Innlent

Á fimmtíu gítara og spilar á fullt af hljóðfærum

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Sigurjón er með trommusett inni hjá sér, sem hann spilar oft á.
Sigurjón er með trommusett inni hjá sér, sem hann spilar oft á. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Það er með ólíkindum hvað Sigurjón Matthíasson, sem er nýorðin 70 ára getur spilað á mörg hljóðfæri því hann er alveg lamaður öðrum megin í líkamanum og getur því aðeins notað aðra höndina við spilamennskuna. Sigurjón á meðal annars fimmtíu gítara.

Sigurjón býr í Sjálfsbjargarheimilinu í Hátúni í Reykjavík en hann er uppalinn á bænum Fjöllum í Kelduhverfi.  Á sínum yngri árum spilaði hann dinnertónlist á píanó á veitingahúsum og börum um helgar, með fram því að sjá um loftpressufyrirtæki sitt. 

Sigurjón fékk heilablóðfall fyrir um fjórtán árum og lamaðist öðrum megin. Hann lætur það þó ekki stoppa sig og spilar á bassa, gítar, trommur, orgel, munnhörpu og fleiri hljóðfæri hvenær sem hann getur.

Það fer vel um Sigurjón á Sjálfsbjargarheimilinu innan um öll hljóðfærin sín í íbúðinni sinni en hann á meðal annars fimmtíu gítara.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Sigurjón er mikill áhugamaður um gítara enda á hann 50 gítara, sem hann hefur safnað í gengum ári.

„Já, þeir eru meðal annars inn í herberginu mínu, þarf hef ég raðað þeim upp á vegg,“ segir Sigurjón.

Æskuvinur Sigurjóns, Ársæll Másson spilar mikið með honum en þeir eru með þremur öðrum félögum sínum í hljómsveitinni „Úrkula vonar“.

Sigurjón og Ársæll eru perluvinir og gera mikið af því að spila saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson

„Það er alveg lygilegt hvað Sigurjón getur gert og við hittumst alltaf og spilum og erum líka með hljómsveit í gangi,“ segir Ársæll.

Sigurjón að spila á bassann sinn, sem hann hefur mjög gaman af.Magnús Hlynur Hreiðarsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×