklingurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvígshugsanir. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvígshugsanir. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Lögreglumál Heimilisofbeldi Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent