Ákvörðun verðlagsnefndar búvara skilað sér í hærra verði til neytenda Eiður Þór Árnason skrifar 15. október 2021 12:10 Verð á kjötvöru hækkaði einnig töluvert í meirihluta verslana. Vísir/Vilhelm Vörukarfa ASÍ hefur hækkað í sex verslunum af átta síðasta hálfa árið. Mest hækkaði vörukarfan í Heimkaup eða 3,4% en minnst í Krambúðinni og Kjörbúðinni, 0,5% í hvorri verslun fyrir sig. Vörukarfan lækkaði einungis í Hagkaup, eða um 0,6% og stóð í stað í Nettó. Mjólkurvörur, ostar og egg hækkuðu nokkuð mikið í öllum verslunum eða á bilinu 3,1 til 8,4%. Verð á kjötvöru hækkaði einnig töluvert í meirihluta verslana. Verð á grænmeti og ávöxtum lækkaði í mörgum verslunum og eins verð á sykri, súkkulaði og annarri matvöru. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Alþýðusambandi Íslands (ASÍ) en vörukörfunni er ætlað að endurspegla almenn matarinnkaup meðalheimilis. Þegar litið er til lágvöruverðsverslana má sjá að vörukarfan hækkaði minnst í Krónunni, 0,8% en mest í Bónus, 1,8% á meðan hún stóð í stað í Nettó, líkt og áður segir. Verð hækkaði í öllum vöruflokkum í Heimkaup nema í flokknum „önnur matvara“ sem lækkaði um 0,6%. Sá flokkur samanstendur af fiski, fitu og olíum, dósamat og þurrvöru. Mest hækkaði verð á grænmeti og ávöxtum í Heimkaup, 6,1% en verð á drykkjarvöru, kjötvöru og brauð- og kornvöru hækkaði á bilinu 4 til 5% í versluninni. Verð hækkaði einnig í öllum vöruflokkum nema einum í Bónus en þar er það flokkur grænmetis og ávaxta sem lækkaði í verði á tímabilinu um 4,8%. Hækkun á verði mjólkur til bænda hafði áhrif Verð á mjólkurvörum, ostum og eggjum hækkaði nokkuð mikið á tímabilinu og í öllum verslunum. Mest hækkaði vöruflokkurinn í Iceland, 8,4% en minnst í Kjörbúðinni, 3,1%. Næst mest hækkaði vöruflokkurinn í Krónunni, 7,2% en þar á eftir kemur Bónus með 6,1% hækkun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ASÍ en þess má geta að verðlagsnefnd búvara tók ákvörðun fyrr á árinu um hækkun á lágmarksverði mjólkur til bænda um 3,77% og tók hækkunin gildi þann 1. apríl 2021. Kjötvara hækkaði í verði í sex verslunum af átta og voru verðhækkanirnar á bilinu 1 til 5%. Mest hækkaði verð á kjötvöru í Kjörbúðinni, 5% og næst mest í Bónus, 4,9%. Mest lækkaði verð á kjötvöru í Krónunni, 3,2% og næst mest í Krambúðinni, 2,4%. Auk grænmetis og ávaxta er kjötvara vöruflokkur sem getur sveiflast töluvert í verði. Verðkannanir á vörukörfunni voru gerðar 20. til 30. mars 2021 og 25. september til 3. október 2021. Vörukarfa ASÍ inniheldur allar almennar matar- og drykkjarvörur og við samsetninguna voru hafðar til hliðsjónar vogir Hagstofunnar sem notaðar eru til útreiknings á vísitölu neysluverðs. Vogirnar segja til um hversu stór hluti tilteknir vöruflokkar eru af neyslukörfu meðal heimilis. Verðbreytingar voru skoðaðar í Bónus, Krónunni, Nettó, Hagkaup, Kjörbúðinni, Iceland, Heimkaup og Krambúðinni. Nánar er fjallað um niðurstöðurnar á vef ASÍ. Verðlag Neytendur Fjármál heimilisins Verslun Landbúnaður Tengdar fréttir Matvöruverð lækkað síðustu mánuði Vörukarfa ASÍ hefur lækkað í sex verslunum af átta frá því í byrjun nóvember á síðasta ári. Mest lækkaði hún í Heimkaup um 11,2% en hækkaði mest í Nettó um 0,8%. 8. apríl 2021 17:14 Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira
