Árásarmaðurinn sagður 37 ára danskur ríkisborgari Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. október 2021 06:23 Lögregla bað íbúa um að vera heima á meðan hún rannsakaði þá staði þar sem árásarmaðurinn fór um. epa/Hakon Mosvold Larsen Fimm eru látnir og tveir særðir eftir árás bogamanns í bænum Kongsberg í Noregi í gær. Lögregla hefur handtekið 37 ára Dana sem er grunaður um hroðaverkið. Lögregla telur hann hafa verið einan að verki en mögulega sé um hryðjuverk að ræða. Forsætisráðherrann Erna Solberg sagði málið „hryllilegt“ á blaðamannafundi í gær. „Ég skil að margir séu hræddir en það er mikilvægt að leggja áherslu á að lögreglan er nú við stjórnvölinn,“ sagði hún. Árásin er sögð hafa hafist í Coop Extra-verslun í vesturhluta Kongsberg. Annar særðu er lögreglumaður sem var ekki á vakt en var að versla í versluninni. Talsmaður Coop staðfesti að „alvarlegt atvik“ hefði átt sér stað í einni verslun en enginn starfsmanna hefði særst. Lögreglustjórinn Oyvind Aas sagði að árásarmaðurinn hefði sloppið frá lögreglu í fyrstu en hefði verið handtekinn um það bil hálftíma eftir að hann lét til skarar skríða. Lögregla telur mögulega um hryðjuverk að ræða.epa/Torstein Boe Vitni sagðist hafa orðið var við að eitthvað var að gerast og séð konu leita skjóls. Í framhaldinu hefði hún séð „mann standa á horninu með örvar í örvamæli á öxlinni og boga í höndinni“. „Eftir á sá ég fólk hlaupa til að bjarga lífi sínu. Ein þeirra var kona sem hélt í höndina á barni,“ sagði sjónavotturinn í samtali við TV2. Lögregla hefur greint frá því að það sé einnig í skoðun hvort maðurinn kunni að hafa beitt öðrum vopnum en boganum í árásinni. Hverfi í borginni voru lokuð af í gær og íbúar beðnir um að halda sig innandyra á meðan lögregla rannsakaði þá staði þar sem grunaði fór um og safnaði sönnunargögnum. Bæjarstjórinn Kari Anne Sand segir alla íbúa sem þess þurfa munu fá áfallahjálp. Hinn grunaði, sem er sagður hafa búið í Kongsberg, var fluttur á lögreglustöð í Drammen og hefur reynst samstarfsfús, að sögn lögmannsins sem honum var skipaður. Sá staðfesti að móðir mannsins væri dönsk en vildi ekki tjá sig um skjólstæðing sinn að öðru leyti. Noregur Fjöldamorð í Kongsberg Danmörk Tengdar fréttir Íslendingur í Kongsberg sleginn eftir árás bogamannsins Guðrún Elsa Giljan Kristjánsdóttir, íbúi í Kongsberg í Noregi, segir samfélagið í sjokki eftir að minnst fimm létust og nokkrir særðust í árás bogamanns í bænum í kvöld. Árásarmaðurinn hefur verið handtekinn og virðist hafa verið einn að verki. 13. október 2021 22:54 Lögreglan útilokar ekki hryðjuverk Minnst fimm létust og nokkrir eru særðir eftir árás bogamanns í norska bænum Kongsberg í kvöld. Árásarmaðurinn var handtekinn í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu. Lögreglan útilokar ekki að um hryðjuverk hafi verið að ræða. 13. október 2021 20:52 Minnst fjórir létust í árás bogamanns í Kongsberg Lögreglan í Kongsberg í Noregi tilkynnti fyrr í kvöld að fólk hafi látist í árás bogamanns í Kongsberg síðdegis. Árásarmaðurinn hefur verið handtekinn. 13. október 2021 18:50 Umfangsmiklar lögregluaðgerðir vegna bogamanns Aðgerðir lögreglu í Kongsberg í Noregi standa nú yfir vegna bogamanns sem sást til í miðbæ Kongsberg. Maðurinn á að hafa skotið á eftir fólki með boga. 13. október 2021 18:24 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Forsætisráðherrann Erna Solberg sagði málið „hryllilegt“ á blaðamannafundi í gær. „Ég skil að margir séu hræddir en það er mikilvægt að leggja áherslu á að lögreglan er nú við stjórnvölinn,“ sagði hún. Árásin er sögð hafa hafist í Coop Extra-verslun í vesturhluta Kongsberg. Annar særðu er lögreglumaður sem var ekki á vakt en var að versla í versluninni. Talsmaður Coop staðfesti að „alvarlegt atvik“ hefði átt sér stað í einni verslun en enginn starfsmanna hefði særst. Lögreglustjórinn Oyvind Aas sagði að árásarmaðurinn hefði sloppið frá lögreglu í fyrstu en hefði verið handtekinn um það bil hálftíma eftir að hann lét til skarar skríða. Lögregla telur mögulega um hryðjuverk að ræða.epa/Torstein Boe Vitni sagðist hafa orðið var við að eitthvað var að gerast og séð konu leita skjóls. Í framhaldinu hefði hún séð „mann standa á horninu með örvar í örvamæli á öxlinni og boga í höndinni“. „Eftir á sá ég fólk hlaupa til að bjarga lífi sínu. Ein þeirra var kona sem hélt í höndina á barni,“ sagði sjónavotturinn í samtali við TV2. Lögregla hefur greint frá því að það sé einnig í skoðun hvort maðurinn kunni að hafa beitt öðrum vopnum en boganum í árásinni. Hverfi í borginni voru lokuð af í gær og íbúar beðnir um að halda sig innandyra á meðan lögregla rannsakaði þá staði þar sem grunaði fór um og safnaði sönnunargögnum. Bæjarstjórinn Kari Anne Sand segir alla íbúa sem þess þurfa munu fá áfallahjálp. Hinn grunaði, sem er sagður hafa búið í Kongsberg, var fluttur á lögreglustöð í Drammen og hefur reynst samstarfsfús, að sögn lögmannsins sem honum var skipaður. Sá staðfesti að móðir mannsins væri dönsk en vildi ekki tjá sig um skjólstæðing sinn að öðru leyti.
Noregur Fjöldamorð í Kongsberg Danmörk Tengdar fréttir Íslendingur í Kongsberg sleginn eftir árás bogamannsins Guðrún Elsa Giljan Kristjánsdóttir, íbúi í Kongsberg í Noregi, segir samfélagið í sjokki eftir að minnst fimm létust og nokkrir særðust í árás bogamanns í bænum í kvöld. Árásarmaðurinn hefur verið handtekinn og virðist hafa verið einn að verki. 13. október 2021 22:54 Lögreglan útilokar ekki hryðjuverk Minnst fimm létust og nokkrir eru særðir eftir árás bogamanns í norska bænum Kongsberg í kvöld. Árásarmaðurinn var handtekinn í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu. Lögreglan útilokar ekki að um hryðjuverk hafi verið að ræða. 13. október 2021 20:52 Minnst fjórir létust í árás bogamanns í Kongsberg Lögreglan í Kongsberg í Noregi tilkynnti fyrr í kvöld að fólk hafi látist í árás bogamanns í Kongsberg síðdegis. Árásarmaðurinn hefur verið handtekinn. 13. október 2021 18:50 Umfangsmiklar lögregluaðgerðir vegna bogamanns Aðgerðir lögreglu í Kongsberg í Noregi standa nú yfir vegna bogamanns sem sást til í miðbæ Kongsberg. Maðurinn á að hafa skotið á eftir fólki með boga. 13. október 2021 18:24 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Íslendingur í Kongsberg sleginn eftir árás bogamannsins Guðrún Elsa Giljan Kristjánsdóttir, íbúi í Kongsberg í Noregi, segir samfélagið í sjokki eftir að minnst fimm létust og nokkrir særðust í árás bogamanns í bænum í kvöld. Árásarmaðurinn hefur verið handtekinn og virðist hafa verið einn að verki. 13. október 2021 22:54
Lögreglan útilokar ekki hryðjuverk Minnst fimm létust og nokkrir eru særðir eftir árás bogamanns í norska bænum Kongsberg í kvöld. Árásarmaðurinn var handtekinn í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu. Lögreglan útilokar ekki að um hryðjuverk hafi verið að ræða. 13. október 2021 20:52
Minnst fjórir létust í árás bogamanns í Kongsberg Lögreglan í Kongsberg í Noregi tilkynnti fyrr í kvöld að fólk hafi látist í árás bogamanns í Kongsberg síðdegis. Árásarmaðurinn hefur verið handtekinn. 13. október 2021 18:50
Umfangsmiklar lögregluaðgerðir vegna bogamanns Aðgerðir lögreglu í Kongsberg í Noregi standa nú yfir vegna bogamanns sem sást til í miðbæ Kongsberg. Maðurinn á að hafa skotið á eftir fólki með boga. 13. október 2021 18:24