Óttast skort á vetrardekkjum á landinu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 15. október 2021 08:00 Jóhann Jónsson, markaðs- og birgðastjóri Dekkjahallarinnar. aðsend Sumir á landinu gætu lent í að fá ekki vetrardekk í ár vegna skorts á sendingum frá Asíu, að sögn Jóhanns Jónssonar, markaðs- og birgðastjóra Dekkjahallarinnar. Flestir dekkjasalar landsins hafa lent í einhverjum vandræðum með pantanir sínar í ár og fá hluta þeirra annaðhvort seint eða ekki. „Maður finnur fyrir því að það er erfitt að fá dekk í ár og sérstaklega frá Asíu,“ segir Jóhann í samtali við Vísi. Hann segir að í kjölfar kórónuveirufaraldursins hafi sendingar gáma frá Asíu snarhækkað í verði og að staðlað verð fyrir hvern gám hafi í vor orðið tvöfalt á við það sem þekkist venjulega. „Það er fyrir staðlaða sendingu en staðan þar er þannig að þær hreyfast ekkert þannig ef þú vilt fá gáminn til þín verðurðu að greiða fyrir einhverja flýtimeðferð. Með henni er flutningskostnaðurinn búinn að þrefaldast,“ segir Jóhann. Hann segir að við þetta hækki dekk frá Asíu, sérstaklega Kína, eðlilega í verði hér á landi en þau eru oftar en ekki mun ódýrari en dekk frá öðrum framleiðendum. Dekkjahöllin býst ekki við að fá neinar sendingar af kínverskum og ódýrari dekkjum fyrir veturinn.vísir/vilhelm „Verðbilið á milli þessara ódýru dekkja og gæðadekkja hefur bara minnkað. Og við erum til dæmis að panta dekk frá Yokohama sem eru með verksmiðjur í Evrópu og vöruhús í Svíþjóð. Þess vegna erum við búin að fá megnið af því sem við erum búin að panta frá þeim en ekkert frá Asíu.“ Jóhann telur útilokað að þau dekk sem Dekkjahöllin hefur pantað frá Kína komi til landsins fyrir veturinn. „Þetta er alveg töluvert af dekkjum. Og ljóst að í vetur verður mun verra aðgengi að ódýrum dekkjum á landinu.“ Gæti hreinlega farið svo að sumir Íslendingar hreinlega fái ekki vetrardekk í ár? „Það gæti alveg farið út í það, já. Og þess vegna er kannski betra að menn geri ráðstafanir núna heldur en að ætla sér að taka þetta seinna í haust. Bara til að vera með vaðið fyrir neðan sig,“ segir Jóhann. Verksmiðjur anna ekki eftirspurn Vísir tók púlsinn á öðrum dekkjasölum á landinu. Þar könnuðust allir við að hafa heyrt af þessu vandamáli en það hefur mismikil áhrif á dekkjasalana: „Ég hef heyrt þetta sama og þú ert að vitna í og eitthvað finnst mér tilfinning mín vera sú að það sé skortur á markaðinum en þetta er enginn skortur hjá okkur heldur eru bara smá tafir í afhendingunni á ákveðnum dekkjum sem koma svona tveimur vikum á eftir áætlun í ár,“ segir Sigurjón Árni Ólafsson, framkvæmdastjóri hjá MAX1, sem pantar öll sín dekk frá Nokian í Finnlandi. Sigurjón Árni Ólafsson, framkvæmdastjóri MAX1.aðsend „Pantanirnar voru stærri í ár heldur en að verksmiðjan gat framleitt. Og þá snýst þetta bara um hvað menn voru duglegir að byrja að panta. Og ég byrjaði að panta í apríl á árinu, þannig ég er kominn með stærstan hlutann til mín nú þegar.“ Fjallað hefur verið um dekkjaskort á heimsvísu í erlendum fjölmiðlum en hann má rekja til áhrifa kórónuveirufaraldursins og þess þegar verksmiðjur í fjölda landa urðu að loka. Því hefur verið erfitt að fá stál, plast, gúmmí og fleiri hráefni til dekkjagerðar. Fara aðrar leiðir til að redda dekkjum Klettur hefur einnig lent í nokkrum vandræðum: „Þetta er allavega ekki eins einfalt og þetta hefur verið þar sem við höfum bara getað pantað á vorin fyrir veturinn og fengið svona eiginlega allt sem við þurfum,“ segir Andri Ellertsson, rekstrarstjóri hjólbarða hjá Kletti. „Núna hefur þetta allt dregist svolítið þannig maður er svona að reyna að redda sér hér og þar. Þannig að já, það má kannski alveg segja að það gæti alveg orðið einhver skortur í nokkrum stærðum.“ Hann tekur undir áhyggjur Jóhanns af sendingarkostnaðinum frá Asíu. „Verðið er náttúrulega búið að fara upp og er orðið alveg út í hött.“ Erfiðast verður að fá verksmiðjunegld vetrardekk í ár. vísir/vilhelm Einar Þór, sem sér um heildsölu hjá Nesdekkjum, segir vöruskort hjá flestum í heiminum en að Nesdekk hafi tekist að redda flestum sendingum sem fyrirtækið þarf fyrir veturinn. Það hafi þó verið mun erfiðara í ár en venjulega. „Flutningskostnaðurinn er náttúrulega bara kominn út í bull. En þá bara spilar maður leikinn aðeins öðruvísi og notar Evrópubirgjana aðeins meira. En jú, þetta er náttúrulega erfiðari staða en í fyrra,“ segir hann. Dagur Benónýsson, deildarstjóri hjólbarðadeildar hjá N1, segir þá að sitt fyrirtæki hafi sloppið við allan dekkjaskort, sem hann hefur þó heyrt af: „Við sleppum alveg þokkalega frá þessu. Það hefur gengið misvel hjá mönnum að fá dekk en við vorum þokkalega snemma í þessu. Þetta eru líka aðallega þeir sem eru að fá dekk afhent frá Kína, sem þetta bitnar á.“ Veturinn virðist nokkuð snemma á ferðinni í ár víða um land. Því er ekki eftir neinu að bíða fyrir þá sem verða að næla sér í vetrardekk í ár, sérstaklega ef þau verða af skornum skammti þegar líður á veturinn. Bílar Umferð Umferðaröryggi Neytendur Nagladekk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Sjá meira
„Maður finnur fyrir því að það er erfitt að fá dekk í ár og sérstaklega frá Asíu,“ segir Jóhann í samtali við Vísi. Hann segir að í kjölfar kórónuveirufaraldursins hafi sendingar gáma frá Asíu snarhækkað í verði og að staðlað verð fyrir hvern gám hafi í vor orðið tvöfalt á við það sem þekkist venjulega. „Það er fyrir staðlaða sendingu en staðan þar er þannig að þær hreyfast ekkert þannig ef þú vilt fá gáminn til þín verðurðu að greiða fyrir einhverja flýtimeðferð. Með henni er flutningskostnaðurinn búinn að þrefaldast,“ segir Jóhann. Hann segir að við þetta hækki dekk frá Asíu, sérstaklega Kína, eðlilega í verði hér á landi en þau eru oftar en ekki mun ódýrari en dekk frá öðrum framleiðendum. Dekkjahöllin býst ekki við að fá neinar sendingar af kínverskum og ódýrari dekkjum fyrir veturinn.vísir/vilhelm „Verðbilið á milli þessara ódýru dekkja og gæðadekkja hefur bara minnkað. Og við erum til dæmis að panta dekk frá Yokohama sem eru með verksmiðjur í Evrópu og vöruhús í Svíþjóð. Þess vegna erum við búin að fá megnið af því sem við erum búin að panta frá þeim en ekkert frá Asíu.“ Jóhann telur útilokað að þau dekk sem Dekkjahöllin hefur pantað frá Kína komi til landsins fyrir veturinn. „Þetta er alveg töluvert af dekkjum. Og ljóst að í vetur verður mun verra aðgengi að ódýrum dekkjum á landinu.“ Gæti hreinlega farið svo að sumir Íslendingar hreinlega fái ekki vetrardekk í ár? „Það gæti alveg farið út í það, já. Og þess vegna er kannski betra að menn geri ráðstafanir núna heldur en að ætla sér að taka þetta seinna í haust. Bara til að vera með vaðið fyrir neðan sig,“ segir Jóhann. Verksmiðjur anna ekki eftirspurn Vísir tók púlsinn á öðrum dekkjasölum á landinu. Þar könnuðust allir við að hafa heyrt af þessu vandamáli en það hefur mismikil áhrif á dekkjasalana: „Ég hef heyrt þetta sama og þú ert að vitna í og eitthvað finnst mér tilfinning mín vera sú að það sé skortur á markaðinum en þetta er enginn skortur hjá okkur heldur eru bara smá tafir í afhendingunni á ákveðnum dekkjum sem koma svona tveimur vikum á eftir áætlun í ár,“ segir Sigurjón Árni Ólafsson, framkvæmdastjóri hjá MAX1, sem pantar öll sín dekk frá Nokian í Finnlandi. Sigurjón Árni Ólafsson, framkvæmdastjóri MAX1.aðsend „Pantanirnar voru stærri í ár heldur en að verksmiðjan gat framleitt. Og þá snýst þetta bara um hvað menn voru duglegir að byrja að panta. Og ég byrjaði að panta í apríl á árinu, þannig ég er kominn með stærstan hlutann til mín nú þegar.“ Fjallað hefur verið um dekkjaskort á heimsvísu í erlendum fjölmiðlum en hann má rekja til áhrifa kórónuveirufaraldursins og þess þegar verksmiðjur í fjölda landa urðu að loka. Því hefur verið erfitt að fá stál, plast, gúmmí og fleiri hráefni til dekkjagerðar. Fara aðrar leiðir til að redda dekkjum Klettur hefur einnig lent í nokkrum vandræðum: „Þetta er allavega ekki eins einfalt og þetta hefur verið þar sem við höfum bara getað pantað á vorin fyrir veturinn og fengið svona eiginlega allt sem við þurfum,“ segir Andri Ellertsson, rekstrarstjóri hjólbarða hjá Kletti. „Núna hefur þetta allt dregist svolítið þannig maður er svona að reyna að redda sér hér og þar. Þannig að já, það má kannski alveg segja að það gæti alveg orðið einhver skortur í nokkrum stærðum.“ Hann tekur undir áhyggjur Jóhanns af sendingarkostnaðinum frá Asíu. „Verðið er náttúrulega búið að fara upp og er orðið alveg út í hött.“ Erfiðast verður að fá verksmiðjunegld vetrardekk í ár. vísir/vilhelm Einar Þór, sem sér um heildsölu hjá Nesdekkjum, segir vöruskort hjá flestum í heiminum en að Nesdekk hafi tekist að redda flestum sendingum sem fyrirtækið þarf fyrir veturinn. Það hafi þó verið mun erfiðara í ár en venjulega. „Flutningskostnaðurinn er náttúrulega bara kominn út í bull. En þá bara spilar maður leikinn aðeins öðruvísi og notar Evrópubirgjana aðeins meira. En jú, þetta er náttúrulega erfiðari staða en í fyrra,“ segir hann. Dagur Benónýsson, deildarstjóri hjólbarðadeildar hjá N1, segir þá að sitt fyrirtæki hafi sloppið við allan dekkjaskort, sem hann hefur þó heyrt af: „Við sleppum alveg þokkalega frá þessu. Það hefur gengið misvel hjá mönnum að fá dekk en við vorum þokkalega snemma í þessu. Þetta eru líka aðallega þeir sem eru að fá dekk afhent frá Kína, sem þetta bitnar á.“ Veturinn virðist nokkuð snemma á ferðinni í ár víða um land. Því er ekki eftir neinu að bíða fyrir þá sem verða að næla sér í vetrardekk í ár, sérstaklega ef þau verða af skornum skammti þegar líður á veturinn.
Bílar Umferð Umferðaröryggi Neytendur Nagladekk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Sjá meira