Vörukarfan lækkaði einungis í Hagkaup, eða um 0,6% og stóð í stað í Nettó. Mjólkurvörur, ostar og egg hækkuðu nokkuð mikið í öllum verslunum eða á bilinu 3,1 til 8,4%. Verð á kjötvöru hækkaði einnig töluvert í meirihluta verslana. Verð á grænmeti og ávöxtum lækkaði í mörgum verslunum og eins verð á sykri, súkkulaði og annarri matvöru. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Alþýðusambandi Íslands (ASÍ) en vörukörfunni er ætlað að endurspegla almenn matarinnkaup meðalheimilis. Þegar litið er til lágvöruverðsverslana má sjá að vörukarfan hækkaði minnst í Krónunni, 0,8% en mest í Bónus, 1,8% á meðan hún stóð í stað í Nettó, líkt og áður segir. Verð hækkaði í öllum vöruflokkum í Heimkaup nema í flokknum „önnur matvara“ sem lækkaði um 0,6%. Sá flokkur samanstendur af fiski, fitu og olíum, dósamat og þurrvöru. Mest hækkaði verð á grænmeti og ávöxtum í Heimkaup, 6,1% en verð á drykkjarvöru, kjötvöru og brauð- og kornvöru hækkaði á bilinu 4 til 5% í versluninni. Verð hækkaði einnig í öllum vöruflokkum nema einum í Bónus en þar er það flokkur grænmetis og ávaxta sem lækkaði í verði á tímabilinu um 4,8%. Hækkun á verði mjólkur til bænda hafði áhrif Verð á mjólkurvörum, ostum og eggjum hækkaði nokkuð mikið á tímabilinu og í öllum verslunum. Mest hækkaði vöruflokkurinn í Iceland, 8,4% en minnst í Kjörbúðinni, 3,1%. Næst mest hækkaði vöruflokkurinn í Krónunni, 7,2% en þar á eftir kemur Bónus með 6,1% hækkun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ASÍ en þess má geta að verðlagsnefnd búvara tók ákvörðun fyrr á árinu um hækkun á lágmarksverði mjólkur til bænda um 3,77% og tók hækkunin gildi þann 1. apríl 2021. Kjötvara hækkaði í verði í sex verslunum af átta og voru verðhækkanirnar á bilinu 1 til 5%. Mest hækkaði verð á kjötvöru í Kjörbúðinni, 5% og næst mest í Bónus, 4,9%. Mest lækkaði verð á kjötvöru í Krónunni, 3,2% og næst mest í Krambúðinni, 2,4%. Auk grænmetis og ávaxta er kjötvara vöruflokkur sem getur sveiflast töluvert í verði. Verðkannanir á vörukörfunni voru gerðar 20. til 30. mars 2021 og 25. september til 3. október 2021. Vörukarfa ASÍ inniheldur allar almennar matar- og drykkjarvörur og við samsetninguna voru hafðar til hliðsjónar vogir Hagstofunnar sem notaðar eru til útreiknings á vísitölu neysluverðs. Vogirnar segja til um hversu stór hluti tilteknir vöruflokkar eru af neyslukörfu meðal heimilis. Verðbreytingar voru skoðaðar í Bónus, Krónunni, Nettó, Hagkaup, Kjörbúðinni, Iceland, Heimkaup og Krambúðinni. Nánar er fjallað um niðurstöðurnar á vef ASÍ.
Verðlag Neytendur Fjármál heimilisins Verslun Landbúnaður Tengdar fréttir Matvöruverð lækkað síðustu mánuði Vörukarfa ASÍ hefur lækkað í sex verslunum af átta frá því í byrjun nóvember á síðasta ári. Mest lækkaði hún í Heimkaup um 11,2% en hækkaði mest í Nettó um 0,8%. 8. apríl 2021 17:14 Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira
Matvöruverð lækkað síðustu mánuði Vörukarfa ASÍ hefur lækkað í sex verslunum af átta frá því í byrjun nóvember á síðasta ári. Mest lækkaði hún í Heimkaup um 11,2% en hækkaði mest í Nettó um 0,8%. 8. apríl 2021 17:14
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent